29.2.2008 | 21:51
Kapítalisminn á brauðfótum!
![]() |
Fjöldauppsagnir hjá deCode |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.2.2008 | 21:37
Heimskulegustu ummæli stjórnmálamanns!
29.2.2008 | 16:18
Íslenskir bankamenn tregir!
![]() |
Vandi hve illa gengur að laða að erlenda fjárfesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.2.2008 | 15:53
Einkavinavæðing?
Getur Þorgerður Katrín ráðstafað eigum ríkisins að vild sinni. Þarf ekki Alþingi að samþykkja svona gjörning. Þarf engin umræða að fara fram um það þegar stærsti framhaldsskóli landsins er afhentur til einkarekstrar. Þetta finnst mér slæmar fréttir og stríða gegn þeirri stefnu sem á að tryggja öllum jafna möguleika til náms. Efast um að gróðafíkinn einkarekstur hafi áhuga á að tryggja svoleiðis hugsjónir. Það tók áratuga baráttu. Það vill oft gleymast að það var eitt af baráttumálum verkalýðshreyfingarinnar á fyrrihluta síðustu aldar. Og hafðist ekki átakalaust. Nú er því tekið sem sjálfsögðum hlut. Og þá er hættan sú að árangurinn glutrist niður, ef við stöndum ekki vörð um þessi sjálfsögðu mannréttindi. Að langskólamenntun verði áfram sjálfsagður réttur allra, ekki bara þeirra sem "eiga" peninga.
Í þessu samhengi er vert að minnast á lífeyrissjóðakerfið. Því var komið á að kröfu verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningum. Líkt og almennri skólaskyldu og jöfnum möguleikum allra til náms. Þetta voru baráttumál verkalýðshreyfingarinnar og kostaði mikla baráttu og ströggl við borgarastéttina, sem var þessum málum öllum andsnúin. Það var lenska hér um árabil að agnúast útí lífeyrissjóðakerfið (sú umræða lognaðist útaf, sem betur fer, enda full af bulli) og vildu margir leggja niður þetta kerfi og einkavæða og tengja einkaeign, s.s. breyta úr sameign. Nú, í ólgusjó hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu kapítalismans, er þetta kerfi okkar sterkasta vopn. Lífeyrissjóðakerfið er eitt af því sem kemur í veg fyrir á íslenskt efnahagslíf hrapi niður alla alþjóðlega lista, sem virðist vera svo mikilvægt í hinum alþjóðlega kapítalisma. Nú þykjast margir Lilju kveðið hafa, einkum þeir sem hafa allt haft á hornum sér gagnvart þessum réttindamálum verkalýðsins.
Nýjasta atlagan að réttindamálum alþýðunnar er sú hugsjón hægrimanna að leggja niður Íbúðalánasjóð og afhenda bönkunum eignir hans og rekstur til fullrar nýtingar. Bankakerfi sem stendur á brauðfótum. Það er athyglisverð fréttamennska, þegar sagt er frá því að bankakerfið og Seðlabankinn eigi eignir uppá 10.000 milljarða. Ekki er minnst einu orði á að þetta er ekki hrein eign. Á móti koma nefnilega skuldir. Sem dæmi má nefna KB-banka. Hrein eign hans er ekki nema nokkur hundruð milljarðar, þó eignir hans séu talsvert meiri. Eignir-Skuldir=Hreinar eignir. Hvernig verða svo vaxtakjörin hjá fasteignakaupendum þegar Íbúðalánasjóður verður úr sögunni? Nóg eru vaxtakjörin undarleg hjá einkabankakerfinu í dag. Okurlánastarfsemin er svo afsökuð með stýrivöxtum Seðlabankans, sem koma málinu ekkert við. En bankarnir hafa ekki tekið lán hjá Seðlabankanum, heldur í útlöndum. Tekið lán á lágum vöxtum og endurlánað þá innanlands á okurvöxtum. Síðan hafa bankarnir beitt viðskiptahindrunum til að koma í veg fyrir samkeppni á markaðnum. Svona svipað og tryggingafélögin, en það er svo eitt enn dæmið um villimennskuna, sem íslenskir kapítalistar hafa komist upp með í skjóli hægrisinnaðar stjórnmálamanna. Stjórnmálamennirnir hafa samþykkt þetta allt með þögn og aðgerðarleysi og nú er komið að Íbúðalánasjóði. Nú ætla þessir sömu stjórnmálamenn, þessir vikadrengir auðvaldsins, að afhenda bönkunum starfsemi íbúðalánasjóðs.
Það er verið að skerða mannréttindi alþýðu landsins og árangur margra áratuga baráttu er fyrir borð borinn! Þessu fagna að sjálfsögðu hægrimenn og einkavinavæðingarsinnarnir. Og Alþingi heldur kjafti! Enda ekki von á öðru.
![]() |
Menntafélagið yfirtekur rekstur skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)