Hvaða húmor? Jón Gnarr!

"Lengi tekist á við húmorsleysi."  Það er vonandi ekki verið að tala um Jón Gnarr!  Það getur verið að það sé voða gaman hjá Jóni Gnarr í vinnunni, en varla skilar það sér í "pródúktinu."  Þessar Galíleo auglýsingar eru hrútleiðinlegar, nema náttúrulega fyrir þá sem hafa smekk fyrir aulafyndni, en það er einmitt sérsvið Jóns að leika einhverskonar aula.  Enda haft fyrir satt, að leikurum takist einna best upp við að leika persónur, sem eru líkar þeim sjálfum.

Auglýsingin, sem birtist fyrst í þessari kynningarrunu Símans, er eitthvert það ósmekklegasta af öllu ósmekklegu sem gert hefur verið í þessum bransa.  Að nota helgustu helgisögu kristninnar, hina heilögu kvöldmáltíð, í ómerkilegri markaðsbrelluherferð gróðapunga, er bæði hallærislegt og dónaskapur.

Hvað næst?  Verða foreldrar í sorg eftir barnsmissi næstu fórnalömb auglýsingaskrumarans, eða fósturlát?  Nei, ég bara spyr? 

Og Jón Gnarr!  Fáðu þér aðra vinnu eða stúderaðu smá siðfræði!


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband