30.1.2008 | 00:29
Ásta Möller í forsetaframboð???
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.1.2008 | 00:00
Ofvitinn að vestan!
![]() |
Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2008 | 13:27
Ríkisbáknið...
...blæs út, sem aldrei fyrr. Nú á að setja á laggirnar en eina ríkisstofnunina. Og hverjir eru þar í fyrirsvari fyrir einn helsta andstæðing ríkisumsvifa, Guðlaug Þór Þórðarson. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar (?). Er þetta sá hinn sami og er formaður stjórnar Tryggingastofnunar og situr í stjórnum einka- og fjármálafyrirtækja víða? Hvenær hafa menn tíma til að sinna öllum þessum sporslum sínum hjá ríkisbákninu. En kannski skiptir skilvirknin engu máli, enda fá menn greitt án tilllits til hennar. Ekki það að BJ þurfi svo mikið á þessum peningum að halda, en þær eru margar matarholurnar. Og þangað leyta peningarnir þar sem þeir eru fyrir, og svo er einnig um nefndabitlingana, sem svo voru nefndir hér í eina tíð.
En hvar er Ríkiskaup/Innkaupastofnun Ríkisins? Er búið að leggja þá stofnun niður, eða hvað?
![]() |
Benedikt verður stjórnarformaður sjúkratrygginga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2008 | 12:59
Nefnd hér...
...og starfshópur þar. Og ekkert gerist. Tala og tala og tala meir. Mjög einföld aðgerð til að uppræta fátækt: Hækka bætur og hækka persónuafslátt í samræmi við hækkun framfærsluvísitölu frá þeim tíma, að staðgreiðslu var komið á.
Annað tiltækt ráð til úrbóta: Afneitun. Hvaða fátækt? Það er engin fátækt á Íslandi. Þetta er bara spurning um viðmiðun og að reikna rétt. Þetta hefur gefist hægrimönnum vel.
Þriðja ráðið: Tala og tala og tala meir. En hefur það gefist vel? Nefnd hér og starfshópur þar. Ágætis sporsla fyrir nefndarsetumenn. Ekki fátæktin þar. Hvar sækir maður um?
![]() |
Aðgerðaáætlun gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 21:42
Húmoristinn BB...
28.1.2008 | 19:18
Merkilegt...
...að löggan mætti! Nágrannarnir hafa sennilega hringt, en ekki fórnarlambið sjálft. Heppinn að hann var ekki handtekinn. En var eiginkonan flutt í kvennaathvarfið eða í sett í fangaklefa. Eða bíður hún heima með hafnarboltakylfuna. Þetta er sjálfsagt einhver fjandans femínisti með fórnarlambskomplex!
Annars er þetta þriðja fréttin, sem ég les um ofbeldisbeitingu kvenna í samskiptum við fólk í dag. Er eitthvað að koma uppá yfirborðið, sem ekki hefur mátt tala um fram að þessu? Hvað segja femínistarnir?
![]() |
Á sjúkrahús eftir heimiliserjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 19:00
Tökum okkur nú saman ...
...í andlitinu og þöggum þetta vandamál áfram! Við vitum það allir, að það er bara hlegið að karlmönnum með vandamál. Að ég tali nú ekki um karlmenn sem búa við ofbeldi heima hjá sér, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Þegjum svo áfram, allir í kór!
Bið að heilsa Ólafi F.!
P.s. Löggan neitar meira að segja að mæta á svæðið, þó eiginkonan veifi eldhúsbreddunni yfir höfðinu á eiginmanninum og kornabarninu á heimilinu! Þegjum bara áfram!
![]() |
Karlaathvörf yfirfull í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 18:49
Og hvað???
28.1.2008 | 11:57
Mannréttindabrot.
Er þetta ekki sama konan og klúðraði skipun formanns barnaverndar. Næst á dagskrá er mannréttindabrot á okkar minnstu bræðrum. Uppástunga: Jórunn Frímanns fái sér vinnu við eitthvað sem hún ræður við. Hún afhjúpaði sjálfa sig fullkomlega hér á blogginu fyrir rúmum 3 mánuðum í kjölfar valdamissis djélistans. Þvílíkur málflutningur! Ráðlegg öllum sem velta fyrir sér hverskonar manneskja þetta er að lesa blogg Jórunnar frá þeim tíma.
Varðandi framfærslu Reykjavíkurborgar þá er hún í samræmi við þá hugmynd, að allir eigi rétt á lágmarksframfærslu. Það er byggt á Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En um það veit Jórunn sjálfsagt ekki nokkurn skapaðan hlut.
![]() |
Hugsanlegt að skilyrða aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 22:19
Eitt lítið valdarán í síðdegisteboði í Vesturbænum!
![]() |
Mótmæla nýjum meirihluta í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2008 | 23:39
Trúlegt...
![]() |
Allt upp á borð varðandi REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2008 | 21:49
Ísraelar...
...herða tökin á Ghettóinu. Hvenær verður gripið í taumana? Gaza, Varsjá, Ramallha. Hvað eiga þessi svæði sameiginlegt? Hvað ætlar alþjóðasamfélagið að líða framferði Ísraelsstjórnar lengi? Olmert talar um að íbúum Gaza verði ekki veittur neinn munaður. Er forsætisráðherrann eitthvað bilaður? Munaður íbúa Gazasvæðisins er svona svipaður og munaðurinn sem Gyðingum var boðið uppá í getthóinu í Varsjá, og svo skal herða tökin smátt og smátt. Eru mannréttindi bara ætluð sumum í heiminum í dag? Trúar-fasistaríkið Ísrael virðist endalaust komast upp með aðskilnaðarstefnu sína og hernaðarstefnu. Varla eru það börn og gamalmenni, sem standa að þessum flugskeytaárásum. Með öðrum orðum hinn almenni borgari. Aðgerðir Ísraelsmanna bitna hinsvegar mest á þeim. Hvenær ætla Sameinuðu þjóðirnar að siða þetta afkvæmi sitt til. Undir verndarvæng UN og USA stunda Ísraelar hryðjuverkastarfsemi gagnvart óbreyttum borgurum innan lands og utan og fyrrnefndir aðilar líta undan og fjármagna ofbeldisstarfsemina.
Frá stofnun hefur Ísrael verið stýrt af hryðjuverkamönnum og er enn! Hvenær verða þeir stoppaðir af?
![]() |
Olmert: Neyðarástand mun ekki skapast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 21:11
Hægrimenn...
...eru ekki haldnir neinni sérstakri verkfælni þegar kemur að því að svíkja samherjana og stinga þá í bakið. Það er alveg ljóst. Fyrir einhverjum 100 dögum sviku dvergarnir sex þann sjöunda, Gamla góða Villa sinn. Gamli góði Villi sveik dr. Ólaf í tryggðum eftir síðustu kosningar. Síðustu vikur hafa farið í plástranir á borgarstjórnarflokki djélistans, en þó einkum í umvandanir innanflokks við einstaka fulltrúa.
Ekki var að sjá, að allir borgarstjórnarfulltrúar djélistans væru jafn sprækir með framvindu mála, svo maður segi nú ekki, að þeir væru með skítabragð í munninum. Gísli Marteinn, Hanna Birna og fleirri voru ekki mjög glöð að sjá og Þorbjörg Helga virtist vera með grátkökkinn í hálsinum. En kannski bara af gleði yfir að geta kannski krækt sér í feitann bita úr borgarstjórnarkjötkötlunum.
Nú ætla ég bara að vona að þeir fyllist ekkert af verkkvíða á vormánuðum!
![]() |
Ólafur og Vilhjálmur stýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2008 | 22:22
Skríll!
![]() |
Brugðist við nýnasistum eins og náttúruhamförum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2008 | 17:09
Að hengja bakara fyrir smið???
Ekki misskilja mig. Ég er á engan hátt að verja þennan gjörning, en Árni greyið hefur sjálfsagt bara gert einsog fyrir hann var lagt. Sem sagt hlýddi og gerði einsog honum var sagt. En einsog einhver snillingur benti á eiga góðir drengir að njóta ætternis síns! Enda vita allir Íslendingar að góð menntun og mikil starfsreynsla eru miklu síðri kostir heldur en að vera af góðum ættum, að ég tali nú ekki réttum ættum. Annars hef ég nú alltaf hálfpartinn vorkennt þessum dreng, Þorsteini Davíðssyni. Vissi aldrei af hverju, en það laukst upp fyrir mér á laugardagskvöldið fyrir framan imbann.
![]() |
Oft gerst að ráðherrar fari ekki að áliti álitsgjafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2008 | 01:20
Í hænsnakofanum hjá Agli/Silfur Egils???
Ég ætla nú ekki að tjá mig um þáttinn í dag, nema frammistaða Egils Helgasonar í umfjölluninni um bókina "Islam með afslættin" vakti hjá mér bæði undrun og hálfgerða skelfingu. Egill virtist ætla úr límingunum þegar hann tjáði skoðanir sínar um "múslima" og Islam. Og einsog oft áður hafði hann mun meiri áhuga á að koma sínum skoðunum á framfæri, en að leyfa áhorfendum að njóta þekkingar og álits gesta þáttarins. Annar þeirra er einn fremsti sérfræðingur íslenskur um þessi mál, en hinn er meðal ritstjóra bókarinnar.
Ég man eftir tveim málum öðrum sem virðast sérstaklega raska geði Egils, en það er kristin trú og kirkja og svo loftslagsmál og Al Gore, auk fyrrnefnds umræðuefnis.
Silfur Egils/Í hænsnakofanum hjá Agli líkist æ meir spjallþáttum á á Fox-sjónvarpsstöðinni. Sú stöð er málpípa kristinni hægri-öfgamanna/Republicana. Og þar fara menn einmitt gersamlega úr jafnvægi yfir fyrrnefndum málefnum. Og hafa reyndar svipaðar skoðanir og Egill Helgason á þeim. "Múslimar", Al Gore, loftslagsmál, frjálslyndi í trúmálum, femínismi, frjálslyndi í kynferðismálum, Sameinuðu þjóðirnar, etc.,etc. Allt er þetta eitur í þeirra beinum. Egill Helgason er farinn að samsama sig þessu hægrisinnaða öfgaliði æ meir. Hvert stefnir þessi fyrrum frjálslyndi gæða þjóðfélagsrýnir? Mér er spurn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 19:34
Bætt kjör láglaunafólks? Ábót.
Ekki nóg með einfeldnislegan málflutning, heldur fer framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, með rangt mál þegar hann nefnir upphæðina, sem sérstök hækkun persónuafsláttar myndi "kosta ríkissjóð". Mun þar aðeins skakka 26 milljörðum. Svona villu leyfa sér þeir menn einir sem vanir eru að fjalla um fé sem þeir eiga ekki sjálfir.
Kostar ríkissjóð? Fer það nú ekki að verða svolítið þreytt röksemd? Og hvað með það þó að það kosti ríkissjóð einhverja peninga. Er ekki kominn til að opna fyrir einhverja aðra sýn á veruleikann en þessa þreyttu sýn öfgafullra hægri manna frjálshyggjunnar. Allar umbætur kosta peninga, en umbætur skila venjulega góðum árangri. Öll samfélagsleg starfsemi kostar peninga. Hægri öfgamenn vilja í orði kveðnu minnka umsvif ríkisins, en auka þau sífellt, þrátt fyrir sífelldan niðurskurð í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Öll samfélagslega neysla, félagsleg aðstoð, heilbrigðisþjónusta og skólakerfi er í sífelldu fjársvelti. Hvert fara svo auknar tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld? Má sem dæmi nefna fáranlegan eftirlitsiðnað, sem skilar verri árangri en þegar sama starfsemi var á hendi opinberra fyrirtækja. List- og skemmtiiðnað af ýmsu tagi sem rekinn er undir formerkjum listar. Ekki má gleyma styrkjum til rekstrar samtaka atvinnulífsins af ýmsu tagi. Rekstur rannsóknarstofnana sem þjóna atvinnurekendum og þeir tíma ekki að reka sjálfir fyrir eigið fé og enn síður að þeir hafi áhuga og frumkvæði til þess.
Hvað myndi ríkissjóður fitna mikið, ef laun væru hækkuð um 3% og hvert myndu þeir peningar renna á endanum? Kannski í lækkaða skatta hátekjumanna? Allavega ekki til Félagsmálaráðuneytisins eða Heilbrigðisráðuneytisins, þ.e. verkefna þeirra. Reyndar virðist allt stefna í að ráðherra heilbrigðismála muni leggja heilbrigðisþjónustuna í rúst með einkavæðingarrugli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 16:13
Ys og þys útaf engu?
![]() |
Ástandið um borð hræðilegt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008 | 15:22
Bætt kjör láglaunafólks?
![]() |
Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008 | 14:49