19.2.2008 | 13:32
Fáránleg skattalækkun!
Þetta hlýtur að teljast ein fáránlegasta stjórnvaldsaðgerð seinni tíma á Íslandi! Ekki er það einsog fyrirtæki hangi hér á horriminni, nema þá helst! Ríkissjóður er aðeins að greiða niður samningana fyrir fyrirtækin. Hefði nú ekki verið nær að bæta við í fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins. En að sjálfsögðu samræmist það ekki "stjórnmálaskoðunum" hrossalæknisins Matthísens! Eru íslensk fyrirtæki svo aum að þau geti ekki borgað skatta. Víðast hvar í heiminum, "í löndum sem við viljum bera okkur saman við", borga fyrirtæki hærra hlutfall í skatta. Meira að segja í "guðs eigin landi", sjálfri paradís hægriöfgamanna á Íslandi.
Fagna lækkun skatta á fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skatttekjur ríkissjóðs jukust vegna almennrar uppsveiflu í efnahagslífi vesturlanda, og einnig hér. Það má búast við að skatttekjur ríkisins dragist saman á næstunni vegna minni hagnaðar fyrirtækja, þar sem hagsveiflan er niður á við. Hefði hagsveiflan verið niður á við, "síðast þegar skattar voru lækkaðir á fyrirtæki", þá hefðu tekjur ríkissjóðs minnkað að sama skapi!
Auðun Gíslason, 19.2.2008 kl. 17:52
"Á meðan tekjuskattur á fyrirtæki var 45% árið 1991, námu tekjur ríkisins af honum um tveimur milljörðum króna. Skatttekjurnar af 18% tekjuskatti á fyrirtæki eru í ár taldar nema um 35 milljörðum króna."
http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/367529/
Geir Ágústsson, 19.2.2008 kl. 18:17
Var ekki skuggalegur niðurtúr í efnahagslífinu 1991.
Auðun Gíslason, 19.2.2008 kl. 19:37
Sem betur fer hefur umfang efnahagslífsins vaxið síðan 1991! En að það sé lækkun skatta á fyrirtæki úr 45% í 18% að þakka einu saman er ansi hæpin fullyrðing og/eða röksemdarfærsla fyrir góðum árangri af skattalækkun. Má þá ekki beita sömu rökum um aðra skatta? Ef við lækkum skatta á launþegana í 15-18% munu skatttekjur ríkisins af tekjum þessara sömu launþega 17 faldast á næstu ca. 17 árum! Af því bara!
Auðun Gíslason, 19.2.2008 kl. 19:54
Þú hlýtur að muna hvaða "ákvarðanir" voru teknar sem voru réttar! Það vill nefnilega svo til að ríkisstjórn Íslands tók ekki þær ákvarðanir. Það gerðu svokallaðir "aðilar" vinnumarkaðarins, en einsog svo oft voru það ekki stjórnmálamennirnir sem tóku af skarið. Þjóðarsáttinni var ýtt úr vör 2.febrúar 1990. Það voru A.S.Í., V.S.Í. og Stéttarsamband bænda sem stóðu að henni og lagði síðan ríkisstjórnin hönd á plóg. Samningurinn um EES var undirritaður 1.janúar 1994. Þetta eru, að mínu mati, stærstu breyturnar í íslensku þjóðfélagi síðustu ára. Sú fyrri gerði kleyft, að vinna bug á verðbólgu og meðfylgjandi óáran, sem stjórnmálamenn voru ófærir um. Seinna atriðið, EES-samningurinn (aðallega að undirlagi kratanna), færði regluverk íslensks efnahagslífs til nútímans. Allt regluverk fjármálalífsins er þaðan runnið, að kröfu samtaka fjármálafyrirtækja, þó svo að djélistamenn vilji endilega eigna Davíð Oddsyni afrekið (samtökin lögðu á það áherslu að ekki væri smíðað sérstakt regluverk hér á landi). Ekki veit ég, hvernig Jón Baldvin fór að því að fleka Davíð og flokkinn hans til að fallast á EES-aðildina (líkast til var það undir þrýstingi frá atvinnurekendum og ASÍ). Lykilmaður í þjóðarsáttinni var Einar Oddur. Sennilega ástæðan fyrir því að tókst að fá djélistann til að taka þátt í því starfi. Einar Oddur, þá forystumaður VSÍ og forysta ASÍ á heiðurinn af þjóðarsáttinni eingöngu. Þessari ríkisstjórn djélistans og Alþýðuflokksins er ekki hún að þakka. Davíð og Jón Baldvin kom, ef svo má segja, inní miðju lagi. En einsog áður sagði, voru það aðrir en stjórnarherrarnir, sem tóku af skarið, og það áður en sú ríkisstjórn kom til valda sem þú nefnir. 2. febrúar 1990 og hinsvegar 30. apríl 1991. DO sat uppi með þjóðarsáttina, hvort sem honum líkaði betur eða verr. En stoðirnar eru, að mínu mati, þjóðarsáttin 1990 og EES-samningurinn. Ekki þessi ríkisstjórn sem settist að völdum 30. apríl 1991.
Auðun Gíslason, 20.2.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.