31.12.2009 | 22:34
Frábær Jóhanna!
Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið sá stjórnmálamaður, sem almenningur telur einna heiðarlegastan úr þeirra röðum. Ólíkt áramótaávörpum síðustu 2ja áratuga var ávarpið innihaldsríkt en ekki innihaldslaust raus um ágæti eigin ríkisstjórnar að mestu. Þjóðin treystir Jóhönnu áfram. Þrátt fyrir óvinsælar aðgerðir og þrátt fyrir Icesave.
Sömu sögu er að segja af Steingrími J. Í dag varð hann í öðru sæti í kosningu um mann ársins. Þrátt fyrir Icesave og þrátt fyrir óvinsælar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Þetta segir mér talsvert um hvað þjóðinni finnst eftirsóknarvert í fari stjórnmálamanna. Þetta segir mér líka talsvert um lýðskrumarana, sem leiða stjórnarandstöðuna. Þeir komust ekki á blað í þessari kosningu, og hafa í könnunum skorað talsvert lægra en Jóhanna og Steingrímur í könnunum á trausti kjósenda.
Um 20% kjósenda hafa að sögn skrifað undir áskorun Indefence-deildar Framsóknarflokksins. Vonandi að allir á listanum séu raunverlegir kjósendur, og að allir á listanum hafi sjálfir sett nafn sitt á listann. Óvíst er um skoðanir undirritara. Kannski eru einhverjir sem sett hafa nafn sitt þar sömu sinnis og ég. Ég er á móti því að við þurfum að borga Icesave en ég veit hinsvegar, að við sitjum uppi með Icesave, hvort heldur okkar líkar betur eða ver. Og ég hef enga trú á að við náum betri samningi verði þessum hafnað. Þá held ég að Bretum og Hollendingum verði einfaldlega nóg boðið, og verði enn harðari í horn að taka. Auk þeirra vandræða sem slíkt myndi valda á öðrum sviðum!
![]() |
Krefjumst ábyrgra fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 12:57
Á nú að gera það tortryggilegt?
Ólafur er ekki sá fyrsti í þessu embætti sem tekur sér frest til að skrifa undir. Hér er greinilega verið að strá fræjum tortryggni.
Og meðal annarra orða: Voru Sjálfgræðismenn ekki búnir að margsanna að forsetinn hefði ekki rétt til að neita að skrifa undir? Og vísa málum til þjóðarinnar? Hvert stertimennið í þingliði Davíðs Oddjob sannaði það í bak og fyrir í umfjöllun um fjölmiðlalögin!
Stundum bannað og stundum ekki?
![]() |
Engin ákvæði um frest forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 12:39
Áskorun: Forsetinn skrifi undir!
Það er alger óhæfa að þjóð á valdi tilfinninga sinna greiði atkvæði um þetta mál! Tilfinningarök íslensku þjóðarinnar eiga ekki við.
Þjóðin er heltekin af aumingjaég hugsunarhætti, ásamt bulli um umsátur vondra útlendinga um hina litlu saklausu þjóð, sem hefur orðið fyrir barðinu á fjárglæframönnum og vondum fólki í útlöndum.
En hvert er sakleysið? Meirihluti þjóðarinnar kaus þau stjórnvöld yfir þjóðina sem sköpuðu þann óskapnað, sem síðan gat af sér Icesafe-ósómann. Og þjóðin stóð hjá með stjörnur í augum. Brjóstið fullt af stolti og augun af aðdáun! Nú vill þjóðin enga ábyrgð bera. Siðleysi þjóðarinnar hefur náð nýjum lægðum í undirskriftarlista Indefefence-útibús Framsóknarflokksins!
Hvar er siðbótin? Hvar er tiltektin? Hvar eru hin siðferðilegu reikniskil þessarar þjóðar? Felst allt þetta í að hlaupa fram afleiðingum gerða sinna?
Að axla ábyrgð á afleiðingum gerða sinna og á eigin lífi eru aðeins skref í endurreisn þjóðarinnar eftir siðferðilega niðurlægingu frjálshyggjuáranna.
Forsetinn á að skrifa undir!
![]() |
Forseti tekur sér frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2009 | 14:43
Dansi, dansi dúkkan mín...
"Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að þessi tölvusamskipti ættu að geta varpað ljósi á hvernig staðið var að kynningu Icesave málsins fyrir utanríkisráðherra í mars á síðasta ári. Þessir tölvupóstar væru til og hún sagðist ekki trúa öðrum en að þeir verði birtir, nema það sé eitthvað í þeim sem stjórnvöld vilja ekki að koma fyrir almenningssjónir.
Ólöf sagði að það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að ljúka Icesave-umræðunni þegar búið væri að birta þessi gögn." Mbl.
Ekki virðist nú ástæðan fyrir þessu brölti hrunflokkanna mikil hafi Ólöf rétt fyrir sér! Ekki önnur en spunalist lýðskrumara!
![]() |
Vilja sjá tölvupóstana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2009 | 21:19
Lýðskrum á lýðskrum ofan!
![]() |
Önnur tillaga um þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 23:48
Líklega jafnfyndið...
...og krafa SjálfgræðsFLokksins um að forsetinn neita að skrifa undir Icesave og vísi þar með málinu til þjóðarinnar. FLokksmenn voru á sínum tíma búnir að sanna að forsetinn gæti ekki neitað að skrifa undir lög frá Alþingi og vísað þeim til þjóðarinnar. Að eigin sögn!
FLokkurinn hefur aldrei fyrr í sögu sinni haft áhuga á, að þjóðin fengi að kjósa um einstök mál í þjóðaratkvæðagreiðslu! Alltaf vísað því á bug.
![]() |
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2009 | 23:57
Í Betlehem er ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 09:57
Með blýant og strokleður?
Einkennilegt hvað mál, sem teljast sjálfsögð og eðlileg allsstaðar annarsstaðar, eru þessari gáfuðu þjóð erfið. Fjölþrepa skattkerfi eru viðhöfð víðast hvar á vesturhveli jarðar, en ekki hér. Það er og flókið, segja embættismenn og sumir stjórnmálamenn. Sama gildir um þjóðaratkvæði. Hér er viðkvæðið, að mál séu of flókin til að hægt sé að greiða um þau atkvæði. Þjóðin sé væntanlega og heimsk til að greiða atkvæði um flókin mál.
Með leyfi að spyrja, hvað er svona erfitt? Og af hverju er þetta erfiðara hér en annarstaðar? Kannski skýringarinnar sé að leita í leti embættismanna. Og, varðandi þjóðaratkvæði, að stjórnmálamennirnir vilji halda valdinu hjá sér.
![]() |
Flóknari og ónákvæmari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009 | 22:45
Nei, heyrðu mig nú!
![]() |
Jórunn stefnir á þriðja sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009 | 22:43
Hver seldi hverjum hvað?
![]() |
Segir bankana selda í heimildarleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |