Á ríkissjóður að taka þátt í áhætturekstri á samkeppnismarkaði? Verður DO næsti forsætisráðherra eða verður hann bankastjóri Glitnis?

do

Því hefur lengi verið haldið fram af Sjálfstæðismönnum, að ríkið og önnur opinber fyrirbæri eigi ekki að taka þátt í rekstri á samkeppnismarkaði.  Slíkt hefur verið talið óásættanlegt vegna þeirrar áhættu sem það skapar í fjárhag ríkis og sveitarfélaga.  Einnig hefur það verið talið skekkja samkeppnisstöðu á samkeppnismarkaði, að hið opinbera standi að slíkum rekstri.  Eitthvað virðist hafa breyst.  Nú verja hægriöfgamenn og frjálshyggjusinnar þjóðnýtingu Davíðs Oddssonar á Glitni með öllum mögulegum og ómögulegum rökum.  Foringinn hefur talað! 

Stefnir í að Landsbankinn eignist Glitni?  Og er þá þjóðnýting liður í því möndlu til að koma því þannig fyrir?  Á Seðabankastjóri að taka þátt í þvílíku?  Eða er Landsbankinn á leið í þrot líka, einsog háværar raddir hafa verið um undanfarna daga!  Því hefur verið haldið fram með rökum, að bæði Landsbankinn og Straumur rói lífróður til að bjarga sér fyrir horn.  Hvorirtveggja hafi tapað stórfé á ýmsu brölti sínu.  Má þar nefna Eimskip og Nýsi.  Eignatilfærslur milli félaganna síðustu daga bendi til þess, að staðan sé allt annað en góð.

Davíð Oddsson er sagður muna í þjóðstjórn.  Hann er sagður hafa talað um slíkt "að minnsta kosti tvisvar sinnum" síðustu daga.  Guð forði þjóðinni frá  því að hann setjist í slíka stjórn! Meirihluti þjóðarinnar er búinn að fá gersamlega uppí kok af þeim manni.  Jafnvel þó svo Agnes Bragadóttir fái einkennlegan glampa í augun, þegar nafn hans ber á góma!

Davíð Oddson er ekki sá snillingur sem af er látið.  Frammistaða Seðlabankans er óræk sönnun um það!  Meðan þjóðarskútan brennur stafnanna á milli virðist bankastjórinn velta fyrir sér, hvort hella eigi að meiri olíu á eldinn.

Í stað þess, að DO setjist í þjóðstjórn, meirihluta þjóðarinnar til ama, og öllum til skaða,  væri mun betur við hæfi, að hann settist í bankastjórastólinn í Glitni í stað þrjúhundruðmilljónamannsins, Láruss Weldings, sem hefur ekki reynst það fjármálaséní, sem af var látið.  Davíð getur þá sýnt "snilli" sína og unnið sig útúr þeirri fátækt, sem hann telur sig hafa lent í, þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum.  Það væri þá fyrstu merki um snilligáfu hans.  Að ræna bankanum af eigendum hans með yfirtöku og setjast svo í bankastjórastólinn.  Er ekki best að hann fá allan pakkann fyrst hann er farinn af stað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Auðunn.

Ég vil sjá þessa menn bæði í stjórn Ríkisins og Seðlabankans og fleiri

FARA Á SKELJARNAR OG BIÐJA, þeir hljóta að sjá að þeirra viska dugir ekki.  Davíð og Pétur Blöndal eiga að vera menn með meiru og SEGJA AF SÉR!

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

hehehe....

Haraldur Davíðsson, 3.10.2008 kl. 02:18

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ýmsir vinir Hinriks VIII þurftu að fara á skeljarnar!  Ekki áttu við það, Þórarinn?

Auðun Gíslason, 3.10.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband