Dansi, dansi dúkkan mín...

"Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að þessi tölvusamskipti ættu að geta varpað ljósi á hvernig staðið var að kynningu Icesave málsins fyrir utanríkisráðherra í mars á síðasta ári. Þessir tölvupóstar væru til og hún sagðist ekki trúa öðrum en að þeir verði birtir, nema það sé eitthvað í þeim sem stjórnvöld vilja ekki að koma fyrir almenningssjónir.

Ólöf sagði að það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að ljúka Icesave-umræðunni þegar búið væri að birta þessi gögn."  Mbl.

Ekki virðist nú ástæðan fyrir þessu brölti hrunflokkanna mikil hafi Ólöf rétt fyrir sér!  Ekki önnur en spunalist lýðskrumara!


mbl.is Vilja sjá tölvupóstana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólöf Nordal, er hún ekki dóttir hans Jóhannesar sem einu sinni vann í Seðlabankanum og "lenti í því" að kallinn hennar varð forstjóri á Íslandi fyrir einhverja bræðslupottorma í útlöndum?

Iss, hún hlýtur að eiga alveg skítnóga peninga til að borga þetta skitirí fyrir Landsbankastrákana sem lentu í ani með að borga það sem þeir fengu lánað þarna í útlandinu.

Árni Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Rétt Árni.  Jóhannes vann sér það líka til "frama" að vera einn af þeim sem aðstoðuðu Eimskips-elítuna viða að knésetja Hafskip og Útvegsbankann.  Sat leynifundi þar sem bankamenn voru þvingaðir til að selja eignir Hafskips til Eimskips á smánarverði/hálfvirði.  Þar var ríkisbankinn látinn afhenda vildarvinum eignir fyrir lítið.  Gömul saga og ný.  Þetta m.a. setti Útvegsbankann í vandræði.  En skítt með það.  Ríkið var látið borga og gera hina ríku enn ríkari.

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband