Icesave. 4. nóvember tóku Bretar formlega að sér að greiða innistæðueigendum:

Tók mér það bessaleyfi að birta þessa síðu af www.vald.org    

Innskot—Umsögn um Icesave

[29. júlí 2009] Grein Gunnars hér á vald.org í gær hefur vafalaust vafist fyrir mörgum. Enskt lögfræðistagl er óttalegt torf og aðeins á færi sérfræðinga að skilja. Gunnar er slíkur sérfræðingur. Þrátt fyrir mikla reynslu þurfti hann að skoða Settlement Agreement mjög grannt:

“Gangleri [Gunnar Tómasson] er löggiltur skjalaþýðandi (íslenzka-enska og enska-íslenzka) og hefur notað ensku við nám, starf og rannsóknir á erlendri grund alla tíð frá 1960.

Og þurfti samt að lesa SETTLEMENT AGREEMENT nokkrum sinnum til að grípa ýmsa punkta sem þar má lesa milli lína.”

Gunnar (Gangleri) hefur tjáð síg frekar um málið á spjallsíðu á Netinu og var spurður eftirfarandi spurningar:

“En í stuttu máli sýnist mér annars litlu við þetta bæta annað en það að Gangleri færir hér rök fyrir því að með því að stíga inn og taka einhliða ákvörðunum um að sjá um að greiða breskum innstæðueigendum hafi hið breska FSCS í raun formlega tekið á sig þá skuldbindingu að vera ábyrgt fyrir innstæðutryggingum til handa breskra Icesave-viðskiptavina. Þar sem ekki sé kveðið á um tímamörk á greiðslunum frá hinum íslenska Tryggingasjóði innstæðueigenda séu engin efnisleg rök fyrir því að FSCS hafi þurft að stíga inn svona fljótt.”

Svar:

“Þetta er rétt skilið hjá þér.

Og texti SETTLEMENT AGREEMENT ber það augljóslega með sér að lögfræðingar FSCS gerðu sér fulla grein fyrir þessari hlið málsins.

Þeir bera því við að "aðilar" hafi ekki staðið að verki frá 27. október til 4. nóvember eins og tilgreint var í MOU þeirra frá október 2006.

Þessi fullyrðing fær ekki staðist varðandi TIF, en passar að því er varðar frávik FSCS frá lögformlegu ferli 4. nóvember 2008.

Í skjalinu segir að TIF hafi haft "knowledge" um frávikið - og síðar er í tvígang vísað til "knowledge" TIF í sambandi við málið.

Vitneskja um frávik jafngildir ekki samþykki—en þetta er það bezta sem lögfræðingar FSCS hafa fram að færa í stöðunni.

Brezkum stjórnvöldum var í frjáls vald sett að axla ábyrgð á Icesave innstæðum.

Og gerðu það frá og með 4. nóvember 2008 þannig að nú eru allir Icesave reikningar uppgerðir.

Ef brezk stjórnvöld hefðu farið að lögum ættu þau nú endurgreiðslukröfu á hendur Íslandi.

Ísland skuldar þeim þakkir fyrir greiðann—en ekki annað.”

Gunnar sendi Alþingismönnum annað bréf 28. júlí:

I. Skoðun gagna á vefsíðu Financial Services Compensation Scheme sýnir að atvikarásin sem lýst er í upphafi SETTLEMENT AGREEMENT er fjarri öllu sanni og skautar yfir þá spurningu hvort það samrýmist “the purposes of the EC Deposit Guarantee Directive (94/19/EC)" (SA, bls. 1) að beita "Part 2 of the Anti-terrorism, Crime and Security Act" við útfærslu innstæðutrygginga Evrópuríkja. (Explanatory Memorandum to the Landsbanki Freezing (Amendment) Order 2008, No. 2766).

Sbr. einnig tilkynningu HM Treasury 101/08 dags. 8. október 2008:

“Acting on the advice of the Bank and Financial Services Authority (FSA), and in light of announcements made by the Icelandic authorities in recent days, the Chancellor has taken action today to protect the retail depositors in two Icelandic owned banks: Icesave, a UK-based branch of Landsbanki and Heritable, a UK-based banking subsidiary of Landsbanki. He has taken this action to ensure the stability of the UK financial system. Savers’ money is safe and secure.”

II. Í lýsingu á atvikarásinni segir m.a.:

"Following the declaration of default by the FSA [8. okt. 2008] and the issuance of the opinion by the FME [27. okt. 2008], the parties have not handled claims as anticipated by the MOU [okt. 2006]. On 4 November FSCS made a determination under the rules of the Scheme, following which FSCS has, with the knowledge of TIF, proceeded to handle and pay claims of depositors in the "Icesave” product of the UK Branch”. (liður f, bls. 2).

Hér er sagður hálfur sannleikur.

III. Hinn helmingurinn er í skjali á slóð http://www.fscs.org.uk/consumer/latest_new...save_customers/ þar sem segir m.a.:

“The Government has guaranteed 100% of all deposits held by retail depositors of Icesave… [] Our top priorities are to give Icesave customers some certainty and to move to a speedy payout as quickly as possible.

