Ríkið yfirtaki Actavis hið fyrsta!

Nú er búið að yfir taka þessa peningamaskínu vaðmangaranna.  Íslenskir Aðalverktakar e.t.v. næstir.  Ég skrifaði nýverið um framferði lyfjafyrirtækisins Actavis á lyfjamarkaðnum.  Ef það svona nauðsynlegt að yfirtaka þetta apparat Straum til að bjarga einhverjum krónum, þá held ég að vel mætti réttlæta þjóðnýtingu á Actavis.  Það væri til að stöðva meinta markaðsmisnotkun fyrirtækisins og til að vernda sjúklinga fyrir enn frekari skakkaföllum vegna hennar!
mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála! Við megum heldur ekki við því að missa öll þau verðmætu störf sem eru lyfjaiðnaði hér á landi. Ef í hart fer á komandi krepputímum gæti auk þess komið sér vel fyrir ríkið að eiga lyfjafyrirtæki... á óróatímum er það nauðsynlegt öryggistæki. Það er nú ekki nema tæpur áratugur síðan ég vann á lagernum hjá Lyfjaverslun Íslands sem þá var nýbúið að einkavæða, en framleiðsluhlutinn var einmitt seldur til Delta sem síðar rann inn í Actavis, og heildsöluhlutinn rann saman við Lyfjadreifingu sem í dag heitir Parlogis.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband