Skúli ER veruleikafirrtur, ekki spurning! Eða kannski bara rafmagnslaus?

Það er greinilegt, að framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins er sæmilega veruleikafirrtur.  Fyrir það fyrsta ber umhverfisráðherra að gæta þess að lögum sé fylgt.  Í öðru lagi er það hlutverk umhverfisráðherra að vera málsvari umhverfisins, ekki útlendra auðhringa!

Það væri betra, að Skúli temdi sér hófsamari talsmáta, þó seint sé.

Svo má velta fyrir sér hversu vel Skúli hefur fylgst með umræðunni undanfarið.  Það liggur fyrir að það verður ekki einfalt mál að framleiða allt það rafmagn, 635 kw, sem þessi álbræðsla mun þurfa.  Auk rafmagns fyrir 3 netþjónabú, málmþynnuverksmiðju, stækkun í Straumsvík og fleira, sem er í bígerð.  Skúli ætti kannski líka að velta fyrir sér, hversu skynsamlegt það er að byggja stóran hluta atvinnulífsins á rekstri útlendra stóriðjufyrirtækja.  Það er nefnilega þannig að allur arður af þessum verksmiðjum er fluttur til útlanda, en ekki nýttur innanlands til frekari fjárfestinga og uppbyggingar.  Skúli var á sínum tíma sýslumannsfulltrúi á Seyðisfirði.  Austfirðingar voru á þeim tíma illa brenndir eftir síldarárin.  Allur arður af síldarsöltun og bræðslum var nefnilega fluttur annað, þar sem heimamenn áttu ekki verksmiðjurnar og síldarplönin!  Vill hann að við verður líkt og Austfirðingar háðir aðkomumönnum um stóran hluta atvinnulífsins?  Sem þar að auki mun í framtíðinni hindra uppbyggingu annarrar atvinnustarfsemi vegna orkuskorts.  Öll raforkan verði sem sé seld áliðjunni?


mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband