30.9.2009 | 20:27
Meint kaup ríkisins á Glitni fyrir ári.
Fréttamenn endurtaka sömu sögufölsunina aftur og aftur, að íslenska ríkið hafi keypt Glitni fyrir ári. Hið rétta er að Fjármálaeftirlitið yfirtök bankann í óþökk fyrrum eigenda hans. Þetta hefur verið gagnrýnt æ síðan. Hér frétt rúv af málinu á sínum tíma. Ekki beint samhljóða fréttaflutningi rúv á ársafmæli hrunsins:
Fjármálaeftirlitið yfirtekur Glitni
Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir rekstur Glitnis og skipað sérstaka skilanefnd um rekstur bankans. Kaupþing hefur rætt við Fjármálaeftirlitið um aðkomu Kaupþings að uppstokkun Glitnis. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, telur að samningur um 84 milljarða hlutafjáraukningu í Glitni standi enn.
Fjármálaeftirlitið hafi hinsvegar ekki svarað erindinu og hluthafafundur hefur ekki verið boðaður.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í Kastljósi í gærkvöld að Glitnir þyrfti að vera starfhæfur banki ef ríkið ætti að standa við hlutafjárloforðið.
Nú hefur Fjármálaeftirlitið tekið yfir bankann og því liggur í augum uppi að bankinn er í greiðsluþroti. Þorsteinn Már stendur hinsvegar enn í þeirri trú að ríkið standi við sinn hlut. Hann telur að hluthafafundur verði haldinn og ríkið sé skuldbundið til að borga þessa peninga inn í bankann.
Þorsteinn Már segir inngrip Seðlabankans í Glitni hafa veikt stöðu íslenska fjármálakerfisins og haft bein áhrif til hins verra. Hann gagnrýnir Davíð Oddsson Seðlabankastjóra, sem hann segir hafa komið gengisvísitölunni úr 115 í 220 á nokkrum mánuðum hafi ekki betra eftirlit með peningamálastefnunni sen svo að nú séu tveir bankar gjaldþrota. Það segir dálítið um stjórnunarhæfileika þeirra í Seðlabankanum. Þegar hann er spurður um stjórnunarhæfileika stjórnenda í Glitni sem hafi fjárfest og skuldsett bankann gríðarlega þegar lalt lék í lyndi, og hvort þeir hefðu ekki átt að sjá þetta fyruir segir Þorsteinn það ljóst að bankinn hafi verið skuldsettur en hann hafi líka átt miklar eignir sem hefði verið hægt að vinna úr á annan hátt en var gert.
Skjótt skipast veður í lofti í bankaheiminum þessa dagana. Nú vinna fornir fjendur úr eignum Glitnis að næturlagi að því er virðist. Kaupþing greindi frá því í morgun að viðræður hefðu átt sér stað í nótt milli Kaupþings og fjármálaeftirlitsins um aðkomu Kaupþings að uppstokkun eigna og skulda Glitnis, eins og Kaupþingsmenn orða það. Már Mássson, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir að skýrt hafi komið fram hjá skilanefnd fjármálaeftirlitsins að engin breyting yrði á starfsemi Glitnis hérlendis, starfsmenn bankans og yfirmenn myndu starfa áfram hjá bankanum.
frettir@ruv.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.