24.7.2009 | 23:49
Útifundur á Austurvelli. Laugardag kl. 15.00.
Á morgun verður útifundur á Austurvelli.
Berjumst fyrir réttlæti! Gegn Icesave! Gegn ESB! Fyrir réttlæti og jafnrétti! Fyrir sósíalisma! Gegn Auðvaldi og auðmönnum!
Mætum og sýnum samstöðum! Mæting frá ca. 14.00
Látum ekki Hollendinga og Breta vaða yfir okkur. Við gáfumst ekki upp fyrir yfirganginum í þorskastríðunum. Hversvegna að gera það nú?
Rauður Vettvangur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2009 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 17:19
Birgitta: Það er ljótt að hlæja að aumingjum! Skammastu þín Ólína!
Nei, í alvöru talað, EINELTI ER ÓLÍÐANDI, hvort heldur á vinnustöðum, skólum eða hvar sem er. Og því miður má halda því fram að einelti hafi viðgengist á Alþingi um árabil. Ég held því fram, að að minnsta kosti tveir þingmenn hafi sætt einelti af hálfu annarra þingmanna á fyrri kjörtímabilum.
Ófriðurinn sem skapaðist í kringum skólameistarann Ólinu Þorvarðardóttur hefur kannski verið vegna þess. Ég veit svo sem ekkert um það en mér dettur það svona í hug í þessu sambandi. Því miður er það þannig, að stundum heldur maður, að fólk hafi meiri siðferðisþroska en raun ber svo vitni um. Svo virðist vera í þessu tilviki.
En kannski finnst þeim stöllum í Samfylkingunni, að það sé ekki sama hver er! Oft er það þannig þegar meðvirkni fer í gang. Og svo er líklegt, að"stelpurnar" haldi vænlegt til frama að vera viðhlæjandi FORSÆTISRÁÐHERRA!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 13:30
Fyrrverandi bankastjóri Werner-bræðra tjáir sig!
Ein spurning til Tryggva Þórs: Veist þú eitthvað um samkeppni eða samkeppnishæfni?
Eða, eins Davíð heitinn (alltaf gaman að minnast á hann) sagði sællar minningar: Á maður að taka eitthvað mark á þér? Manni sem er búinn að reka banka í þrot!
Hann átti sína spretti líka, meðan hann var og hét!
![]() |
Laun forstjóra ríkisbanka ekki samkeppnishæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 13:11
Vöxtur og vextir og vaxtavextir! Og skortur hagfræðinnar!
Hagvöxtur eykst rétt eftir að kreppunni líkur. Það er á meðan verið er að koma nauðsynlegri þjónustu í gang og endurreisa fyrirtæki sem auðvelt er að koma í rekstur aftur. Og síðast, fólk verslar vöru og þjónustu sem það gat verið án og gat sparað við sig í kreppunni. Endurnýjar eitt og annað sem gekk úr sér meðan ekki voru til peningar til að endurnýja. Þetta er hin einfalda hagfræði heimilisins. Byggð á almennri skynsemi. Þarf engan langskólagenginn hagfræðing til að segja manni þetta. Sem sagt vöxturinn tekur smá kipp, yfirskot, en hægir svo snarlega á sér aftur!
Hvað sagði Sverrir: Guð forði mér frá hagfræðingum? Eða hvað?
Skilgreining Skarfsins á hagfræði nútímans: Hagfræði er frjálshyggjukjaftæði, sem búið er að klæði í algebru-búning! Helstu stærðir eru klæddar í feluhugtakið "skort" og um þær stærðir snúast dæmin sem hagfræðingur sveitist við að leysa alla daga!
Feluhugtak= hugtak sem tjáir eitthvað allt annað en nafnið sem það ber! Stöku sinnum er þó beint samband milli nafnsins og inntaksins.
![]() |
Hraður vöxtur eftir kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |