30.12.2009 | 14:43
Dansi, dansi dúkkan mín...
"Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að þessi tölvusamskipti ættu að geta varpað ljósi á hvernig staðið var að kynningu Icesave málsins fyrir utanríkisráðherra í mars á síðasta ári. Þessir tölvupóstar væru til og hún sagðist ekki trúa öðrum en að þeir verði birtir, nema það sé eitthvað í þeim sem stjórnvöld vilja ekki að koma fyrir almenningssjónir.
Ólöf sagði að það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að ljúka Icesave-umræðunni þegar búið væri að birta þessi gögn." Mbl.
Ekki virðist nú ástæðan fyrir þessu brölti hrunflokkanna mikil hafi Ólöf rétt fyrir sér! Ekki önnur en spunalist lýðskrumara!
![]() |
Vilja sjá tölvupóstana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ólöf Nordal, er hún ekki dóttir hans Jóhannesar sem einu sinni vann í Seðlabankanum og "lenti í því" að kallinn hennar varð forstjóri á Íslandi fyrir einhverja bræðslupottorma í útlöndum?
Iss, hún hlýtur að eiga alveg skítnóga peninga til að borga þetta skitirí fyrir Landsbankastrákana sem lentu í ani með að borga það sem þeir fengu lánað þarna í útlandinu.
Árni Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 20:14
Rétt Árni. Jóhannes vann sér það líka til "frama" að vera einn af þeim sem aðstoðuðu Eimskips-elítuna viða að knésetja Hafskip og Útvegsbankann. Sat leynifundi þar sem bankamenn voru þvingaðir til að selja eignir Hafskips til Eimskips á smánarverði/hálfvirði. Þar var ríkisbankinn látinn afhenda vildarvinum eignir fyrir lítið. Gömul saga og ný. Þetta m.a. setti Útvegsbankann í vandræði. En skítt með það. Ríkið var látið borga og gera hina ríku enn ríkari.
Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.