Á nú að gera það tortryggilegt?

Ólafur er ekki sá fyrsti í þessu embætti sem tekur sér frest til að skrifa undir.  Hér er greinilega verið að strá fræjum tortryggni. 

Og meðal annarra orða:  Voru Sjálfgræðismenn ekki búnir að margsanna að forsetinn hefði ekki rétt til að neita að skrifa undir?  Og vísa málum til þjóðarinnar?  Hvert stertimennið í þingliði Davíðs Oddjob sannaði það í bak og fyrir í umfjöllun um fjölmiðlalögin! 

Stundum bannað og stundum ekki?


mbl.is Engin ákvæði um frest forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hvað álítur þú að forsetinn geri - Auðunn ?

Benedikta E, 31.12.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Benedikta E

Auðun - átti það að vera eða er það ekki rétt ?

Benedikta E, 31.12.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Mín skoðun er sú, að forsetinn eigi að skrifa undir og rökstyðja það vel og vandlega!

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þannig Auðunn að þér finnst bara allt í lagi að annarra manna skuldum sé troðið á okkur að borga... hvort sem við getum eða ekki.... vitandi það að Einkabanki og einkaeigendur hans eiga þessa skuld... vitandi það að þessir einkaeigendur eru einhverstaðar að hlæja feitt yfir þessari undankomu frá að þurfa að borga sjálfir....  Þetta Icesave á ekki og er ekki flokka mál... Það eru nöfn á bak við þessa banka og hvaða stjórnmálaflokka þeir kjósa á ekkert að koma þessari ICESAVE skuld við.... og hana nú..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 16:57

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Fyrirgefðu Auðun.. vildi hafa þig með tveimur ennum en er eitt.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 16:59

6 identicon

Auðunn, borgaðu þetta bara ekki ætla ég að gera það.

ÞJ (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 18:18

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Nei. Ingibjörg, mér finnst það ekki í lagi!  En bankarnir störfuðu með leyfi íslenskra stjórnvalda, og á ábyrgð þeirra.  Sem sagt á ábyrgð íslenska ríkisins.  Meirihluti þjóðarinnar kaus þessi stjórnvöld yfir okkur.  Skv. lögum og reglum sem íslensk stjórnvöld hafa samþykkt ber íslenska ríkið ábyrgð á innistæðutryggingum, einsog þær reglur eru túlkaðar af ESB.  Við lifum í heimi þar sem ríkir alræði heimskapítalismans.  Niðurstaðan er sú að okkur ber að bæta innistæðueigendum skaðann að  hluta.  Svo má ræða hina siðferðilegu ábyrgð, og þau siðferðislegu reikniskil sem þjóðin þarf að fara í.  Að klára Icesave er hluti af því!

Eigum við svo að ræðpa aðrar byrgðar sem hafa lent á þjóðinni eftir hrunið.  Má þar nefna 400 milljarða skaðann af gjaldþroti Seðlabankans vegna mistaka bankastjóranna.  Geriði svo vel!  Hvern eigum við að rukka um þá peninga?

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 18:48

8 identicon

Og Auðunn, og síðan hvenær hafið þið Sjálfstæðismenn sýnt að þið hafið haft rétt fyrir ykkur?  Af hverju ætti 70% þjóðarinnar að beygja sig undir skoðanir ykkar og hvað þá taka þátt og eða samþykkja einhvern drulluslag ykkar og annarra flokka í gegnum tíðina?  Nú mælist þið Sjálfstæðisflokkurinn með 35% fylgi sem dugar ekki í nema helming þess sem krefst þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það er langt því frá nægur meirihluti til að taka ráðin af meirihluta þjóðarinnar.  Furðulegt að núverandi stjórnvöld hafa enga sjálfstæða stefnu og segjast fylgja fyrrverandi stefnu Sjálfstæðisflokksins í einu og  öllu.  Merkilegur andskoti.  Og samkvæmt nýjustu könnun um traust almennings til stofnana og fyrirtækja, þá njóta þessir tréhestar og mannvitsbrekkurnar á þingi traust heils 12% landsmanna.  Er klár á að Vélhjólaklúbburinn Fáfnir myndi fá betri útkomu.  Með fullri virðingu fyrir þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 15:34

9 identicon

Auðunn.  Hef séð að þú ert afar yfirlýsingaglaður maður, og oftar en ekki með neinar heimildir máli þínu til stuðnings.  Endilega gerðu betur og finndu orðum þínum stað um "Að það er verið að sá fræum tortyggni" þegar hreinum sannleiknum er haldið á lofti?  Eitthvað sem öllum fjölmiðlum er skilt að gera, en gengur misvel, sér í lagi fyrir þá sem fylgja stjórnvöldum.

"Á 10 ára afmæli kvennafrídagsins í október 1985 dró Vigdís Finnbogadóttir í nokkrar klukkustundir að staðfesta lög um bann við verkfalli flugfreyja. Þá lék allt á reiðiskjálfi innan ríkisstjórnarinnar. Nú láta þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eins og ekkert sé eðlilegra en forseti Íslands dragi lappirnar, þegar lög eru lögð fyrir hann til staðfestingar. Steingrímur J. heldur uppteknum hætti í virðingarleysi sínu fyrir því, sem er satt og rétt, þegar hann segir í síðdegisfréttum RÚV, að það hafi „oft gerst áður“, að forseti taki sér frest við að rita undir lög."

http://www.bjorn.is/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 15:48

10 Smámynd: Auðun Gíslason

Fjandinn fjarri mér, Gunnar!  Ertu að reyna að vera fyndinn?  Segir mig Sjálfstæðismann!  Annað hvort ertu svona kaldhæðinn/fyndinn eða að það hefur verið of gaman hjá þér í gær!

Björn hefði átt að gera því skil, að þegar yfirvaldið vildi stoppa verkfall flugfreyja, þá lá á að stöðvað það strax.  1/2 mánaðar svigrúm forsetaembættisins var heldur óheppilegt.  Ríkisstjórninni lá á.  Annað Vigdísi fannst óþægilegt að undirrita lögin þennan dag, og gerði það reyndar strax um miðnætti á nýjum degi (að mig minnir).  Skv. lögum hefur forseti 1/2 mánaðar svigrúm til umhugsunar og yfirlegu og ekkert óeðlilegt við að hann nýti  sér hann!  Þetta mál er flókið, og afleiðingarnar þarf að meta, hvort heldur skrifað er undir eða lögunum vísað til þjóðarinnar

Auðun Gíslason, 1.1.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband