31.7.2009 | 13:23
Rekum IMF/AGS.
Við getum án þessarar innheimtustofnun heimskapítalismans verið. Fellið Icesave-frumvarpið! Eins og lesa má í settlement agreement skjalinu yfirtók FSCS Icesave skuldbindinguna 4. nóvember. Þeir geta stefnt ríkissjóði vegna greiðslunnar. Þá kemur ýmislegt óhreint uppá yfirborðið. Og síðast en ekki síst: Drögum til baka EU umsóknina!
Stöndum nú í lappirnar! Það er orðið ansi langt síðan það gerðist síðast!
Dagur eitt: Rekum IMF/AGS!
Á því hefst raunveruleg endurreisn, ekki endurreisn 2007 þjóðfélagsins, þess kasínó-kapítalisma sem verið er að endurreisa nú!
Stjórnvöld halda í vonina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það er þetta með endurreisnina. Ég held nefnilega að til þess að við getum reist þetta samfélag við í tengslum við tryggari framtíðarsýn þá verðum við einmitt að hafna þessum andskotans þrælasjóði auðvaldsins. Í dag er það greinilegt að stjórnvöld hafa ekki aðra sýn en 2007 kasínó-kapítalismann. Það er mikið talað um viðreisn bankanna og þá helst vegna hungursins eftir fjármagni til stórvirkjana og álvera.
Það er ljóst að verði sá þankagangur virkjaður þá er stutt í endurtekningar á veislunni. Og veislulokin munu verða með afar líkum brag og veislulokin s.l. haust.
Þannig að eftir vandlega íhugun get ég tekið undir þennan pistil þinn.
Árni Gunnarsson, 31.7.2009 kl. 13:42
Takk fyrir, Árni! Mig grunar að IMF/AGS ráði nokkuð meiru um stefnu stjórnarinnar en uppskátt er látið. You ain't seen nothing yet! Þetta er bara byrjunin á kúguninni!
Auðun Gíslason, 31.7.2009 kl. 14:36
Sæll aftur Árni! Já, gott að það er búið að koma tengingunni í lag!
Auðun Gíslason, 31.7.2009 kl. 14:45
Þú hefur nú varla þurft að íhuga þetta lengi. Er í samhljómi við skoðanir sem þú hefur viðrað.
Auðun Gíslason, 31.7.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.