“The move comes two weeks after Icesave was declared in default by the Financial Services Authority [8. okt. 2008]…”

IV. Allur sannleikurinn er því í fullu samræmi við niðurstöður umsagnar minnar um Icesave SETTLEMENT AGREEMENT:

16. On 4 November 2008, FSCS made a determination under the rules of the Scheme, following which FSCS has, with the knowledge of TIF, proceeded to handle and pay claims of depositors in the "Icesave” product of the UK Branch. (SA, bls. 2)

Ákvörðun FSCS “under the rules of the Scheme” án lögformlegs samþykkis TIF samrýmist ekki MOU og jafngildir ákvörðun FSCS að axla ábyrgð gagnvart eigendum Icesave reikninga sem ella hefðu komið til afgreiðslu TIF samkvæmt ákvæðum laga nr. 98/1999 og reglugerðar nr. 120/2000.

17. Ákvörðunin jafngilti stofnun ad hoc innstæðutryggingakerfis og forðaði (a) eigendum Icesave reikninga frá langri óvissu varðandi uppgjör af hálfu TIF og (b) brezkum stjórnvöldum frá gagnrýni fyrir að tefja flutning innstæðna útibús Landsbanka í brezkt dótturfélag undir vernd FSCS.

V. Í viljayfirlýsingu íslenzkra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 15. nóvember 2008 er vikið að innstæðutryggingum sem hér segir:

“We will be working constructively towards comparable agreements with all international counterparts for the Iceland deposit insurance scheme in line with the EEA legal framework. Under its deposit insurance system Iceland is committed to recognize the obligations to all insured depositors.”

Af ákvörðun brezkra stjórnvalda í kringum 22. október 2008 (III. að ofan) leiðir að ekki var um neina ótryggða Icesave innstæðueigenda í Bretlandi að ræða.

VI. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn byggir "on law and moral authority”, eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Jacques de Larosière lét ummælt á einum Ársfundi AGS.

Þess er því að vænta að lög og siðferðileg viðmið móti samskipti framkvæmdastjórnar AGS og Íslands.

Gunnar segir líka í öðru innleggi:

“Mánuðina fyrir hrunið voru viðræður í gangi milli brezkra og íslenzkra stjórnvalda um breytingu á útibúi Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag Landsbankans.

Við það hefði ábyrgð/guarantee á Icesave innstæðum færst frá íslenzka tryggingarsjóðnum í þann brezka.

Tilkynning brezka fjármálaráðuneytisins 8. október 2008 um "100% guarantee" á Icesave innstæðum endurspeglaði markmið undanfarandi viðræðna.

Bretum var í sjálfsvald sett hvort þeir kæmu málinu í höfn með einhliða ákvörðun—og kusu að gera það.”

Seinna segir Gunnar:

“Á bestsavingsaccounts4u.co.uk má lesa:

08/10/08

Government guarantees 100% of Icesave deposits

Chancellor Alistair Darling has said he will ensure all UK savers with accounts in the closed Icelandic internet bank Icesave get all their money back. This includes all the savings of the 5% of Icesave's UK customers who have deposits over £50,000.

In an interview with the BBC he said he was doing this because the Icelandic authorities had reneged on their obligations to ensure compensation could be paid.

He said: 'The Icelandic government, believe it or not, have told me yesterday they have no intention of honouring their obligations here.

'Because this is a branch of a foreign bank the first call would be on the Icelandic compensation scheme which, as far as I can see, hasn't got any money in it.

Later, a Treasury spokesman said: "We guarantee that no depositor will lose any money as a result of the closure of Icesave."

Icesave's parent bank, Landsbanki, was taken over by the Icelandic government on Tuesday and declared insolvent.

Iceland's Prime Minister Geir Haarde warned that his country was facing a risk of "national bankruptcy" as the global banking crisis threatened to overwhelm the island nation.

The chancellor's guarantee will come as a relief to the estimated 300,000 British savers who were left fearful on Tuesday night that they would need to fight for any compensation.

On Tuesday morning, savers accessing the Icesave website were greeted with the message 'We are not currently processing any deposits or any withdrawal requests through our Icesave internet accounts. We apologise for any inconvenience this may cause our customers. We hope to provide you with more information shortly'.

As part of its plan the UK government has frozen all the British assets of Landsbanki until the position of savers in the UK becomes clear.

Prime minister, Gordon Brown, revealed that the government would pursue Iceland in the courts to reclaim the money.

Credit rating, research and risk analysis firm Moody's raised concerns about the security of the Icelandic banking system ealier in the year, due to its reliance on the money-markets, as opposed to High Street savers' cash. As it turns out, they were right.

Alistair Darling fer ekki með rétt mál—og ábyrgð verður ekki komið á íslenzk stjórnvöld með rangtúlkunum.

Gordon Brown sagði að brezk stjórnvöld myndu fara dómstólaleiðina til að láta Ísland standa við skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld voru ranglega sögð hafa afneitað.

Þegar hið rétta kom í ljós, þá var augljóslega ekki hægt að sækja íslenzk stjórnvöld til saka vegna upploginnar afneitunar á skuldbindingum sínum.

Þá var gripið til annarra ráða, sem enduðu með SETTLEMENT AGREEMENT sem Alþingi hefur nú til meðferðar.

Ef Alþingi samþykkir ekki Icesave samkomulagið er opin sú leið sem Gordon Brown stefndi að í upphafi:

Að höfða mál gegn íslenzkum stjórnvöldum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.”

senda vini:

Veffang vinar: Þitt nafn:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband