Fyrrverandi(?) þingmaður leitar að vinnu!

Siggi Kári fer mikinn á þinginu, enda örvæntingafullur um að missa þingsætið.  Skv. nýjustu könnun um fylgi flokkanna missir Siggi vinnuna.  Nú berst hann um á hæl og hnakka.  Kosningabarátta délistans fer fram á Alþingi með málþófi og innihaldslausum langlokuræðum þingmanna hins stefnulausa Sjálfstæðisflokks!

Siggi Kári er lögfræðingur að mennt og kannski getur hann snúið sér að störfum sem slíkur.  En hann verður þá að standa sig betur sem verjandi en hann gerði í máli sem ég átti aðild að fyrir héraðsdómi.  Þar mætti hann ekki í fyrirtöku málsins. Það hefði þýtt, að málið hefði tapast og kostað mig og fjölskyldu mína stórfé!  En sem betur fer var ég staddur í dómssal og átti aðild að málinu!  Þessvegna tapaðist málið ekki!  Ég tek það fram að þetta var rakið mál og gat aðeins tapast, ef engin hefði mætti í fyrirtökuna fyrir hönd stefnda!  Og þar klikkaði Sigurður Kári!


mbl.is Soffía frænka og Kasper
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha? Nú er ég ekki alveg að fatta málið. Ertu að segja að stefnandi (eins og ég geri ráð fyrir að þú hafir verið í málinu sem þú ræðir um) geti tapað máli einfaldlega af því að hvorki hinn stefndi né verjandi hans hafi fyrir því að mæta í réttarsal?

En jú það er mikið rétt að eflaust þarf Sigurður Kári að fara búa til ferilskrá og sækja um vinnu hjá fyrirtækjum hliðhollum SjáLfstæðisFLokknum.

bjkemur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Nei, þú hefur misskilið, eða textinn ekki nógu ljós!  Fjölskyldumeðlimi var stefnt og var ég aðili að máli, sem sagt varnaraðili í málinu og Sigurður  Kári verjandi!  Ef stefndi eða fulltrúi hans, verjandi, mæta ekki í fyrirtöku tapast málið fyrir stefnda!

Auðun Gíslason, 16.4.2009 kl. 14:31

3 identicon

Já auðvitað, ég var bara ekki alveg með á nótunum þegar ég las þetta fyrst (eins og mér er stundum tamt )

Það segir sig sjálft að verjandi sem mætir ekki og hættir þannig á að tapa máli skjólstæðings síns er ekki starfi sínu vaxinn. Kannski að Sigurður hafi hvorki mátt vera að því af því hann var of önnum kafinn við að sinna FLokknum sínum, hugsanlega við að sníkja fé út í bæ eða sinna öðrum störfum, þ.e. öðrum en störfum sem alþingismaður? Hver veit.

Formaður flokksins hætti jú sem stjórnarformaður hjá N1 til að geta "einbeitt sér að störfum sínum á Alþingi" eins og hann orðaði það sjálfur. Ég verð alltaf jafn hlessa þegar ég les um að þeir sem starfi fyrir þjóðina séu of uppteknir við að sinna öðrum störfum og hafi þ.a.l. ekki tíma fyrir störf sín á Alþingi.

Þetta virðist vera regla frekar en undantekning hjá Sjálfstæðismönnum.

bjkemur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:35

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta var nú áður en Siggi fór á þing!

Auðun Gíslason, 16.4.2009 kl. 19:55

5 identicon

Sem gerir það þá ennþá illskiljanlegra af hverju hann gat ekki sinnt vinnunni sinni betur en hann gerði.

bjkemur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband