28 milljónir? Og nokkrar milljónir úr Borgarsjóði! Villi góði borgar!

Borgarstjórnarmeirihlutinn virðist kominn á fullt í kosningabaráttuna fyrir Alþingiskosningarnar! Breiðsíðuauglýsingar þeirra og ráðstefnan um innflytjendamál er ekkert annað en innlegg í kosningarbaráttu ríkisstjórnarflokkanna. Væntanlega greitt af útsvarinu hér í borginni og ekki tekið með í 28 milljón króna þakið sem búið var að samþykkja á auglýsingakostnað stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni. Svona á þá að reka kosningarbaráttuna. Með grænum aðgerðum í borgarmálefnum og auglýsingastarfsemi. Svo sem ekkert sem bannar það? Eða hvað? Ég er nú samt hræddur um að borgarsjóður hefði fokið á höfuðið hefði R-listinn spanderað 1 milljarði í gælu verkefni, eins og frítt í strætó fyrir suma og grænar (og bláar) ruslatunnur. Ég man ekki betur en borgarsjóður hafi siglt rakleiðis í gjaldþrot þegar R-listinn hækkaði laun þeirra launalægstu hjá borginni. Það voru viðbrögð Sjálfstæðismanna þá. Enda fátækir ekki til á Íslandi! Ekki satt? Og því þá að hækka launin hjá fólki sem ekki er til? Aðalatriði málsins er þetta að borgarsjóður er notaður til að reka kosningarbaráttu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar hér í borginni! Þessu vil ég mótmæla harðlega sem algeru siðleysi.  Ég mótmæli því að borgarsjóður sé notaður á þennan hátt til að kosta kosningarbaráttu  framsóknar- og sjálfstæðismanna. Ég mótmæli því að útsvar og aðrir skattar hér í borginni séu notaðir til að reka áróður fyrir ákveðna stjórnmálaflokka, þ.e. Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Ég spyr: Er ekki verið að brjóta lög með þessu framferði?   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband