16.9.2010 | 18:00
Er íslenska ríkið orðið bótaskylt gagnvart neytendum?
Árið 2001 setti Alþingi lög um vexti og verðtryggingu (minnir mig að lögin séu kölluð). Þar kemur skýrt fram að óheimilt er að tengja lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Síðan þá hafa lánastofnanir lánað á þessum forboðnu kjörum. Hæstiréttur Íslands dæmdi lánin ólögmæt í samræmi við lögin. Nú hefur Hæstiréttur kveðið upp dóm sem verndar lögbrjótana gegn tapi og skellir tjóninu frekar á lántakendur. Í trássi við Neytendalög og tilskipun ESB. Við fyrri dómnum varð ljóst að eftirlitsstofnanir, sem starfa á vegum ríkisins og á ábyrgð þess, brugðust þeirri skyldu sinni að stöðva ólögmæta starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Því liggur beinast við að dæma verði ríkissjóð til að bæta lántakendum tjónið sem þeir hafa hugsanlega orðið fyrir vegna vanrækslu stofnana ríkisins og hins nýja dóms Hæstaréttar Íslands!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.