17.3.2008 | 01:30
My Lai. 16. mars 1968.
Nú eru 40 ár síðan Bandarískar "frelsishetjur" myrtu yfir 500 manns í þorpinu My Lai í Víetnam, börn, konur, karla og gamalmenni. Þrír vopnabræður þeirra stöðvuðu fjöldamorðingjana og máttu þakka fyrir að vera ekki myrtir líka. Ég man ekki betur en Morgunblaðið, blað allra landsmanna, hafi fagnað og talið þetta nokkuð góðan árangur hjá her BNA. Yfir 500 Víetcong-liðar felldir í einu. Þ.e.a.s. þar til flett var ofan af þessu voðaverki sem viðbjóðslegum stríðsglæp. Víetcong var samheiti vestrænna fjölmiðla yfir Víetnömsk fórnarlömb bandaríska innrásarliðsins, gilti einu hvort um lítil börn, gamalmenni eða hermenn Frelsishers Víetnama var að ræða. Og alltaf birti Mogginn fréttir afþví að her BNA hefði fellt svo og svo marga Víetcong-liða. Janfvel þótt hinir föllnu væru lítil skólabörn. Þegar þetta er skrifað hefur mbl.is ekki minnst einu orði á að 40 ár eru liðin frá þessum fjöldamorðum vinanna í Vestri.
Ég sá einhverntíma sjónvarpsmynd um heimsókn þyrluflugmannanna 3ja, sem stöðvuðu morðingjana, til My Lai. Það voru tregablandnir fagnaðarfundir eftirlifandi þorpsbúa og björgunarmanna þeirra.
Þessir atburðir í My Lai voru ekkert einsdæmi, þó fjöldi hinna myrtu óvenju mikill!
Það er kannski ekki vanþörf á að rifja upp sögu Víetnamstríðsins í ljósi framkomu BNA í heiminum í dag. Með vopnavaldi vilja Bandaríkjamenn enn kúga þjóðir til að tileinka sér hugmyndafræði og stjórnmálakerfi, sem eru þessum þjóðum gersamlega framandi. Og enn þurfa vænisjúk stjórnvöld í Bandaríkjunum á óvinum að halda!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var 22 daga í Vietnam núna í febrúar. Það eru u.þ.b. 30 ár frá stríðinu. Þú mætir fullt af örkumla fólki. Vantar hendur og fætur. Húðskemmdir eftir Agent Orange. 4 deyja á hverjum degi vegna jarðsprengja. Hörmungarnar eru búnar 30 árum seinna.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 01:41
Átti að vera hörmungarnar eru EKKI búnar
Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 01:42
Já. Afleiðingarnar eru enn sjáanlegar og lengi fæddust vansköpuð börn í Indókína vegna eiturefnahernaðar BNA. Þetta er skelfilegt! Margir eru gersamlega bugaðir andlega áratugum eftir að þessir atburðir áttu sér stað. Hvað verður heimurinn lengi að jafna sig á þeim hernaði sem á sér stað í dag. Reynt hefur verið að þegja yfir afleiðingum hernaðar Vesturveldanna í fyrrum Júgóslavíu; afleiðingum á líf íbúanna og hermannanna sem voru sendir þangað. Má þar nefna afleiðingar af geislavirkum efnum sem notuð voru í byssukúlur. Hvað um Afgana og Íraka? Hvernig fer almenningur útúr þessu þar?
Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.