Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.7.2009 | 21:37
Stefna forystumanna ríkisstjórnarflokkanna: Skjóta fyrst og spyrja svo! EF ÞEIR NENNA ÞVÍ ÞÁ!
Stefna forystumanna ríkisstjórnarflokkanna í Icesave-málinu og ESB hefur verið sú að skjóta fyrst og spyrja svo. Ef hún nennir því þá á annað borð!
Aðfarir ríkisstjórnarinnar í ESB/EU-málum minnir á þegar menn voru munstraðir í Heimdall í gamla daga. Fyrst voru þeir skráðir inn og svo voru þeir spurðir. Oft fréttu þeir utanaðfrá að þeir væru skráðir Heimdellingar. Þjóðin er munstruð fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu og svo verður hún spurð hvort hún hafi viljað það; seinna. Maður nennir varla að hafa það hangandi yfir sér að þurfa að spyrja þjóðina. Afgreiðum málið bara í hasti fyrir sumarfrí. Því í sumarfrí þurfum við að komast; í lax og í golf! Kannski verður þjóðin bara aldrei spurð, enda má efast um að hún sé þjóðin!
Icesave-málið hefur fengið þvílíka meðhöndlun þeirra sem um hafa vélað, að stórlega má efast um að þeir hafi spurt um eða kynnt sér alla málavexti áður en samið var. Reyndar má segja, að yfirskyttan í því máli hafi verið allt í senn blind, siðlaus og heyrnarlaus fyrir utan að fyrirlíta þjóðin. "Ég nennti bara ekki að hafa þetta hangandi yfir mér lengur." Var það ekki einhvern veginn svona sem yfirskyttan tjáði sig um skyldur sínar við landið, þjóðina og framtíð hennar.
Maður verður náttúrulega að skilja, að menn vilji komast í sinn lax og sitt golf!
Hér kemur smáaletrið: Það er kannski búið að semja um ESB/EU? Sagan segir nefnilega, að samningurinn um Icesave hafi verið tilbúinn fyrir kosningar.
![]() |
Hvorki fyrirvarar né frestun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2009 | 16:43
Þingmenn eru misjafnlega merkilegir...
...með sig. En þessi er með þeim merkilegri, að eigin áliti! Meðlimur í flokkseigendafélaginu og elítu landsins. Fyrrverandi róttæklingur, já, einu sinni þótti meira að segja fínt að vera róttækur. Og þá voru róttæklingar margir! En ekki lengur...
22.7.2009 | 13:44
Óttastjórnun! Óttaslegin...hvað? Hóta hverju?
Að stjórna með hótunum er gamalkunnug aðferð. Síðan elstu menn muna hefur það verið aðferðin til að fá verkalýðshreyfinguna til að samþykkja vonda kjarasamninga. Í seinni tíð hefur minna borið á þessu því forystan hefur orðið sílítilþægari. Og nátengdar SA og ríkisvaldinu í hinum stórvaxna rottukóngi valdsins.
Ef þið samþykkið ekki samninginn fer þjóðfélagið á hliðina! Hver man ekki eftir þessum málflutningi? Nú er þessu beitt til að fá þingmenn og þjóðina til að kyngja Icesave-samningnum. Á nákvæmlega sama hátt og launþegar hafa verið hræddir til að samþykkja kjarasamninga, sem gerðu EKKI ráð fyrir að hægt væri að lifa á afrakstri dagvinnunnar. Og hvenær hefur það gengið eftir? Aldrei! Þjóðfélagið hefur aldrei farið á hliðina þó samningar hafi verið felldir. Þrátt fyrir allar hótanir!
Ef þið samþykkið ekki...
Eigum við ekki bara að taka þá áhættu og vita hvort einhver innistæða er fyrir þessum hótunum ?
![]() |
Óttaslegin utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009 | 12:22
Samkomulagið við Evrópusambandið 14.11.2008.
Beint í Leiðarkerfi vefins.
Gerast áskrifandi að fréttum forsætisráðuneytis
Fréttir
Samkomulag næst við
Evrópusambandið fyrir hönd
Hollendinga og Breta - Greiðir
fyrir láni frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
- Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
- Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
- Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
Reykjavík 16. nóvember 2008
![]() |
Erfitt en verður að leysast" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2009 | 17:54
Það fer enginn í fötin hans Vilhjálms!
"As an Icelander, I do not accept the authority of the present government of Iceland."
("Sem Íslendingur fellst ég ekki á völd núverandi ríkisstjórnar Íslands.")
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/916096/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.7.2009 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 17:29
Standpínufélag á facebook vill vekja upp draug!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 14:55
Dramadrottning á AMX! Icesave.
Fréttaskýring AMX: Icesave er Rússnesk rúlletta, og Steingrímur hefur lagt pólitískt líf sitt undir!
Finnst skynsömu fólki líklegt að pólitísku lífi Steingríms sé þar með lokið felli þingið Icesave-frumvarpið? Er nú ekki betra á halda sig við jörðina en að láta einsog móðursjúk unglingsstúlka?http://www.amx.is/stjornmal/8435/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 00:40
Hversvegna ekki var farið með Icesave fyrir Alþjóðdómstólinn.
"Á vefsíðu Alþjóðadómstólsins í Haag birtist eftirfarandi klausa, sem ég skil á þann veg að þjóðir sem viðurkenna "sjálfvirka" lögsögu dómstólsins, geti sótt mál á hendur annarra þjóða án samþykkis þeirra, svo fremi báðar hafi undirgengist nefnda viðurkenningu á lögsögu.
The States parties to the Statute of the Court may "at any time declare that they recognize as compulsory ipso facto and without special agreement, in relation to any other State accepting the same obligation, the jurisdiction of the Court" (Art 36, para. 2 of the Statute).
Each State which has recognized the compulsory jurisdiction of the Court has in principle the right to bring any one or more other State which has accepted the same obligation before the Court by filing an application instituting proceedings with the Court, and, conversely, it has undertaken to appear before the Court should proceedings be instituted against it by one or more such other States.
(Alþjóðadómstólinn í Haag - Declarations Recognizing the Jurisdiction of the Court as Compulsory)
Á vefsíðunni er listi yfir 66 lönd sem hafa þannig viðurkennt lögsögu dómstólsins, t.d. Holland, Bretland og öll Norðurlöndin, að Íslandi undanskyldu.
Nú spyr ég fróðari menn; ber mér að skilja þetta svo, að ástæða þess Íslendingar geta ekki þvingað Breta til Haag, sé að íslenska þjóðin hafi ekki fengist til að viðurkenna lögsögu dómstólsins samkvæmt ofangreindum ákvæðum?"
Höf. Baldur McQueen. http://www.baldurmcqueen.com/index.php/2009/Spurning-til-logfroora-Alþjooadomstoll.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2009 | 14:10
Egill Helgason á leið til Brussel?
18.7.2009 | 23:53
Hinir pólitísku uppvakningar!
Eru nú pólitískir uppvakningar orðnir in. Fyrst Davíð og svo Ingibjörg. Það er þá víðar sinubruni í grasrótinni en Sjálfstæðisflokknun!
Ef við Íslendingar höfum fengið nóg af spillingu stjórnmálamanna, embættismanna og fjármálamógúla ættum við að taka á okkur stóran krók til að forðaast Evrópusambandið! Það var eihverntíma byggt á hugsjónum en er í dag apparat sem snýst um að viðhalda sjálfu sér og þægilegu líf spilltrar hirðar 30.000 embættismanna!
Tilefnið eru "endurkomur" Do og ISG inní stjórnmálaumræðuna!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)