13.11.2010 | 16:43
...í skjóli nafnleyndar?
Gleymast alltaf þeir sem skrifa undir nafni og láta frá sér á bloggum sínum ótrúlegust ummæli um fólk, sem ekki er þeim sammála. Menn sem ætlast til að tekið sé mark á þeim í umræðunni úthúða fólki með orðfæri götustráksins! Og svo mætti tala um eineltið sem umræðu-"elítan" leggur stund á. Að sinni skulu þessir menn og konur ekki nafngreind, en aðeins tekin smádæmi um það, sem þau láta sér sæma: "Jóhanna Sigurðardóttir hugsar með rassgatinu." "Þú er bara einfeldningur og fíff" og "hann er bara einfeldningur og kjáni að halda þessu fram, les ...að vera ekki sammála mér." "Kommúnisti" er geysilega vinsælt og talið til marks um að viðkomandi sé ekki viðræðuhæfur, og skiptir þá engu máli, að hann/hún sé ekki einu sinni til vinstri í pólitík! "Þetta sem þú segir skiptir ekki máli í umræðunni." Stórbokkar elítunnar, sem hafa vörumerkið "ÉG", en ekki "ég" telja sig þess umkomna að ákveða þetta allt saman og þeir ráði hvað skiptir máli! Og svo má ekki gleyma fúkyrðum einsog "föðurlandssvikari og landráðamaður", sem er sérstaklega vinsælt. Og svo "gyðingahatari", það eru allir sem gagnrýna framferði síonistanna í Ísrael!
Þetta eru bara svona mjög væg dæmi um hvernig "nafntogaðir" úthúða samborgurum sínum. Hámenntaðir og gáfaðir telja alveg sjálfsagt að hegða sér einsog götustrákar og hellisbúar, og jafnvel verri en þeir sem skrifa ekki undir nafni!
Óhefluð umræðumenning Íslendinga í netheimum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2010 | 13:12
Eru völd ópíum fyrir forystu vinstrimanna á Íslandi?
Verst að núverandi ríkisstjórn réttir alþýðunni fingurinn af sömu áfergju og ríkisstjórnir síðustu 20 ára. Ríkisstjórnir Sjálfgræðisflokksins. Er nema von að flótti sé brostinn á grasrótina í Vg!
Eru völd ópíum fyrir forystu vinstrimanna á Íslandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2010 | 15:15
Neyðarstjórn, takk!
Áttu fund með Jóhönnu og Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2010 | 15:13
Neyðarstjórn er það sem þarf í landinu!
Fleiri sækja um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2010 | 11:40
Þörf er á utanþingsstjórn.
Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem vandamál samfélagsins eru. Kjarklaus og huglaus! Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi. Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við. Málin verður að leysa. Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn! Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga. Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/
Neyðarstjórn eða kosningar - yfirlýsing frá þingmönnum Hreyfingarinnar.
Sú mesta efnahagsvá sem samfélaginu stafar hætta af í dag er skuldavandi íslenskra heimila. Undanfarna viku hafa þingmenn Hreyfingarinnar tekið þátt í fjölda samráðsfunda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, öðrum þingmönnum og hagsmunaaðilum til að kanna hvort raunverulegur vilji sé til að leysa málin. Þrátt fyrir að fyrir liggi leiðir til lausnar sem gagnist mjög skuldugum heimilum án kostnaðar fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur, er ríkisstjórnin ekki fær um að leysa úr málinu með sanngjörnum og réttlátum hætti. Ríkisstjórnin hefur nú endanlega sýnt að hún getur ekki stjórnað landinu með almannahag að leiðarljósi og hlýtur því að vera komin að leiðarlokum.
Vegna þeirrar alvarlegu stjórnarkreppu sem nú ríkir og útilokað er að Alþingi geti leyst, leggja þingmenn Hreyfingarinnar fram eftirfarandi tillögur sem lúta að tímabundinni neyðarstjórn landsins (þingmanna og/eða utanþingsmanna) í stað núverandi ríkisstjórnar samkvæmt eftirfarandi forskrift.
1) Forsætisráðherra skilar inn umboði sínu til forseta Íslands.
2) Forseti Íslands kannar hvort þingmeirihluti sé fyrir því að verja slíka neyðarstjórn vantrausti verði henni komið á.
3) Sé slíkur meirihluti ekki fyrir hendi verði boðað til Alþingiskosninga.
4) Sé slíkur meirihluti fyrir hendi gerir forseti Íslands tillögu að neyðarstjórn. Tillaga forseta Íslands getur annað hvort falist í uppástungu að forsætisráðherra sem velji sér samráðherra eða tillögu að öllum ráðherrum slíkrar ríkisstjórnar.
5) Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um tillögu forseta Íslands að neyðarstjórn. Kosið verði um neyðarstjórnina í heild sinni. Verði henni hafnað verið boðað til Alþingiskosninga.
6) Verði tillagan samþykkt starfar neyðarstjórnin þangað til stjórnlagaþing hefur lokið störfum og Alþingi afgreitt frumvarp um nýja stjórnarskrá. Að því loknu verði boðað til Alþingiskosninga.
7) Neyðarstjórnin skal fá til liðs við sig færustu sérfræðinga. Í störfum sínum notist neyðarstjórnin við þjóðaratkvæðagreiðslur til að skera úr um brýn ágreiningsmál.
Verkefni neyðarstjórnar yrðu m.a.:
a) Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna.
b) Opinber lágmarks framfærsluviðmið.
c) Fjárlög.
d) Lýðræðisumbætur.
e) Endurskoðun á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Eftirfarandi er svo tekstinn á síðunni http://utanthingsstjorn.is/
Áskorun
Alþingi nýtur ekki trausts nema 9% þjóðarinnar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Stjórn og stjórnarandstaða eru ráðþrota og gagnslaus. Þjóðstjórn kemur ekki til greina og alþingiskosningar eru tilgangslausar því stjórnmálaflokkar hafa mótað valdakerfið eftir eigin þörfum og vilja engu breyta.
Utanþingsstjórn er því eini raunhæfi möguleikinn í stöðunni. Í svipaðri stöðu, árið 1942 þegar síðast stóðu fyrir dyrum miklar stjórnarskrárbreytingar og ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn, myndaði Sveinn Björnsson utanþingsstjórn til bráðabirgða. Við skorum á forsetann að skipa slíka stjórn áður en það ófremdarástand sem nú er uppi kallar yfir þjóðina enn alvarlegri afleiðingar.
Við undirrituð skorum á forseta Íslands að skipa landinu utanþingsstjórn sem tryggt verður að njóti stuðnings og samþykkis þjóðarinnar.
Utanþingsstjórnin skyldi svo fyrst og fremst einbeita sér að því að leysa brýnustu vandamál samfélagsins. Heimili landsins líða fyrir vanhæfi stjórnmálastéttarinnar og því ætti eftirfarandi að vera í forgangi:
- Það þarf að setja neyðarlög til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem tekur mið af tillögum hagsmuna- og faghópa.
- Utanþingsstjórnin hefur auk þess það verkefni að vinna að skynsamlegum og raunhæfum langtímalausnum á skuldavanda heimilanna.
- Þar sem atvinnumissir er orðið stórt vandamál er það ekki síður brýnt verkefni utanþingsstjórnarinnar að vinna að uppbyggingu atvinnuveganna á skynsaman og raunhæfan hátt um allt land.
- Gagnger endurskoðun á efnahagsstefnu landsins. Þ.m.t. samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Miða skal við að utanþingsstjórn hafi að lágmarki sex mánuði til að klára þessi verkefni en æskilegt væri að hún hafi lokið störfum er ný stjórnarskrá liggur fyrir enda verður þá boðað til kosninga út frá fyrirkomulagi nýrrar stjórnarskrár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2010 | 14:00
Við viljum utanþingsstjórn. Ég skora á forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn nú þegar.
12.10.2010 | 22:34
Mikill innheimtuvandi fjármálafyrirtækja! Hagsmunasamtök Heimilanna.
Hagsnunasamtók Heimilanna:
"Í nýlegri skýrslu AGS er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Þar eru m.a. tvö meðfylgjandi gröf. Það fyrra sýnir hlutfall lána sem eru það sem nefnt er NPL (Non-performing Loans) þ.e.a.s. lán sem eru í vanskilum (NPL eru lán sem eru í 90 daga vanskilum eða meira). Þetta hlutfall er hvorki meira né minna en 63% samkvæmt línuritinu. Í Febrúar 2010 virðast þetta hafa tekið að aukast lítillega. Hugsanlega tengist það greiðsluverkfalli HH en það þarf þó ekki að vera.
Aðeins 37% lána eru samkvæmt þessu í skilum...."
Greinin í heild:
http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/58-frettir/1027-mikill-innheimtuvandi-fjarmalafyrirtaekjaStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2010 | 21:24
Aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og "Íslenski stjórnunarstíllinn!"
29.6.2009 | 14:54
"30.4.2007 | 09:59
Íslenski stjórnunarstíllinn !
Í síðustu viku fór ég til London og heimsótti ásamt samnemendum mínum í MBA við Háskóla Íslands, þrjú af þeim íslensku útrásarfyrirtækjum sem starfa í Englandi og hafa verið að gera það gott á undanförnum misserum. Við vorum svo lánsöm að helstu stjórnendur þessara fyritækja tóku á móti okkur, gáfu okkur dýrmæta innsýn í reksturinn og leyfðu okkur að spyrja sig spjörunum úr um þá ævintýralegu velgengni sem þessi íslensku fyrirtæki hafa upplifað að undanförnu.
Jafnvel þó mikið hafi verið fjallað um íslensku útrásarfyrirtækin í íslenskum fjölmiðlum verð ég að viðurkenna að árangur þessara fyrirtækja og umfang þeirra í bresku efnahagslífi kom mér verulega á óvart. Göngutúr eftir Oxfordstræti, þar sem búðir Baugs eru nánast alltaf í augsýn segir að vísu mikla sögu, en þegar fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna hjá íslensku fyrirtækjum í Bretlandi er skoðaður kemur í ljós að þeir eru komnir vel á annaðhundrað þúsundið 120.000 var talan sem ég heyrði þarna úti. Á íslenskum vinnumarkaði skilst mér hinsvegar að séu uþb 180.000 vinnandi einstaklingar. Með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða að starfsmenn íslenskskra fyrirtækja í Bretlandi verði fleiri en allir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði !
Annað sem mér fannst athyglisvert og var sem rauður þráður í máli stjórnenda þeirra fyrirtækja sem við hittum, var hversu mikilvægur þáttur í árangri íslensku útrásarfyrirtækjanna hinn íslenski stjórnunarstíll var. Íslenski stjórnunarstíllinn er að vísu ekki það orð sem viðmælendur okkar notuðu, en allir lýstu þeir svipuðum eiginleikum eða aðferðafærði sem mér finnst vel meiga kalla þessu nafni. Stuttar boðleiðir í æðstu stjórnendur, þáttaka þeirra í öflun og ræktun viðskiptasambanda, áræðni og just do it hugarfar í flestu tilliti. Auðvitað ekki nein ævintýramennska eða fífldyrfska, heldur fagleg vinnubrögð með krafti og áræni frumkvöðulsins.
Þegar haft er í huga að íslensku útrásarfyrirtækin standa andspænis stofnanavæddu nýlenduskipulagi bresks efnahagslífs er maður ekki undrandi á að íslenski stjórnunarstíllinn nái yfirhöndinni. Þessari staðreynd eru æ fleiri að átta sig á og þess vegna sækjast æ fleiri eftir samvinnu og viðskiptum við íslensku útrásarfyrirtækin. Íslenski stjórnunarstíllinn nýtur orðið trausts og vinsælda og mun sjálfsagt komast í tísku áður en langt um líður. Það má því með góðu móti halda því fram að nýjasta og mikilvægasta útflutningsvara okkar Íslendinga sé stjórnunarþekking. Á þeirri þekkingu eru íslensk fyrirtæki á uþb 10 árum búin að nánast tvöfalda mannaflan sem vinnur undir íslenskum merkjum og skilar þjóðarbúinu tekjum."
"Pælum í því !"
4.10.2010 | 12:19
Skríllinn haldi sig fjarri. Er þetta skríllinn?
3.10.2010 | 17:11
Alþingi hefur um tvennt að velja.
Morgundagurinn verður bestur!
Nú set ég eftirfarandi fram í nafni Morgundagsins: Alþingi hefur um tvennt að velja. Að fara að kröfum þjóðarinnar, sem kristallast ágætlega í nýjasta útspili Framsóknarflokksins (sic). Hinn kosturinn er, að Alþingi verði sett af í blóðugri uppreisn!Hugmyndir mínar að kröfum á hendur Alþingis:
1. Að heimilunum verði bjargað úr þeirri skuldakreppu sem þau eru í, og stafar af verðbólgu áranna 2008-2009, og gengisfallinu. Uppboðin verði stöðvuð þegar í stað. Afskriftir verðtryggðra lána um 20-30%. Gengislánin verði sett á sanngjarna vexti. Núverandi lausn er ekki sanngjörn.
2. Atvinnulífinu verði komið til bjargar úr sömu skuldakreppu, og því hjálpað til að komast af stað. Að viðbættum sömu úrræðum og fyrir heimilin þarf að leysa bankana undan þeim lánahemli sem er í SÍ. Endurreisn atvinnulífsins byggist ekki á stóriðju í eigu útlendra auðhringja!
3. Verðlag í landinu verði rannsakað. það er gersamlega óskiljanlegt,ef miðað er við verðlag í nágrannaríkjunum, t.d. Bretlandi (þá miða ég ekki við verðlag í "fínu" götunum í London. Og ekki við verðlag í lúxussjobbum. Hvað er álagningin orðin há hér á landi? 100-200%?
4. Skilanefndir bankanna verði leystar frá störfum. Bankasýsla ríkisins verði endurskipulögð. Bankarnir starfi á forsendum þjóðarinnar og þjóni þjóðfélaginu! Bankasýsla ríkisins sjá til þess eftir endurskipulagningu hennar!
5. Umboðsmaður skuldara starfi fyrir skuldara, en ekki á forsendum lánastofnana!
6. Umboðsmaður barna gæti mannréttinda barna, sem nú eru þverbrotin með því að þau eru gerð heimilislaus. Á Íslandi eru börn, sem fara svöng í háttinn á kvöldin! Ekkert heyrist í svokölluðum umboðsmanni barna!Þetta er einhver mest skömm sem hvílir á íslensku samfélagi í dag.
7. Tilboðsleiðin verði sú leið sem valin verður við endurskoðun á skipulagi fiskveiða við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar verði gerðar frjálsar!
8. Skattleggja verður innistæður séreignarlífeyrissjóða og inngreiðslur eftir það.
Svona mætti halda lengi áfram, en ég hef í bili lagt fram mínar kröfur. Og mun halda því áfram, og er fullkomlega tilbúin að mæta ofbeldi valdatækis yfirstéttarinnar, lögreglunnar. NIÐUR MEÐ AUÐVALDIÐ!-LIFI BYLTINGIN!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2010 | 23:10
Hópmálsókn Samtaka lánþega.
Vondandi að Samtök lánþega ráði ekki Gísla Baldur Garðarson til starfa fyrir sig. Hverjum dettur annars í huga að ráða hann sem lögfræðing í máli gegn auðvaldsbatteríi. Gísli Baldur er innmúraður og gegnheill....
http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/# Skoðið undir: Annar rökstuðningur.
Á þriðja hundrað í hópmálssókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2010 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2010 | 17:06
Nú skulum við bara fleygja Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á haugana!
Það er alveg greinilegt, að stór hluti stjórnmálamanna, álitsgjafa og bloggara vill ekkert gera með niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það sést best á umræðunni um niðurstöður Atla-nefndarinnar og Landsdóminn. Umræðan um lögin um Landsdóminn eru á sömu nótum og um neitunarvald forsetans í kringum fjölmiðlalögin fyrri. Þá vildu sumir túlka stjórnarskránna eftir sínum hentugleika. Sama á við um lögin um Landsdóminn nú. Enginn, endurtek enginn, hafði áður gert þessar athugasemdir um lögin! Þau voru síðast endurbætt 2008 og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins útnefndi nýjan fulltrúa sinn í hann síðastliðinn vetur!
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að ákveðinni niðurstöðu um vanrækslu og afglöp stjórnmálamanna og embættismanna. Og það komu líka vísbendingar um hina og þessa vafasama fjármálagerninga. Nú vill enginn gera neitt með þessar niðurstöður og reyndar túlka þær eftir sínum hentugleika! Engin skal sæta ábyrgð. Enginn kannast við ábyrgð. Enginn gerði neitt rangt. Engin vanræksla og engin afglöp. Hér var sem sagt allt í lagi, þangað til að ó,ó, það varð hrun. Það er engum að kenna, ekki innanlands altént, nema kannski Sigurði Einarssyni og Sigurjóni Árnasyni. Og þeir búa í útlöndum. Hér varð allt vitlaust, þegar Sérstakur Saksóknari vogaði sér að handtaka nokkra grunaða fjármálaafglapa! Hvílíkur dónaskapur, sögðu menn! Vildu að Sérstakur biði hinum virðulegu fjármálamönnum í létt spjall yfir kaffi og vínarbrauði, og kannski líka rjómatertu! Ofan á allt fékk hann Interpól til að gefa út handtökuskipun á einn, sem mátti ekki vera að því að mæta í kaffisopann og vínarbrauðið! Hvílík ósvífni! Rekum bara Sérstakan! Við skulum sko ekki benda fingri á neinn, ekki einn!
Við skulum ekki persónugera, sagði Geir! Hér var þjóðlífið sokkið upp fyrir eyru í spillingu og siðleysi! Stjórnmála- og embættismenn vanræktu skyldur sínar við þjóðina! Nú virðist bara allt hafa verið í lagi! Við skulum bara ekki persónugera eitt né neitt. Og við skulum bara trúa því, að hér hafi ekki verið nein spilling eða siðleysi, einsog við gerðum áður. Við skulum bara öll vera góð!
Hér gerði enginn neitt af sér, nema kannski einn eða tveir glaumgosar, Jón Ásgeir og Björgólfur Thor! Að öðru leyti erum við öll jafn saklaus og með tandurhreina samvisku, líkt og nýborið Jésúbarnið. Hér hefur enginn gert neitt af sér, nema helst núverandi ríkisstjórn og svo þessi Atli þarna!
Þessvegna þarf ekki að kalla neinn til ábyrgðar og ekkert uppgjör að fara fram. Og enginn siðbót þarf að verða vegna þess að siðferð okkar hefur alltaf verið svo himinhrópandi gott! Alltaf og á öllum sviðum!
Sem sagt: Við skulum bara fleygja Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á haugana! Við erum fín einsog við höfum alltaf verið, nema kannski Steingrímur og svo þessi Atli þarna!
Ekkert siðleysi, engin afglöp né fjármálaglæpir hafa nokkur tíma átt sér stað á Íslandi, stórasta landi í heimi! Við erum best! Svo góð, siðsöm og heiðarleg!
Krafan byggir á vanþekkingu Ólafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2010 | 11:31
Sjálfsagt að rannsaka, en þá þarf að rannsaka frá upphafi málsins til dagsins í dag!
Sjálfstæðismenn tala gjarnan um Icesave-málið einsog það hafi dottið af himnum ofan 1. febrúar 2009 eða jafnvel að Steingrímur hafi uppdiktað þetta alltsaman af illkvittni sinni! Ef rannsaka á Icesave málið þarf að taka saman á einn stað allan feril málsins. Hvernig staðið var að stofnun þessara reikninga, alla sögu þeirra fram að hruni. Síðan þarf að rannsaka hvernig Árni Matt., Ingibjörg Sólrún, Geir H. og Davíð meðhöndluðu málið eftir hrunið í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þá þarf að meta í hvaða stöðu málið var við stjórnarskiptin. Það er reyndar mjög áríðandi. Þriðji þátturinn er svo, hvernig ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa tæklað það. Og þá þarf líka að hafa í huga aðkomu stjórnarandstöðunnar. Það er nefnilega sitthvað hvernig menn tala á þingfundum og svo í þingnefndum!
Sjálfstæðismenn vilja aðeins rannsaka þátt Steingríms og Jóhönnu, en tala ekki um eigin afglöp í málinu! En það þarf að fá alla sögu þess uppá yfirborðið!
Vilja sérstaka Icesave-rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 18:00
Er íslenska ríkið orðið bótaskylt gagnvart neytendum?
Árið 2001 setti Alþingi lög um vexti og verðtryggingu (minnir mig að lögin séu kölluð). Þar kemur skýrt fram að óheimilt er að tengja lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Síðan þá hafa lánastofnanir lánað á þessum forboðnu kjörum. Hæstiréttur Íslands dæmdi lánin ólögmæt í samræmi við lögin. Nú hefur Hæstiréttur kveðið upp dóm sem verndar lögbrjótana gegn tapi og skellir tjóninu frekar á lántakendur. Í trássi við Neytendalög og tilskipun ESB. Við fyrri dómnum varð ljóst að eftirlitsstofnanir, sem starfa á vegum ríkisins og á ábyrgð þess, brugðust þeirri skyldu sinni að stöðva ólögmæta starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Því liggur beinast við að dæma verði ríkissjóð til að bæta lántakendum tjónið sem þeir hafa hugsanlega orðið fyrir vegna vanrækslu stofnana ríkisins og hins nýja dóms Hæstaréttar Íslands!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 17:45
Er maðurinn eitthvað ruglaður?
Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 12:52
Að berja höfðinu við steininn!
Á alþingi að stofna til atvinnureksturs fyrir Suðurnesjamenn? Þeir eru að sögn Ásmundar búnir að spandera 40 milljörðum í Helguvíkur-ævintýrið. Gátu ekki beðið eftir að athugað væri með orku, hvort hún væri fyrir hendi yfirleitt, gátu ekki beðið eftir að lagaskyld ferli væru kláruð, byrjuðu að byggja höfn og heimta nú meiri peninga úr ríkissjóði í höfnina. En gleyma því að hafnir eru ekki lengur á vegum ríkissjóðs heldur sveitafélaga. Það hefði verið hægt að setja af stað ansi mörg meðalstór og smá fyrirtæki í hinum ýmsu greinum fyrir þessa 40 milljarða! Það er fjöldi fólks með allskyns hugmyndir um atvinnurekstur, sem henta smárekstri, en vantar aðstöðu og peninga! En alltaf er hugmyndaauðginni takmörk sett af einblíni atvinnupólitíkusa á stóriðju! Sem skilar litlu nema skuldum fyrir orkufyrirtækin, sveitafélögin og ríkissjóð.
Hvernig stendur á þessum endalausu vandræðum Suðurnesjamanna í atvinnumálum? Sem hófust nota bene ekki við Hrunið, heldur eiga sér áralanga hörmungarsögu! Hvað varð t.d. af sjávarútvegi á svæðinu? Er enginn smáiðnaður þarna? Eru engin tækifæri í ferðamannaiðnaði með þennan stórkostlega og einstaka Reykjanesfólksvang sem dæmi? Nú þegar loksins fer að hylla undir beina vegatengingu við Suðurland með Suðurstrandarvegi, eru enginn tækifæri fólgin í því? Í móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. O.s.frv.
Vill athafnir í stað orða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 12:15
Hin hreina samviska íslensku þjóðarinnar!
16.9.2010 | 11:29
3,5 milljón Bandaríkjamanna starfar í hergagnaiðnaði.
Yrðu stærstu vopnaviðskipti í sögu Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2010 | 10:38