23.7.2009 | 19:01
Hefðu betur látið það ógert!
Litháar hefðu kannski átt að kanna hvort íslenska þjóðin óskaði eftir svona trakteringum. Hugsanlega er það nefnilega í óþökk meirihluta Íslendinga að fá svona yfirlýsingar. Kannski hefur ráðuneyti utanríkismála ekki upplýst þá um sannleikann. Heldur aðeins óskir Samfylkingarinnar!
Fer Össur um lönd með hálfsannleik, þ.e.a.s. lygi? Ef svo er hlýtur hann að vera í einkaerindum!
![]() |
Litháíska þingið styður aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2009 | 18:56
Nú á að selja undan þjóðinni!
![]() |
Kaupir 11% hlut HS Orku af Geysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 13:15
Förum á Austurvöll að mótmæla!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hélt að þeir ættu nóga slíka. Íslensk þjóð er búin að fá nóg af spillingunni og vill siðbót þjóðfélagsins. Siðbót sækjum við ekki í Evrópusambandið! Efnahagslífið er í rúst. Í hruninu töluðu margir um nauðsyn siðbótar og endurreisnar siðferðis í landinu. Það hefur ekkert gerst í þeim málum og opinber umræða um málið er engin. Öll umræða hefur snúist um fjármálalífið og nánast einsog fyrirtæki í þeim bransa hafi verið einu fyrirtækin í landinu. Flestar aðgerðir hafa snúið að fjármálafyrirtækjum. Hér hafa farið fram samhæfðar björgunaraðgerðir miðaðar við kapítalismann og kapítalistana! Annað hefur varla verið á dagskránni. Að endurreisa 2007! Vonir standa til að aðgerðirnar drepi sjúklinginn!
![]() |
Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 12:20
HVAÐA REIÐI? Sárafáir mótmæla á Austurvelli!
Undanfarnar vikur hafa nokkrar alþýðuhetjur mótmælt Icesave og ESB/EU daglega eftir hádegið! Það eru ekki nema sárafáir sem hafa sýnt áhuga fyrir mótmælum þessum, og þá helst útlendir ferðamenn! Ég hef komið þarna við stöku sinnum og telst því ekki til þessa alþýðuhetja, svo það sé á hreinu. Ég skora á alla sem vetlingi geta valdið að mæta og mótmæla Icesavesamningnum og/eða ESB. EKKI SITJA EINN/EIN HEIMA MEÐ ÁHYGGJURNAR OG REIÐINA!
![]() |
Fjallað um reiði Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.7.2009 kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)