Og fæst þá syndaaflausn, og kannski líka bréf?

Þar sem ég er að lesa um ævi Lúthers fer ekki hjá því að ýmislegt sem ber við í lífi þjóðarinnar minni á umhverfi munksins, sem setti valdabatterí Vatíkansins í vandræði.  Engan hef ég þó fundið í hlutverk umbótamannsins Marteins enn. 

Nú vill Steingrímur, að afglapar og dansfífl Mammonsorgíunnar biðjist fyrirgefningar á brotum sínum gegn þjóðinni.  Hvort Steingrímur ætlar að selja þeim aflátsbréf er ekki vitað.  Kannski má öngla saman uppí Icesave skuldina þannig.

Ýmsir láta sem  sumir þátttakendur í orgíudansinum eigi sér einskonar góðverka innistæðusjóð og sjálfsagt sé að þeir fái að taka útúr sjóðnum.  Þar með sé þeim fyrirgefningin tryggð.Ekki er mér kunnugt um í hvaða sparisjóði þennan góðverkareikning er að finna.  Á dögum Lúthers var því trúað að á himnum væri þessi sparisjóður.  Kannski hann hafi farið í þrot í haust.

Allt er þetta að verða eitt undarlegt leikverk.  Í stað þess að setja  meinta brotlega í tukthús meðan mál þeirra eru rannsökuð og síðan send fyrir dómstóla, er farið fram á að þeir biðjist afsökunar.   


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband