Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Orðhengilsháttur Íslendinga Dönum að kenna? Jasso?

"Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“  HKL.

mbl.is Íslensk þrjóska vegna nýlendustefnu Dana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú gott!

Ýmislegt getur áunnist með þessum viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu.  Það er fyrst samstaða innanlands í stað þess þrákelknilega óróa sem hér hefur ríkt.  Kannski fást Hollendingar og Bretar að samningaborðinu.  En fyrst þarf að nást samstaða og hún þarf að halda, þannig að menn hlaupist ekki undan merkjum, þegar þeim þykir henta.  Það sést vel á tættri umræðunni hér á blogginu hversu sundruð þjóðin er.  Þessu rugli verður að linna.  Hlutverk stjórnmálamannanna nú hlýtur að vera, að sameina þjóðina og lægja öldurnar.  Hvort sem tekst að draga Hollendinga og Breta að samningaborðinu.  Og hvort sem betri samningur næst.  Aðalatriðið er að þjóðin standi saman.   Þá má ná ýmsu fram, bæði innan lands og utan!


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær gerði Pat Robertson samning við þann í neðra?

Hann virðist hafa upplýsingar úr innsta hring!  Nei, í alvöru talað Pat, er allt í lagi heima hjá þér?
mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða þjóðarinnar væri til bóta! Það eru skætingur og hrokafullar yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar hinsvegar ekki!

Hér hefur verið blásin upp umræða, sem helst lýsir sér í skætingi og misvísandi yfirlýsingum.  Stjórnarandstaðan, hrunflokkarnir sérstaklega, töluðu fagurlega um nauðsyn samstöðu stjórnmálamanna.  Það hefur ekki bólað á þessari samstöðu síðan í sumar.  Þessa dagana senda þingmenn stjórnarandstöðunnar frá sér allskyns misvísandi yfirlýsingar.  Þessar yfirlýsingar hafa einkennst af hroka og yfirlæti.  Reynslu litlir forystumenn stjórnarandstöðunnar virðast telja, að samstaðan eigi að vera á þeirra forsendum eingöngu.  Það er misskilningur.  Samstaðan hlýtur í þessu máli að hafa stefnu stjórnarinnar sem upphafspunkt.  Og síðan að vinna saman í samtölum, ekki í fjölmiðlum, að því að komast að samkomulagi um breytingar á þessari stefnu.  Ef það er mögulegt!

Ríkisstjórnin fékk Icesave-málið í hendurnar frá ríkisstjórn Geirs H. Haarde.  Sú ríkisstjórn hafði reynt sitt besta vil ég segja til að leysa málið við ómögulegar aðstæður.  Undir pressu höfðu ráðherrar, í samráði við ríkisstjórn, undirritað samkomulag og samning.  Þessir samningar hafa í raun verið útgangspunktar viðsemjenda Íslendinga síðan.  Hin umsömdu viðmið (feitletrað hér að neðan) eru holan, sem málið hefur verið í.  (Þrasið um vaxtamálin ætla ég að láta liggja milli hluta, enda hafa menn jafnvel vísað í stýrivexti í ESB til að sanna hversu óheyrilega háa vexti við eigum að borga, skv. Icesave1 og Icesave2).

Fáránlegar yfirlýsingar í anda Ketils Skræks hafa enga þýðingu.  Menn geta verið kokhraustir í lýðskrumi sínu, þegar það á við.  Núna eru ekki tímar fyrir slík stórmennskulæti. Við erum smáþjóð í slæmri stöðu.  Viðsemjendur okkar eru valdamiklar þjóðir með ESB á bak við sig.  Við skulum líka muna, hvað afl og hvað vald, er að baki ESB.  Það er hið alþjóðlega auðvald, sem ræður allri framgöngu mála.  Af efnahagslegu valdi sprettur hið stjórnmálalega vald!

Samningar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir hönd þjóðarinnar 10. október 2008 og 16. nóvember 2008! Þannig hófst samningaferlið!

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

 

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008


mbl.is Jóhanna skilur reiði almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegar hörmungar!

Það hlýtur að vera skelfilegt að vakna upp við að allt leikur á reiðiskjálfi, svo hrynur allt og myrkrið skellur á!  Þetta er hroðalegt!  Nánast allt farið!  Eftir allt sem á undan er gengið í lífi þessarar þjóðar!  Engin orð fá þessu lýst!

Minnumst Haítíbúa og björgunarsveitarmannanna vösku á vettvangi!


Misskilningur NRK!

Við erum að vísu svolítið blönk og skuldug!  En við erum svo sannarlega ekki fátæk þjóð! 
mbl.is Fátæka Ísland fyrst til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin veður elginn í skotgröfunum, en hugsar í þessum dúr:

 

Ég er gull og gersemi,

gimsteinn elskuríkur.

Ég er djásn og dýrmæti,

Drottni sjálfum líkur.

-Solon Islandus 1820-1895

 


Jón Valur er fæddur snillingur, en seint ætlar honum að takast að feta í fótspor Frelsarans!

Jón Valur er fæddur snillingur!  Eftirfarandi fann ég í athugasemdum hjá honum í dag:

"Auðun Gíslason átti hér innlegg, sem ég tek út, þar til hann lofar – og efnir það – að leiðrétta vefsíðu sína, þar sem hann níddi mig að ósekju vegna málefna Ísraels og Palestínu. Þegar ég uppgötvaði ósanninda-níðið, sem fram fór meðan tölva mín var biluð, hafði lokazt á umræðuna á vefsíðunni. Níðið vil ég að verði tekið niður sem fyrst."

Ég sver við allt sem er heilagt, að bilunin í tölvu her-prestsins er ekki mér að kenna!

Innleggið umrædda er af vef Stjórnarráðsins og fjallar um Icesave!

Færslur mínar um málefni facista-ríkisins Ísrael og Palestínu, sem hann vill fá ritskoðaðar, eru margra mánaða gamlar.  Við þær allar stend ég að sjálfsögðu, hvert orð!  Að mig minnir!

Seint ætlar Jóni Val að takast að feta í spor Frelsarans!  En kannski hefur farið framhjá okkur hinum, að hann hafi boðað rækt við hatursfullt hugarfar, þröngsýni, ofstopa og langrækni!


Innlegg í samstöðu stjórnmálaflokkanna? Að vita ekki hvað maður vill!

Sundrungaráróður Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben er greinilega þeirra lóð á vogarskálar samstöðunnar, eða hitt þó heldur!  Það væri fróðlegt að fá að vita hvað þeir vilja, þessir drengir og fylgismenn þeirra.  Þeir heimtuðu þjóðaratkvæði.  Þeir fengu hana og þá vildu þeir ekki þjóðaratkvæði.  Þeir hrökkva í kút, þegar sá möguleiki er ræddur að stjórnin segi af sér.  Þeir vilja völd, en vilja þau þó  ekki.  Þeir vilja samstöðu, segja þeir, en gera svo allt sem í þeirra valdi stendur til að valda sem mestri sundrungu!

Þetta heitir að vita ekki hvað maður vill!


mbl.is Vöruðum við en ekki var hlustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri "forheimskun" af vef Stjórnarráðsins. Um gildi ábyrgðar tryggingarsjóðs, lagalega fyrirvara og dómstólaleiðina.

  

Til að gleðja herprestinn og vini hans, hægri-öfgamennina set ég hér þessar upplýsingar af vef forsætisráðuneytisins.  Vonandi finnst þeim þetta ekki alltof heimskulegt eða forheimskandi!

Athugasemd vegna fjölmiðlaumfjöllunar

11.1.2010

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar um ábyrgð gistiríkja á eftirliti útibúa fjármálastofnana innan sinnar lögsögu er rétt að taka eftirfarandi fram:

Með aðild sinni að EES-samningnum gerðist Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Samkvæmt tilskipunum ESB sem Ísland hefur tekið upp með lögum frá Alþingi gildir eftirfarandi:

  • Banki sem er með höfuðstöðvar í EES ríki stofnar útibú í öðru EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkisins, þar sem höfðustöðvar bankans eru.
  • Banki sem er með höfuðstöðvar í ríki utan EES stofnar útibú í EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs gistiríkisins, þar sem útibúið starfar.

Ljóst er af þessu að þar sem Ísland er EES ríki féllu skyldur vegna trygginga á innlánum í útibúum íslenskra banka í öðrum EES ríkjum á íslenska tryggingasjóðinn. Þótt meginreglan sé einnig sú að eftirlit með því að fjármálastofnun geti greitt út innlán hvíli á heimaríki hefur af hálfu Íslands samt sem áður verið bent á að eftirlitsstofnanir gistiríkis séu ekki undanþegnar eftirlitsskyldum.

Samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi sem Ísland hefur tekið upp er það skylda sérhvers aðildarríkis EES að tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á fót innlánatryggingakerfi, sem nái til fjármálastofnana með höfuðstöðvar í því ríki sem og útibúa þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin kveður skýrt á um að útibú í öðrum aðildarríkjum EES falli undir innlánatryggingakerfi heimaríkisins.

Íslensk stjórnvöld hafa á öllum stigum Icesave-málsins haldið því fram gagnvart Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu að um lagalega óvissu væri að ræða varðandi ábyrgð ríkissjóða við kerfishrun á lágmarkstryggingum innstæðueigenda. Jafnframt var strax í upphafi lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól, en öllum tilraunum til þessa hefur verið hafnað af öðrum samningsaðilum en það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki. Þessi fyrirvari sem áréttaður er í 2. gr. l. nr. 1/2010 breytir þó engu um þá niðurstöðu að ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkis gildir um útibú banka innan EES þótt annað hafi verið fullyrt undanfarna daga.

Fjölda lagaálita ásamt öðrum gögnum er málinu tengjast er að finna á www.island.is.

 

Reykjavík 11. janúar 2010

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4094

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband