VinstriGræn og Samfylkingin.

Þeirri athyglisverðu hugmynd hefur verið varpað fram að Vg og Sf standi saman sem ein heild, þegar kemur að stjórnarmyndun. Þegar málið er skoðað er þetta sennilega eina færa leiðin til þess að velferðarmálin verði í forgangi hjá þeirri ríkisstjórn, sem tekur við eftir kosningar. Þ.e.a.s. að því gefnu að núverandi stjórn nái ekki að hanga á naumum meirihluta þingmanna þrátt fyrir minnihluta atkvæða. Verði áframhald á núverandi stjórn mun verða framhaldið þeirri hægristefnu sem setur velferðarmál í neðsta sæti. Stefnu sem lýsir sér vel í hugmynd Einars K. Guðfinnssonar, að fella niður vaxtabætur til að slá á þennsluna. Litlar líkur eru til þess, að Vg og Sf nái meirihluta, en það má þó enn halda í vonina. Tapi stjórnin meirihluta sínum er sá möguleiki líklegur að Sjálfstæðisflokkurinn reyni að kippa Vg eða Sf inní stjórn með sér í stað Framsóknar. Yrði þá sá flokkur kominn í stöðu meðreiðarsveinsins og velferðarmálin eitthvert aukaatriði sem afgreitt yrði með loforðagumsi fyrir þarnæstu kosningar eins nú er gert. Vg og Sf gætu þó myndað stjórn með annað hvort Framsókn eða Frjálslyndum. Jafnvel í þeirri stöðu væri sterkara að standa saman sem ein heild en sem tveir flokkar. En er það vænlegur kostur að mynda þriggja flokka stjórn með annað hvort Framsókn eða Frjálslyndum? Er ekki kominn tími til að gefa Framsókn frí með allri sinni tækifærismennsku (sbr. meirihlutann í Reykjavík)? Innan Frjálslyndaflokksins eru nú einstaklingar sem hafa viðhaft þannig málflutning, að varla verður unnið með þeim. Jafnvel þó svo í þeim flokki séu vissulega ágætis fólk. Þá er sá kostur að mynda stjórn með Sjálfstæðismönnum, það sem Vg og Sf kæmu fram sem ein heild með velferðarmálin sem forgangsmál. Fyrir félagshyggjufólk væri þetta að sjálfsögðu draumastjórn. Félagshyggjustjórn VinstriGrænna og Samfylkingar með Sjálfstæðisflokkin sem meðreiðarsvein!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband