Í gær! Segir stöðu Íslands mun betri en hún virðist vera! Rekum AGS!

Vísir, 29. júl. 2009 12:30

Segir stöðu Íslands mun betri en hún virðist vera

mynd

Staða Íslands er mun betri en virðist í fyrstu sýn. Þetta segir blaðamaður The Daily Telegraph og furðar sig á því hvers vegna matsfyrirtækin færa Ísland í ruslflokk.

Breski blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard segir í grein sem birtist í The Daily Telegraph í vikunni að staða Íslands sé miklu betri en virðist við fyrstu sýn. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna matsfyrirtæki láti enn í veðri vaka, að þau muni lækka lánshæfismat Íslands og færa það í rusl-flokk.

Landið ætti að koma úr hruninu með opinberar skuldir sem 80 til 100% af landsframleiðslu en það er álíka og Bretland. Evans-Pritchard bendir á að Ísland búi við best fjármagnaða lífeyriskerfi heims. Þá telur hann að Íslendingar sem nú horfi vonaraugum til Evrópusambandsins, verði því síðar afhuga.

Evans-Pritchard skrifar um efnahags- og Evrópumál í Daily Telegraph og hefur sýnt Íslandi mikinn áhuga á síðustu árum. Hann segir að Íslendingar muni ná sér fyrr á strik efnahagslega en evru-þjóðirnar.

Menn hafi og muni taka snemma út refsingu sína með gengisfellingu, eins og Bretar gerðu árið 1931, þegar þeir sögðu skilið við gullfótinn, eða þegar pínu þýska marksins lauk árið 1992.

Það eru þeir, sem eru fastir í gildru verðhjöðnunar með föstu gengu, sem bíður hæg köfnun og meiri félagslegur skaði. Alþingi hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður. Pritchet segir storminn muni hins vegar hafa lægt löngu áður en gengið verður til ESB-þjóðaratkvæðagreiðslu eftir tvö eða þrjú ár. Þá mun tímastillta klasasprengja atvinnuleysis hafa sprungið í Evrópu. Reynið þá að selja ESB-vernd segir Pritchet að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Þetta er frábær hjá þér Auðun. Hvar fannstu þetta??  Vil endilega þýða. Svo hverjir segja að það þarf að stokkva strax í EB og taka Evruna upp?

Andrés.si, 30.7.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er nú bara frétt á www.visir.is  frá 29. júlí.

Auðun Gíslason, 31.7.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband