Tökum bara kúlulán!

Þegar kemur að því að borga Icesave verður þjóðin örugglega búin að gleyma öllum afglöpunum á valdatíð Sjálfstæðisflokksins í 18 ár, og búin að kjósa hann aftur til valda.  Þá tökum við bara kúlulán fyrir Icesave-reikningnum og málið leyst!  Vanir menn (og konur)!

"Getum ekki prentað gjaldeyri."  Vissu fleiri en þögðu þó!

Er von að Jónasi þyki þjóðin vitlaus?


mbl.is Getum ekki prentað gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

IceSave samningurinn er kúlulánasamningur! Ekki nóg með það heldur er hann samningur um myntkörfulán! Ætla Íslendingar aldrei að læra af reynslunni eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það sem verra er.  Fólk trúir því enn, að Sjálfstæðismönnum sé best treystandi fyrir fjármálum ríkisins!  Nei, við lítum almennt ekki á reynslu sem eitthvað (einhvern ávinning) til að læra af.  Eini ávinningurinn sem meirihlutinn skilur eru krónur og aurar.  Einu gildin sem fólk "diggar" svona almennt eru auður og vegtyllur.  Alveg sama þó hvorutveggja sé illa fengið eða á hæpnum forsendur.  Gildi einsog að standa við orð sín, heiðarleiki og slíkt. Það er bara fyrir furðufugla og "avvikera".

Auðun Gíslason, 3.7.2009 kl. 14:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Fólk trúir því enn, að Sjálfstæðismönnum sé best treystandi fyrir fjármálum ríkisins!"

Ekki ég, og á kvittun fyrir því undirritaða og stimplaða í möppu heima hjá mér.

"Eini ávinningurinn sem meirihlutinn skilur eru krónur og aurar. "

Undirritaður hefur heldur aldrei fattað hrifningu fólks af pappírsmiðum með tölum á, sama hvað núllin eru mörg. Það sem skiptir máli er hvað maður getur keypt fyrir þá, annars gæti maður allt eins verið að spila Matador.

100 Billion Zimbabwe Dollars

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2009 kl. 14:52

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Gott hjá þér!  Við erum sennilega í minnihluta!

Auðun Gíslason, 3.7.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband