Skv. síðustu málsgrein...

...fréttarinnar sakfelldi héraðsdómur Jón Ásgeir fyrir tilkynningu, sem ekki fannst meðal málsgagna.  Athyglisvert!  Hæstiréttur sýknaði Jón Ásgeir af þessum lið ákærunnar!

Einnig má lesa úrúr endursögninni í fréttinni að saksóknari hafi farið fram á að Hæstiréttur bryti gegn 1. málsgrein 70. greinar stjórnarskrárinnar með því að  ómerkja dóm héraðsdóms um sýknu og senda það aftur í hérað.  Athyglisvert!

Mér sýnist eftir að hafa fylgst með umfjöllun um málið í dag, og áður, að ýmsir hafi talið sjálfsagt að dæma Baugsmenn sjálfkrafa seka af öllum ákæruliðum vafningalaust.  Þar á meðal ljóskan í Kastljósinu.  Hún var hreinlega móðguð og var ekkert að fela það...Frekar en svo margir aðrir sem styðja vald helbláu handarinnar blint og skilyrðislaust!

Var STM að leita hefnda þegar hann lagði fram ákæruna gegn fyrrum vitni Ríkislögreglustjóra (og ritstjóra Mbl. og geðvonda lögfræðingsins).  Í stað þess að vera aðalvitnið og kærandi í málinu er Jón Gerald allt í einu kominn á sakamannabekk með þeim sem hann kærði með aðstoð nokkurra málsmetandi Sjálfstæðismanna...


mbl.is Ekki fært að endurskoða sönnunarmat héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband