Opinber rannsókn á starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur nauðsynleg.

Málefni Barnaverndar hafa hafa verið í kastljósinu síðustu vikur.  Æ betur kemur í ljós, hvernig sú stofnun vinnur.  Lög og reglur eru brotnar af starfsmönnum eftir hentugleika.  Þeir smíða sé reglur sjálfir eftir hentugleika hverju sinni.

Ýmsar ástæður eru fyrir því, hversvegna stofnunin vinnur svona.  Stofnunin er lokuð og mikil leynd hvílir yfir vinnu hennar.  Enginn utanaðkomandi virðist fara yfir, og fylgjast með vinnu hennar.  Mishæfir starfsmenn taka ákvarðanir.  Hópsefjun á sér stað.  Starfsmenn taka jafnvel fram fyrir nefndinni, sem þeir eiga að vinna undir.  Athyglisverð eru viðbrögð stofnunarinnar við allri fjölmiðla- og bloggumræðu.  Stofnunin harmar umræðuna.  Opin umræða má sem sagt ekki fara fram um stofnunina og vinnubrögð hennar.  Hún dregur nefnilega uppá yfirborðið afkáraleg mistök starfsmanna stofnunarinnar og gæti jafnvel stöðvað stofnunina í gerræðislegum aðgerðum hennar gegn börnum sem verða fyrir barðinu á henni!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, eða allt frá því að fjölskylda mín kynntist vinnubrögðunum, að opinber rannsókn á stofnuninni sé nauðsynleg.  Þau þrjú mál sem ratað hafa í umræðuna undanfarið eru aðeins toppurinn á ísjakanum!  Hverjum er stofnunin að þjóna í þessum málum?  Í málunum þremur er ljóst, að það eru ekki börnin.  Eru það þá væntanlegir fósturforeldrar og þeir sem vilja ættleiða börn?  Rekur stofnunin þá einhverskonar ættleiðingarþjónustu, og verkefnareddingar fyrir fósturforeldra á vegum stofnunarinnar?


mbl.is Barnaverndarnefnd lýsir trausti á Barnavernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Saga barnaverndar á Íslandi er blóðug á hverri síðu. Engin stofnun hefur viðkvæmari verkefni með höndum. Það sem helst vekur athygli mína er ótrúverðug vinnubrögð.

Árni Gunnarsson, 20.11.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband