29.2.2008 | 21:51
Kapítalisminn á brauðfótum!
![]() |
Fjöldauppsagnir hjá deCode |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.2.2008 | 21:37
Heimskulegustu ummæli stjórnmálamanns!
29.2.2008 | 16:18
Íslenskir bankamenn tregir!
![]() |
Vandi hve illa gengur að laða að erlenda fjárfesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.2.2008 | 15:53
Einkavinavæðing?
Getur Þorgerður Katrín ráðstafað eigum ríkisins að vild sinni. Þarf ekki Alþingi að samþykkja svona gjörning. Þarf engin umræða að fara fram um það þegar stærsti framhaldsskóli landsins er afhentur til einkarekstrar. Þetta finnst mér slæmar fréttir og stríða gegn þeirri stefnu sem á að tryggja öllum jafna möguleika til náms. Efast um að gróðafíkinn einkarekstur hafi áhuga á að tryggja svoleiðis hugsjónir. Það tók áratuga baráttu. Það vill oft gleymast að það var eitt af baráttumálum verkalýðshreyfingarinnar á fyrrihluta síðustu aldar. Og hafðist ekki átakalaust. Nú er því tekið sem sjálfsögðum hlut. Og þá er hættan sú að árangurinn glutrist niður, ef við stöndum ekki vörð um þessi sjálfsögðu mannréttindi. Að langskólamenntun verði áfram sjálfsagður réttur allra, ekki bara þeirra sem "eiga" peninga.
Í þessu samhengi er vert að minnast á lífeyrissjóðakerfið. Því var komið á að kröfu verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningum. Líkt og almennri skólaskyldu og jöfnum möguleikum allra til náms. Þetta voru baráttumál verkalýðshreyfingarinnar og kostaði mikla baráttu og ströggl við borgarastéttina, sem var þessum málum öllum andsnúin. Það var lenska hér um árabil að agnúast útí lífeyrissjóðakerfið (sú umræða lognaðist útaf, sem betur fer, enda full af bulli) og vildu margir leggja niður þetta kerfi og einkavæða og tengja einkaeign, s.s. breyta úr sameign. Nú, í ólgusjó hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu kapítalismans, er þetta kerfi okkar sterkasta vopn. Lífeyrissjóðakerfið er eitt af því sem kemur í veg fyrir á íslenskt efnahagslíf hrapi niður alla alþjóðlega lista, sem virðist vera svo mikilvægt í hinum alþjóðlega kapítalisma. Nú þykjast margir Lilju kveðið hafa, einkum þeir sem hafa allt haft á hornum sér gagnvart þessum réttindamálum verkalýðsins.
Nýjasta atlagan að réttindamálum alþýðunnar er sú hugsjón hægrimanna að leggja niður Íbúðalánasjóð og afhenda bönkunum eignir hans og rekstur til fullrar nýtingar. Bankakerfi sem stendur á brauðfótum. Það er athyglisverð fréttamennska, þegar sagt er frá því að bankakerfið og Seðlabankinn eigi eignir uppá 10.000 milljarða. Ekki er minnst einu orði á að þetta er ekki hrein eign. Á móti koma nefnilega skuldir. Sem dæmi má nefna KB-banka. Hrein eign hans er ekki nema nokkur hundruð milljarðar, þó eignir hans séu talsvert meiri. Eignir-Skuldir=Hreinar eignir. Hvernig verða svo vaxtakjörin hjá fasteignakaupendum þegar Íbúðalánasjóður verður úr sögunni? Nóg eru vaxtakjörin undarleg hjá einkabankakerfinu í dag. Okurlánastarfsemin er svo afsökuð með stýrivöxtum Seðlabankans, sem koma málinu ekkert við. En bankarnir hafa ekki tekið lán hjá Seðlabankanum, heldur í útlöndum. Tekið lán á lágum vöxtum og endurlánað þá innanlands á okurvöxtum. Síðan hafa bankarnir beitt viðskiptahindrunum til að koma í veg fyrir samkeppni á markaðnum. Svona svipað og tryggingafélögin, en það er svo eitt enn dæmið um villimennskuna, sem íslenskir kapítalistar hafa komist upp með í skjóli hægrisinnaðar stjórnmálamanna. Stjórnmálamennirnir hafa samþykkt þetta allt með þögn og aðgerðarleysi og nú er komið að Íbúðalánasjóði. Nú ætla þessir sömu stjórnmálamenn, þessir vikadrengir auðvaldsins, að afhenda bönkunum starfsemi íbúðalánasjóðs.
Það er verið að skerða mannréttindi alþýðu landsins og árangur margra áratuga baráttu er fyrir borð borinn! Þessu fagna að sjálfsögðu hægrimenn og einkavinavæðingarsinnarnir. Og Alþingi heldur kjafti! Enda ekki von á öðru.
![]() |
Menntafélagið yfirtekur rekstur skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 17:58
Glúmur áfrýjar!
Þetta fólk kallaði ómar skríl! Allir sem eru greinanlegir á myndinni geta hugsanlega farið í mál við hann og hirt af honum ca, 800.000 krónur hver! Ef það sama á yfir alla að ganga. En það skiptir kannski máli að vera "frægur." Þó ekki sé nema pínulítið!
Glúmur áfrýjar.
Gott að vita það. Vonandi að Hæstiréttur snúi við þessum dómi héraðsdóms í máli ómars r. valdimarssonar gegn Glúmi Úlfarssyni. Spurning hvort það skipti máli í svona dómsmáli að vera "frægur", en það er einmitt spurning sem ómar varpaði á bloggi sínu fram vegna dóms yfir Kalla Bjarna á sínum tíma.
Talandi um blogg ómars r.. Hvað ætli séu margir sem hugsanlega gætu farið meiðyrðamál við ómar vegna bloggfærslna hans. Mætti þar telja ýmis fyrirtæki og einstaklinga mismunandi "fræga." Ýmsir Femínistar eiga hugsanlega harma að hefna. Ekki ólíklegt að jafnvel Fjárlaganefnd Alþingis gæti hugsanlega kært ómar fyrir meiðandi ummæli. VinstriGræn sem flokkur, einstöku þingmenn Vg, Birkir j. Jónsson, etc. Það er að segja, ef Hæstiréttur snýr ekki við þessum nýfallna dómi.
P.s. Vona að þessi skrif kosti mig ekki 800.000 krónur. Hræsnarar eru til als líklegir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 09:23
Vefjahöttur?
Sérkennilegt mál! ómar þessi telur ekkert eftir sér og sparar ekki stóru orðin um ýmsa á bloggi sínu. M.a. má þar finna ummæli einsog "skríll" um mótmælendur á pöllum í Ráðhúsinu, "ræningjar" um birgja og "glæpamenn" um veitingamenn (reyndar eru nöfn birgjanna og veitingahúsanna tilgreind á tengli, en að baki þeim eru trúlega einstaklingar). Nöfn sumra þessara fyrirtækja eru á bloggsíðunni sjálfri. Einhverntíma hefði verið talað um róg af minna tilefni. Kannski finnst ómari þessi orð léttvægari en þau sem Glúmur lét falla um hann sjálfan. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hverskonar innræti liggur að baki skrifunum um frambjóðandann og líka ummælunum um Pólsku verkamennina, sem veiktust á Kárahnjúkum! Það getur vel verið að það þyki sniðugt á sumum bæjum að tala með fyrirlitningu og hroka um Pólverja og frambjóðendur Vg, en það er bara á sumum bæjum. Kannski ómar hafi einhvern tilgang með því annan og meir en að tala/skrifa illa um viðkomandi? Þetta fellur örygglega í kramið, þar sem því er ætlað!
Tilefni bloggs Glúms um ómar voru mjög rætin skrif ómars um frambjóðenda VinstriGrænna. Þar var meðal annars dróttað um að frambjóðandinn vildi að einhver tiltekinn einstaklingur rotnaði í fangelsi um aldur og ævi. Lak mannhatrið af bloggi þessu. Sjálfsagt hefur ómari verið klappað og strokið af einhverjum fyrir, enda sjálfsagt tilgangurinn með mannorðsníðinu?
Hvað eiga Islamistar og ómar r. valdimarsson sameiginlegt?
P.s. Vona að þessi skrif kosti mig ekki 800.000 krónur. Maður veit aldrei uppá hverju hræsnarar taka!
![]() |
Sekur um meiðyrði á bloggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 22:16
Kapítalisminn á brauðfótum!
Öðru vísi mér áður brá. Hvað eru margar vikur síðan Geir og nær öll þjóðin fékk stjörnur í augun, ef minnst var á bankaburgeisana og allt hitt "útrásarliðið"? Máttu varla vatni halda. En um leið og á móti blæs ætlar allt að kikna af áhyggjum. Kreppa, kreppa.
Kannski við eigum eftir að fá umræður um þjóðnýtingu? Fá ríkisbanka á ný? Verður þá Baugur Group, FL group og GROUPGROUP etc. þjóðnýtt líka? Viðskiptamódel hvað? Það er ekkert að viðskiptamódelinu. Kapítalisminn stendur einfaldlega á braufótum, nú sem áður! Og óþarfi að kenna sparisjóðsstjórum í dreifbýli BNA um ástandið.
Og óþarfi að fá hland fyrir hjartað. Horfumst í augun við sannleikann. Kapítalisminn stendur á brauðfótum og hefur alltaf gert. Þetta vita Bretar. Þeir taka fram löngutilbúnar áætlanir um þjóðnýtingu til að bjarga kapítalistum í klípu. Vanir menn. Hér á landi grípa menn varla til slíkra ráða, heldur munu ráðamenn sitja tárvotir í hlandpollinum meðan allt fer til fjandans. Ef það fer þá til fjandans. Sem ég er reyndar að vona. Nú sé komið að svanasöng kapítalismans.
