Skattamálaumræða Sjálfstæðismanna: Skrattinn hvítþvær sjálfan sig!

 

Þessi ræða úr alþingi frá 1980 er fróðleg lesning.  Þegar maður les pistla délistamanna um skatta mál í dag og núning þeirra útí andstæðinga og fullyrðingar um að þessi eða hinn sé eyðslukló og vilji hækka skatta.  Eitthvað myndi Lárus Jónsson segja um framistöðu sinna manna í skattamálum.  Hann fárast yfir að skattar til ríksins séu að verða 29% af vergri landsframleiðslu.  Hvað er prósentan komin í nú eftir 18 ára samfelda setu sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.  Jú hún er komin langt uppfyrir 40%.  Hverjir hafa staðið að mestu skattahækkunum Íslandssögunnar.  Jú, sjálfstæðismenn.  Og vinsamlega sleppið þessum tuggum ykkar um skatta og skattahækkanir.  Og að þessi eða hinn muni hækka skatt eða eyða skattpeningunum.  Lítið í eigin barm kæru óvinir þjóðarinnar í sjálfstæðisflokksins.  Það  er kominn tími til!  Þið eigið að skammast ykkar og halda kjafti, svo ég vitni í virta blaðamann á ríkismogganum!

"Frsm. 2. minni hl. (Lárus Jónsson): Herra forseti. Hæstv. viðskrh. hélt hér mikla ræðu fyrir hvítasunnu um skattamál. Hann lagði ekkert minna undir en öll OECD-löndin og næstum hálfa heimsbyggðina og fór mörgum orðum um það, hversu skattheimta væri lítil á Íslandi í hlutfalli við það sem hún væri í öðrum löndum. Hæstv. ráðh. las hér upp úr nýútkominni skýrslu frá OECD tölur um það sem heitir á enskunni „current expenditure" í prósentum af „national product". Þetta er nú, svona til upplýsingar fyrir hæstv. ráðh., ekki alveg réttar tölur um það hvað skattheimta er mikil í þessum löndum. (Gripið fram í.) Það er ekki það sem skiptir máli, hæstv. ráðh. Þetta eru opinber heildarútgjöld og er þar náttúrlega um að ræða líka það sem viðkomandi ríki tekur að láni til að framkvæma fyrir. Hins vegar eru hér tölur um skatta. Þær eru allmiklu lægri en þær tölur sem hæstv. ráðh. las. En það skiptir kannske máli í þessu sambandi, að þessar tölur segja ekki nema hálfan sannleikann. Ég get ekki alveg fullyrt það, en ég held að þessar tölur séu bæði um ríki og sveitarfélög, um heildarútgjöld opinberra aðila og heildarskattlagningu opinberra aðila í þessum löndum.

En það, sem ég vildi gera hér að umræðuefni, og ég skal ekki lengja þetta mál, er sú þróun sem orðið hefur hér á landi að undanförnu í þessum efnum. Hæstv. ráðh. nefndi að nú væru skattar til ríkisins sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu 28.3% samkv. gildandi fjárlögum. Rétt er að undirstrika að hér er um að ræða áætlunartölu sem á eftir að breytast. Reynslan sýnir að þegar fjárlög eru gerð upp á þann hátt sem þau hafa verið gerð núna hækkar þessi tala þegar upp er staðið. Það er, held ég, flestra manna mál, sem gleggst þekkja til þessara mála, að skattar til ríkisins í ár verði sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nálægt 29%. Reynslan hefur orðið sú að undanförnu, að það er hægt að gera fremur ráð fyrir því en að hin talan standist, 28,3%.

Það er athyglisvert að gera sér grein fyrir því, hver þróunin í þessum efnum hefur orðið á undanförnum árum. Hér er sem sagt um að ræða langhæsta hlutfall sem þekkst hefur hér á landi. Árið 1961 var þetta hlutfall t. d. 20.6%, en er orðið núna tæplega 29%, þ. e. ríkisskattar af þjóðarframleiðslu. Á þeim áratug, sem liðinn er og hefur stundum verið kallaður framsóknaráratugurinn --- ekki veit ég af hverju, --- var þetta hlutfall lægst 1977, 25%, en er á þessu ári (1980) að nálgast 29%. Þetta kunna kannske ekki að þykja mjög háar tölur eða mikil hækkun, en 4% aukning skatta af þjóðarframleiðslu síðan 1977 þýðir hvorki meira né minna en 50 milljarða kr. Þjóðarframleiðslan er í ár metin á 1240 milljarða og 4% af því eru um 50 milljarðar kr. Hæstv. ráðh., bæði sem núv. viðskhr. og fyrrv. fjmrh., hefur því verið iðinn við kolann í þeim efnum, að þoka skattheimtu í þá átt að hún er nú hærri en hún hefur verið á undanförnum tveimur áratugum. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband