28.8.2009 | 20:38
Jón Magnússon? Heheheh....
Sumir segja hann hæfastan! En ef Jón, faðir Jónasar Fr. í Fjármálaeftirlitinu, er hæfastur, þá er ég páfinn í Róm. Jónas gerðist sérstakur fjölmiðlafulltrúi Landsbankans, þegar ljúga skyldi Icesave inná Hollendinga. Kannski gerir það pabbann hæfari en annað fólk til að rannsaka bankana.
Hinir ósnertanlegu eru nánast aðdáunarverðir í ósvífni sinni. Slíkum hæðum hefur forstokkun þeirra náð!
Ferfalt húrra fyrir Kjartani Gunnarssyni og Jóni! Þetta er náttúrulega tær snilld!
11 sóttu um saksóknaraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona virkar fjórskipti einflokkurinn.
Baldur Fjölnisson, 28.8.2009 kl. 20:53
Já, segjum bara já og amen!
Auðun Gíslason, 28.8.2009 kl. 21:05
Ég segi nú aldrei amen nema kúmen fylgi líka.
Þetta sem við sjáum núna er endanlegt gjaldþrot ríkisvaldsins. Það hlaut alltaf að enda á allsherjar þjófnaði. Á endanum þegar erfitt er orðið að ljúga keðjubréfaskímin áfram þá krafsar hver til sín það sem hann getur.
Núna ætti allt að vera nánast ókeypis. Allt er gjörsamlega yfirmettað af framleiðslu heims sem er að drukkna í offramleiðslugetu. En samt er verið að reyna að svíkja fram verðbólgu með enn frekari skuldapappíraframleiðslu. Ég get bara skorað á anarkista að koma á fót fleiri fríbúðum.
Baldur Fjölnisson, 28.8.2009 kl. 21:25
Svarta fánann á loft!
Auðun Gíslason, 28.8.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.