![]() |
Menn hafa verið djarfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2008 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.2.2008 | 21:31
Slæmur í fótunum?
"Ríkið það er ég".
En fer ekki allt í bál og brand í stóra flokknum ef Villi stígur niður? Hvað er nú orðið af "glundroða" kenningu Sjálfstæðismanna. Ýmislegt hefur gengið á hjá vinstrimönnum síðustu áratugina, en ég held að dvergarnir sjö toppi það allt. Þeir eru duglegir, þeir mega eiga það !
![]() |
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2008 | 01:34
Skammastu þín Össur!
Úr sýningu Borgarleikhússins. Hefur ekkert með blogg Össurar að gera.
Auðvitað á Össur að skammast sín! Hann er á góðri leið með að redda pólitískri framtíð Gísla Marteins. Gísli, og fleiri á þeim bæ, var á góðri leið með að plotta sig útí horn í pólitíkinni, en nú fleytir samúðarbylgjan honum á toppinn(?). Hvað er betra fyrir stjórnmálamann í óvissu ástandi og ólgu heldur en einmitt samúð samfélagsins?
Ekki vissi ég að Sigurður Kári væri dramadrottning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 15:36
Umræður á Alþingi.
21.2.2008 | 10:20
Félagshyggja? Hvað segja Samfylkingarbloggarar? Þeir verða að gera svo vel og útskýra þetta fyrir oss aumum vinstrimönnum og kommum!
Er þetta einhver ný tegund af félagshyggju- og jafnréttisstefnu hjá ríkisstjórn Íslands. Var ekki verið að leggja áherslu á að hækka tekjur hinna lægst launuðu. Forystumönnum ASÍ finnst þetta sjálfsagt "algert aukaatriði", sbr. frétt um stimpilgjöldin hér á mbl.is. En ef þessi gerningur ríkisstjórnarinnar gengur gegn skoðunum Samfylkingarinnar í velferðarmálum verður hún að minnsta kosti að útskýra málið fyrir kjósendum sínum. Ég hef ekki kosið Samfylkinguna og reikna ekki með að það breytist. Mér hefur aldrei fundist þessi "jafnaðarstefna" hægrikratanna fýsilegur kostur og reyndar frekar ótrúverðug stjórnmálastefna. Samsuða af frjálshyggju og socialdemokratisma sem minnir mest á Mússólínífarganið!
En kannski ræður Samfylkingin engu í ríkisstjórninni? Og skýrir það e.t.v. reiðiköst Össurar á nóttunni í bloggheimum.
![]() |
Bætur hækka um 3 til 4% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 22:12
Gáfnaljósið að vestan?
20.2.2008 | 21:59
Til hvers vildu þeir vita það?
20.2.2008 | 21:40
ÖL hvað?
20.2.2008 | 21:37
Gáfnaljósið að vestan.
En er hann að. Nú ætlar hann að bjarga síðustu loðnunni. Einusinni ætlaði hann að bjarga íslensku efnahagslífi með því að leggja niður vaxtabætur. Það hlustaði enginn á hann þá. Af hverju að hlusta á hann núna? Það er vaðandi loðna útum allan sjó og mokveiði. Þó það sjáist ekki úr fjörunni á Bolungar-eitthvað!
![]() |
Veiðum hætt á hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 21:31
He had it comin'. Þ.e. Gísli Marteinn klifurmús!
![]() |
Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 21:27
Vona bara að...
![]() |
Njósnahnöttur skotinn niður í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 21:19
Það var og!
Væntanlega þessir með einkaeignaréttinn á heilanum. Þeir hafa aldrei heyrt eða lesið um almenninga, þessvegna skilja þeir ekki, að ónafngreindur hópur fólks, í þessu tilfelli þjóðin, geti átt eignir í sameiningu! Kannski eru þeir ekki nógu vel gefnir til að skilja það sem óskólagengnir útpískaðir kotbændur skildu svo vel á öldum áður. Nema ósveigjanlegri hugsun, en ekki heimsku, sé um að kenna!
![]() |
Sex þingmenn gera fyrirvara við orkufrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 13:53
Hækkun til lífeyrisþega /v kjarasamnnganna.
Að gefnu tilefni. Sé að einhverjir eru að velta þessu fyrir sér.
"Fjármálaráðuneytið reiknar nú út hækkanir á grundvelli kjaraasamninganna og meðaltalshækkanir verða metnar inní hækkanir bóta almannatrygginga. Ekki liggur fyrir í dag hvaða prósentu verður um að ræða en hækkunin mun taka gildi verði samningarnir samþykktir."
Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)