Ekki sama hver spurður er!

Fjölmargir hafa bent á að tiltekt í stjórnkerfinu og  ríkisstjórn skipti miklu í að breyta áliti Íslands út á við.  Hverjum á að taka mark á?  Jú,væntanlega þeim sem hafa kynnt sér ástandið.  Fjármálasérfræðingar eru meðal þeirra sem bera einna mesta ábyrgð á heimskreppunni.  Á að taka mark á þeim núna?  Er ekki tími fjármálasérfræðinga liðinn!

Hið  sama má segja um umsókn  í ESB.  Umsókn breytir í sjálfu sér ekki ástandinu hér og nú, en hún myndi bæta það álit, sem umheimurinn hefur á Íslandi.  Og ekki veitir af!  Hún myndi líka veita stjórnmálamönnum aðhald og markmið.  Þessu neita auðvitað þeir, sem vilja koma hér á einhverskonar sjálfþurftarbúskap að hætti 19. aldar.  En ESB snýst um fleira en beljubúskap og þorskhausa.  Sjálfsþurftarbúskapurinn er í boði framsóknarmanna í ýmsum flokkum, hagsmunagæslusamtaka sægreifa og búkarla.  Og svo náttúrulega sjálfbirgingslegra þjóðrembusinna, sem steita hnefann framan í heiminn og telja best að rífa kjaft, dæmið DO er svoleiðis eintak.


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skv. gengisskráningu Seðlabankans styrktist krónan í vikunni um 4%: Markaðurinn hefur fellt sinn dóm!

Gengisvísitala ISK 2009 vika 4

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Eftir því sem Valhallar-mávnum förlast meira flugið styrkist álit umheimsins á þjóðinni!  Semsagt, gott!

Auðun Gíslason, 24.1.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband