16.9.2010 | 18:00
Er íslenska ríkið orðið bótaskylt gagnvart neytendum?
Árið 2001 setti Alþingi lög um vexti og verðtryggingu (minnir mig að lögin séu kölluð). Þar kemur skýrt fram að óheimilt er að tengja lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Síðan þá hafa lánastofnanir lánað á þessum forboðnu kjörum. Hæstiréttur Íslands dæmdi lánin ólögmæt í samræmi við lögin. Nú hefur Hæstiréttur kveðið upp dóm sem verndar lögbrjótana gegn tapi og skellir tjóninu frekar á lántakendur. Í trássi við Neytendalög og tilskipun ESB. Við fyrri dómnum varð ljóst að eftirlitsstofnanir, sem starfa á vegum ríkisins og á ábyrgð þess, brugðust þeirri skyldu sinni að stöðva ólögmæta starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Því liggur beinast við að dæma verði ríkissjóð til að bæta lántakendum tjónið sem þeir hafa hugsanlega orðið fyrir vegna vanrækslu stofnana ríkisins og hins nýja dóms Hæstaréttar Íslands!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 17:45
Er maðurinn eitthvað ruglaður?
![]() |
Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 12:52
Að berja höfðinu við steininn!
Á alþingi að stofna til atvinnureksturs fyrir Suðurnesjamenn? Þeir eru að sögn Ásmundar búnir að spandera 40 milljörðum í Helguvíkur-ævintýrið. Gátu ekki beðið eftir að athugað væri með orku, hvort hún væri fyrir hendi yfirleitt, gátu ekki beðið eftir að lagaskyld ferli væru kláruð, byrjuðu að byggja höfn og heimta nú meiri peninga úr ríkissjóði í höfnina. En gleyma því að hafnir eru ekki lengur á vegum ríkissjóðs heldur sveitafélaga. Það hefði verið hægt að setja af stað ansi mörg meðalstór og smá fyrirtæki í hinum ýmsu greinum fyrir þessa 40 milljarða! Það er fjöldi fólks með allskyns hugmyndir um atvinnurekstur, sem henta smárekstri, en vantar aðstöðu og peninga! En alltaf er hugmyndaauðginni takmörk sett af einblíni atvinnupólitíkusa á stóriðju! Sem skilar litlu nema skuldum fyrir orkufyrirtækin, sveitafélögin og ríkissjóð.
Hvernig stendur á þessum endalausu vandræðum Suðurnesjamanna í atvinnumálum? Sem hófust nota bene ekki við Hrunið, heldur eiga sér áralanga hörmungarsögu! Hvað varð t.d. af sjávarútvegi á svæðinu? Er enginn smáiðnaður þarna? Eru engin tækifæri í ferðamannaiðnaði með þennan stórkostlega og einstaka Reykjanesfólksvang sem dæmi? Nú þegar loksins fer að hylla undir beina vegatengingu við Suðurland með Suðurstrandarvegi, eru enginn tækifæri fólgin í því? Í móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. O.s.frv.
![]() |
Vill athafnir í stað orða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 12:15
Hin hreina samviska íslensku þjóðarinnar!
16.9.2010 | 11:29
3,5 milljón Bandaríkjamanna starfar í hergagnaiðnaði.
![]() |
Yrðu stærstu vopnaviðskipti í sögu Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |