DO, svo...

Það er ljóst að ekki eru allir jafn hrifnir af DO, og hann sjálfur og Agnes!
mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þjóðstjórn sé ráðið núna. Og að þjóðin verði svo samtaka í öllu.

Allir leggja fyrir og boðið verði uppá Spariskírteini ríkissjóðs eins og fyrrum. Með góða ávöxtun og misháar upphæðir og áskrift. Vísitölutryggð eins og ÍL og bundin í 5 eða 10 ár.

Þá er komið lausafé og góð ávöxtun fyrir venjulegt fólk.

En DO forsætisráðherra, held ekki.

Hans tími er búinn og mér finnst best að hann hætti líka sem seðlabankastjóri. ekki að ég vantreysti honum, heldur til að koma einhverju ferskum að. Hann er orðinn fullorðinn og ég veit á eigin skinni að maður(kona) hefur minna úthald í vinnu og streituvinnu.

Hann á að fara að njóta efri áranna.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Eftir öll þessi ár með Sjálfstæðisflokkinn í forsæti þá er kominn tími á ný tök. Þjóðin situr í súpunni og hún er ekki bara bragðbætt með erlendu ástandi. Það er grein á visir.is eftir Friðrik Indriðason sem menn ættu að lesa.

http://www.visir.is/article/20081001/VIDSKIPTI06/495982933

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.10.2008 kl. 12:04

3 identicon

Ekki gleyma aðkomu Framsóknar í ríkisstjórn.

Bæði áttu þeir forsætisráðherra og nokkuð marga aðra. Fleiri en atkvæði þeirra á landsvísu gaf tilefni til.

Og Samfylkingin ætla að reynast verri en Framsókn. Og er þá illt í efni.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Framsóknarflokkurinn er ekki gleymdur - en vonandi geymdur á hliðarlínunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forsæti á annan áratug. Ég tel að ef hann verður í nýrri „þjóðstjórn“ þá eigi hann ekki að vera í forsæti og alls ekki með efnahagsmálin. Ný stjórn, e.k. þjóðstjórn, yrði að vera byggð á sáttmála sem setur frjálshyggjuna til hliðar. Samfylkingin er eina aflið sem gæti verið í forsvari við núverandi aðstæður. Eftir stanslaust „góðæri“ á stjórnartíma Sjálfstæðis og Framsóknar þá er allt í einu kominn efnahagslegur fimbulvetur. Það er ekki Samfylkingunni að kenna. Það voru ýmis teikn á loft áður en núverandi ríkisstjórn tók við.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.10.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ríkisstjórnir bera á öllum tímum mikla ábyrgð. Sú ábyrgð er þó þess eðlis að hún verður ekki innkölluð með öðru móti en því að svipta þær því lýðræðislega umboði sem þær starfa í. Það ástand sem nú blasir við er bein lending þeirrar vegferðar sem stjórnvöld buðu til og sögðu að færðin á veginum væri góð. Þeir vísuðu til efnahagsráðgjafa og greininadeilda vegvísi sínum til staðfestingar.

Nú gætu margir þulið stefið sem hann Gísli minn frá Eiríksstöðum orti á efri árum og kallaði:

Svikul veðurspá.

Ellin þagði um sárin særð,

svikabragð og fallið.

Æskan sagði; indæl færð,

er ég lagði á fjallið.

Vegvísir stjórnvalda reyndist feigðarstefna. Afleiðingarnar eru skelfilegri en svo að nokkur rísi undir ábyrgðinni. Gjaldþrot, atvinnuleysi, hjónaskilnaðir og upplausn heimila með tugi eða hundruð barna á samfélagslegum verangi. Mannskaðar jafnt í óbeinum sem beinum skilningi eru afleiðingar hrokafullrar heimskunnar. 

Eiginlega finnst mér óþarfi að þeir pólitíkusar sem á þessu bera mesta ábyrgð gangi hnarreistir, tali niður til þjóðarinnar og hreyti ónotum. Ég ætlast til að þeir-með orðum Stefáns Jónssonar fréttamanns-"gangi utanhallt við alfaraleiðir." 

Árni Gunnarsson, 2.10.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Að er athyglivert að samstarfsmenn DO í Seðlabankanum vildu taka 500 milljarða lán í vor, en DO staðið í veginum!  Nú hefur verið staðfest, að Seðlabankinn skoðaði ekki hugsanlegar afleiðingar gerða sinna/ráðgjafar sinnar um síðustu helgi á markaðinn.  Flýtirinn var slíkur við yfirtökuna á Glitni!  Og svo leyfir DO sér að stinga uppá þjóðstjórn sjálfsagt í von um  forsætisráðherrastólinn!  Er ekki kominn tími til að koma þessum manni á viðeigandi stofnun.  Að minnsta kosti að losa þjóðina við hann úr öllum embættum á hennar vegum!

Auðun Gíslason, 2.10.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Auðun Gíslason

það er athyglivert að samstarfsmenn DO í Seðlabankanum vildu taka 500 milljarða lán í vor, en DO staðið í veginum!  Nú hefur verið staðfest, að Seðlabankinn skoðaði ekki hugsanlegar afleiðingar gerða sinna/ráðgjafar sinnar um síðustu helgi á markaðinn.  Flýtirinn var slíkur við yfirtökuna á Glitni!  Og svo leyfir DO sér að stinga uppá þjóðstjórn sjálfsagt í von um  forsætisráðherrastólinn!  Er ekki kominn tími til að koma þessum manni á viðeigandi stofnun.  Að minnsta kosti að losa þjóðina við hann úr öllum embættum á hennar vegum!

Auðun Gíslason, 2.10.2008 kl. 20:19

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Þessi fréttaskýring, sem Hjálmtýr bendir á, ætti að vera skildulesning!  Kannski forseti Alþingis ætti að lesa hana upp fyrir þingheim.  En ljóst er að DO þarf að setja af.  Hann er ekki á vetur setjandi!  En hægri-bloggarar þegja þunnu hljóði!  Maður hefði haldið að þeir fögnuðu afrekum foringja sinna!

Auðun Gíslason, 2.10.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband