Sjálfstæðismenn alveg gáttaðir? Arðrán er mergurinn í Sjálfstæðisstefnunni!

Það vekur furðu mína, hvað Sjálfstæðismenn á blogginu virðast gáttaðir á afætunum í HB Granda, að ætla að borga sjálfum sér arð í stað þess að standa við áður umsamdar launahækkanir til starfsfólksins!  Þeim til upplýsingar heitir þetta á mannamáli arðrán, og er einmitt mergurinn í Sjálfstæðisstefnunni. 

Annað sem vekur líka furðu mína, er að stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar væntanlegri lækkun á tryggingaiðgjöldum!  Á hverju heldur hann að íslenskur atvinnurekstur græði, og hafi grætt undanfarinn ár!  Sanngirni og hófsamlegri verðlagningu?  Nei,  gróðinn/arðurinn hefur fengist með okri og ósvífinni verðlagningu á vöru og þjónunstu!  Sem er einmitt inntakið í mottói stefnu Sjálfstæðisflokksins/nýfrjálshyggjunni:  Græðgi er góð!

Svo má bæta því við, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur notið góðs af, sbr. lýsingu Jóns Ólafssonar á innheimtu flokksins í sjóði sína!


mbl.is Launamálin endurmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem liður að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur landráðamanna sem er skítsama um Íslenska fólkið.
Í hruni Íslenska hagkerfisins eru sjálfstæðismenn í öllum aðalhlutverkunum, í bönkunum, fjármáleftirliti, ríkisstjórn og í æðstu stjórn fjármála í Seðlabankanum.
Þeirra menn eru arkitektar og hugmyndfræðingar að gjaldþroti íslensku þjóðarinnar.
Þessir landráðamenn hafe ekki aðeins látið sér nægja að eyðileggla efnahag Íslands heldur halda þér áfram eins og rottur að naga burtu það litla sem er eftir af stoðum Íslenska hagkerfisins.

Þetta má aldrei gleymast!
 
Kostnaður þjóðarinnar vegna stjórnar Davíðs Oddsonar og hyski hans er óheyrilega mikill.
Skuld ríkisins er núna varlega áætluð 3000 milljarðar ISK eftir 17 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins

3000 milljarðar ISK /(17 ár x 365 dagar) = 484 milljónir ISK á dag.

Niðurstaða:

Hver dagur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 17 ár hefur kostað almenning hálfan milljarð ISK í beint tap.

Jón (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"......Sjálfstæðisflokkurinn í öllum aðalhlutverkunum" Nákvæmlega!

Árni Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Og ekki tíma þeir að leyfa þjóðinni að lappa uppá stjórnskipulagið með stjórnlagaþingi, sem myndi kannski kosta sem nemur 3ja daga tapi þjóðarinnar af stjórn Sjálfgræðisflokksins!  Og enn er verið að hampa þessum aulum, sbr. Hannes Hólmstein.  

Auðun Gíslason, 19.3.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband