25.7.2009 | 21:58
Þraukum frekar án AGS, Icesave, EU og "vina" okkar á Norðurlöndum! Þá höldum við líka voninni um bjartari framtíð!
Við eigum þá einhverja von um að geta byggt upp mannsæmandi þjóðfélag, þegar loksins við höfum klórað okkur í gegnum vandræði okkar. Með AGS, Icesave, EU og "vinum" okkar á Norðurlöndunum eigum við enga von. Og róðurinn verður enn erfiðari án vonarinnar! Þetta verður erfitt, en það verður enn erfiðara með AGS, Icesave, í EU og með "vinum" okkar á Norðurlöndunum.
Það er engin framtíð án vonar!
Ennfremur legg ég til að sósíalistarnir í Vg leggi fram vantraust á ríkisstjórnina!
Icesave: Gæti stefnt í óefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Ég lána Birni 5000 krónur sem hann getur svo ekki borgað mér til baka því hann á ekki þann pening lengur og fyrst svo er þá rukka ég bara Jón og Gunnu um þessar 5000 krónur sem ég lánaði Birni upphaflega, meikar þetta "sense" hjá einhverjum ? svo langar mig að minna á Villtu fá gefins milljón ?
Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 00:10
Það var og! En það verður ekki á allt kosið!
Hvernig á að fella grímu AGS ? Sýna hvað er á bak við hugtökin sem stjórnvöld nota í samskiptum sínum við þjóðina? Sýna hinn dulda tilgang AGS, þegar sjóðurinn kemur þjóðum "til aðstoðar."
Auðun Gíslason, 26.7.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.