Kosning Sigmundar í ljósi dagsins í dag. Er Sigmundur hlaupatík flokkseigendafélagsins?

 

Átök á fjölmennum fundi framsóknarmanna. Stuðningsmenn Sigmundar með fjölda nýrra félaga

Mikil átök hafa orðið í kvöld á sameiginlegum félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur og Félags framsóknarkvenna, þar sem verið er að velja fulltrúa Reykvíkinga á þing Framsóknarflokksins 16. til 18. janúar næstkomandi. Fundurinn var boðaður í húsakynnum flokksins á Hverfisgötu en vegna mikillar þátttöku varð að flytja hann yfir í Þjóðleikhúskjallarann þar sem hann stendur enn yfir.

Helsta mál flokksþingsins verður kjör nýs formanns.

Þótt samþykktir flokksins banni að smalað sé á fundi þar sem kosið er til flokksþings virðist sem stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi mætt óvenju öflugir til leiks og komið keppinautum hans um formannsembættið á óvart. Rétt áður en flokksskrifstofan lokaði síðdegis mun Stefán Þór Björnsson, starfsmaður Fjármálaeftirlitsins, sem sagður er reyndur kosningasmali, hafa lagt fram inntökubeiðni 68 nýrra félaga, þar af á fjórða tug útlendinga.

Fullyrt var á fundinum í kvöld að sumir þessara útlendinga hefðu hvorki íslenska kennitölu né lögheimili hérlendis.

Stuðningsmenn Sigmundar undir forystu Kolbrúnar Ólafsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Sivjar Friðleifsdóttur, settu fram þá kröfu á fundinum, að nýju félagarnir fengju kosningarétt á fundinum.

Laganefnd félagsins tók málið fyrir og samþykkti að allir hinir nýju flokksfélagar fengju atkvæðisrétt.

Svo virðist sem stuðningsmenn Sigmundar geti ráðið mestu um það hverjir verða valdir á flokksþingið. Hafa þeir lagt fram sjálfstæða tillögu þess efnis, sem er önnur en fyrirliggjandi tillaga stjórna framsóknarfélaganna.

Heitar umræður hafa verið á fundinum og mikil spenna í lofti.

Gert hefur verið fundarhlé og voru menn að ráða ráðum sínum þegar síðast fréttist.

Viðbót:

Um miðnætti fréttist að setja ætti á fót fimm manna nefnd til gera tillögu um fulltrúa framsóknarfélaganna á flokksþingið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hahaha, ég læt sko ekki blekkjast, BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ, BURT MEÐ ÞINGRÆÐIÐ!!

Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Held að fólk fari að átta sig á að ekkert hefur breytst í Framsókn.

Kafbátarnir eru á fullu að pikka í Sigmund Davíð að gleyma ekki hefðum flokksins.

Gæta þröngra sérhagsmuna sukksvínanna út í eitt.

Kristján H Theódórsson, 29.1.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekkert hefur breyst!  Framsókn er hin sama og áður!  Sigmundur úlfur í sauðagæru!

Auðun Gíslason, 30.1.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skil ekki alveg! Það sem mig varðar núna um er að Sigmundur Davíð er að krefjast þess að flokksræðið og ráðherravaldið verði bara slæm endurminning. Þegar lagabreytingar frá þessu stjórnlagaþingi verða bornar undir þjóðina til samþykktar eða synjunar hafa framsóknarmenn hver um sig eitt atkvæði. Eins og við öll.

Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 00:08

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er skrýtið Árni að koma með skilyrði eftirá.  Allt í einu dúkkar hann með þessi skilyrði.  Og skilyrðið um kjördag er í meira lagi dularfullt.  Eitt atkvæði á mann!   Já, en það væri nú gott að geta smalað einsog á fundinn þann atarna

Auðun Gíslason, 30.1.2009 kl. 08:49

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Er Sigmundur að reyna að sprengja upp viðræðurnar með skilyrðinu um kjördag?  Það er spurningin.  Hvað varðar stjórnlagaþingið og frumvarpið um það, þá dustuðu framsóknarmenn rykið af frumvarpi Jóhönnu Sig. frá 1996 um sama efni.  Stjórnlagaþingið var á dagsskrá hjá Vg og SF fyrir.  Skilyrðið um kjördag er tortryggilegt og eftirákröfurnar minna á gömlu framsókn, gamla tíma, ekki nýja.  Er þetta dæmu um að allt eigi að vera uppá borðinu eða er þetta útspil gert í öðrum tilgangi?

Auðun Gíslason, 30.1.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband