Og fæst þá syndaaflausn, og kannski líka bréf?

Þar sem ég er að lesa um ævi Lúthers fer ekki hjá því að ýmislegt sem ber við í lífi þjóðarinnar minni á umhverfi munksins, sem setti valdabatterí Vatíkansins í vandræði.  Engan hef ég þó fundið í hlutverk umbótamannsins Marteins enn. 

Nú vill Steingrímur, að afglapar og dansfífl Mammonsorgíunnar biðjist fyrirgefningar á brotum sínum gegn þjóðinni.  Hvort Steingrímur ætlar að selja þeim aflátsbréf er ekki vitað.  Kannski má öngla saman uppí Icesave skuldina þannig.

Ýmsir láta sem  sumir þátttakendur í orgíudansinum eigi sér einskonar góðverka innistæðusjóð og sjálfsagt sé að þeir fái að taka útúr sjóðnum.  Þar með sé þeim fyrirgefningin tryggð.Ekki er mér kunnugt um í hvaða sparisjóði þennan góðverkareikning er að finna.  Á dögum Lúthers var því trúað að á himnum væri þessi sparisjóður.  Kannski hann hafi farið í þrot í haust.

Allt er þetta að verða eitt undarlegt leikverk.  Í stað þess að setja  meinta brotlega í tukthús meðan mál þeirra eru rannsökuð og síðan send fyrir dómstóla, er farið fram á að þeir biðjist afsökunar.   


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigi veit ég það svo gjörla!

En hitt veit ég að af er grasrótin!

Að minnsta kosti.


mbl.is Full samstaða um Icesave í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Brasilíumaðurinn eitthvað kunnugur á Íslandi?

"Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning."

Það er aungvu líkara en að manninum sé kunnugt um næman skilningi íslenskra stjórnvalda á aðstæðum meintra glæpona.

http://visir.is/article/20090815/FRETTIR01/182970278


Mogginn er samur við sig!

When the banks were put into administration last October, experts believed that Iceland's banks had simply fallen prey to the global credit crisis.

But Dr Jon Danielsson, an Icelander who teaches economics at the London School of Economics, believes that while the timing of the crash was dictated by the global banking crisis, the scandal is unique among European financial institutions.

He believes the root of Iceland's problemsthat have now decimated its economy appear to have started when the government decided to privatise the banks in the early 1990s.

"Iceland got its regulations from the EU, which was basically sound," he says. "But the government had no understanding of the dangers of banks or how to supervise them. They got into the hands of people who took risks to the highest possible degree."

Það er "glæsileg" blaðamennska sem birtist í endursögn moggans á þessari misgóður grein "Símskeytisins".  Mogginn skautar fram hjá mikilvægum hlutum í kaflanum um skoðanir Jóns Daníelssonar á bönkunum og efnahagshruninu. 

1.  Jón er þeirrar skoðunar að meðan tímasetning hrunsins hafi ráðist af heimskreppunni , sé skandallinn einstæður á Evrópskan mælikvarða. 

2.  Hann telji að rætur vandans liggi í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að einkavæða bankana 1990.

3.  Regluverk bankanna fengu Íslendingar frá EU, en ríkisstjórnin hafði hvorki skilning á þeim hættum sem bönkum fylgir né hvernig ætti að hafa eftirlit og stjórn á þeim.  Þeir lentu í höndunum á mönnum sem færðu áhættu í hæstu hæðir!

Það hefur vafist fyrir hægrimönnum að viðurkenna upphaf vandans sem við er að eiga í dag:  Einkavæðingu banka, annarra fjármálastofnana og einkavinavæðinguna almennt.  Allt frá Síldarverksmiðjum Ríkisins til bankanna.  Einkavæðinguna í stóru sem smáu.  Og trúnni á, að stjórnlaus kapítalismi gæti staðið sig.  Ofan á allt bætist svo algert skilningsleysi á þörf á eftirlit og yfirstjórn á fjármálalífinu.


Bjarni litli EnnEinn.

sjálfsálit
mbl.is Samningnum í rauninni hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti skítt!

Og varla neitt fleira um það að segja!  Við, almenningur, eigum að sjálfsögðu ekki að borga fyrir glæpsamlega ævintýramennsku auðvaldsins!  Trúverðugleiki VinstriGrænna er fokinn út í veður og vind.  Hvernig hann verður endurreistur er vandséð miðað við frammistöðu forystusveitarinnar.  Forystan dansar eftir flautu stórauðvaldsins og sjálfsagt verður ekkert lát á dansinum á næstunni.  Hinn almenni flokksmaður treystir ekki lengur þessu fólki. 

Hér ganga "auðmennirnir" um óáreittir af yfirvöld, þó einhverjir hafi stöðu grunaðra fyrir eitthvert skiterí.  Almennt gengur líf þeirra, sem ábyrgð bera á efnahagshruninu sinn vanagang, þó lítið sé um aðgang að spilapeningum hjá bönkunum í bili.

Almenningur, þetta fólk sem ekki er þjóðin, einsog frægt er orðið, berst í bökkum.  Lífskjörin skerðast dag frá degi.  Og stjórnmálaelítan hefur ekki miklar áhyggjur af því að séð verður.  Eitthvað var gapað um að þessir málamyndafyrirvarar tryggðu að Icesave-skuldbindingarnar skertu ekki lífskjörin.  Trúi því hver sem vill!  Það verður þá bara einhverjum öðrum skuldbindingum kennt um.  Og þegar á reynir er líklegast að Bretar og Hollendingar geri lítið með þessa fyrirvara annað en að hlægja að þeim.

Milljarðaskuldararnir þurfa sjálfsagt ekki að hafa áhyggjur af hvað þeir eiga að éta á morgun.  Það hafa aðrir.  Mæður og feður vita varla hvernig á að metta börnin næstu dægrin.  Hvernig verður með húsnæði fjölskyldunnar.  Hvernig verður með skólann barnanna; verða til peningar fyrir skólabókum og slíkum.  Skólaföt og aðrar nauðsynjar.

Á meðan lifa hinir ósnertanlegu sínu venjubundna óhófslífi og stjórnmálaelítan deilir frekar kjörum með þeim en almúgafólkinu (þessu fólki sem ekki er þjóðin, muniði), sem á varla til hnífs og skeiðar. 

Er nema von að vantraustið vaxi

og að horft sé til stjórnar og þings með undrun og efa. 

Eitthvað hefur brostið...  


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband