30.9.2009 | 19:35
3. norska láns"tilboðið".
Hin tvö "tilboðin" reyndust órar. Sennilega það sama hér. Norðmenn hafa fram til þessa neitað að rétta okkur hjálparhönd, nema Icesave-deilan leysist fyrst. Enginn munur á Norðmönnum og Svíum, hvað það varðar!
Hér var norskur fjármálaráðherra að heimsækja Steingrím. "Tilboð 2".
Í haust var hér norskur auðkýfingur með "tilboð". Það var "tilboð 1".
Framsóknar-hýenurnar þurfa að sanna mál sitt með opinberum gögnum frá norsku ríkisstjórninni. Annað er fleipur eitt, svona einsog "miði er möguleiki."
![]() |
Vilja lána 2000 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2009 | 16:46
16. nóvember 2008.
![]() |
Birtingarmynd vandræðanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 14:23
Kúlu-Gerður gerir enn í brók. Sjálfstæðismenn viku hagsmunu þjóðarinnar til hliðar síðastliðin ár.
![]() |
Er að lýsa yfir vantrausti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 13:57
Nýr stjórnmálaflokkur?
Merkilegt hvað samtök kapítalista eru iðin við að hafa skoðanir á því sem ekki er á þeirra könnu. FÍS, SA og VÍ eru samtök manna í fyrirtækjarekstri, og eiga sem slík ekki að beita sér í stjórnmálum. Enda allar þeirra hugmyndir á sömu bókina lærðar. Niðurskurður, niðurskurður og meiri niðurskurður. Og enga skatta á fyrirtækin. Einkavæðing. Er þetta ekki allt saman vel kunn hægri-hagfræði? Þetta er fólkið, sem greiðir svo lág laun, að lægstu laun eru lægri en atvinnuleysisbætur.
Hvað sagði ekki VÍ, Viðskiptaráð Íslands? "Við höfum ekkert að sækja til Norðurlandanna, enda stöndum við þeim svo miklu framar á flestum sviðum." Á hvaða sviðum ætli það sé? Lágum launum, einkavinavæðingu, spillingu og öðrum ræfildómi?
![]() |
FÍS: Launakostnaður ríkisins lækki um 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2009 | 12:34
Þá væri heldur enginn Icesave-reikningur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2009 | 11:32
Ritskoðuð frásögn?
Fljótt á litið er þetta ágæt samantekt sem birtist hér. En hvað vantar? 8. október voru sett hryðjuverkalög á Íslendinga. Skv. áreiðanlegum heimildum segja breskir embættismenn, að ástæðan fyrir setningu þeirra hafi verið hið dæmalausa Kastljós-viðtal við Davíð Oddsson.
Hver er hinn ónafngreindi heimildarmaður? Er það ritstjóri moggans, sem nú virðist önnum lafinn við að snúa sögunni á haus?
![]() |
Engin samskipti við Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 11:05
Davíð og Icesave á Skjánum. Skemmdarverkamennirnir.
Ég stóðst ekki þá freistingu að birta þennan pistil míns gamla kennara!
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar grein um hina raunverulegu skemmdarverkamenn í Icesave:
SKEMMDARVERK
Í spjalli sínu við Sölva Tryggvason á Skjá einum (25.09.09) sagði nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, að Icesave-málið væri eitt mesta skemmdarverk sem á Íslandi hefur dunið.
Þetta má til sanns vegar færa, þótt orðalag ritstjórans sé ögn villandi. Icesave-málið dundi ekki yfir Íslendinga. Icesave-reikningurinn upp á ca. 700 milljarða króna er bein afleiðing af ákvörðunum eigenda og forráðamanna Landsbanka Íslands, þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar, varaformanns bankaráðs og fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og bankastjóra í þeirra þjónustu.
Sú ákvörðun þessara manna að leysa endurfjármögnunarþörf á óhóflegu skuldasafni bankans með því að stofna útibú Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, þýddi að bankaleyfið, eftirlitið og lágmarksinnistæðutrygging sparifjáreigenda var á ábyrgð íslenskra eftirlitsstofnana og íslenska tryggingasjóðsins.
Ef þessir einstaklingar hefðu farið að fordæmi Kaupþingsmanna og rekið þessa fjáröflunarstarfsemi sína í formi dótturfélags en ekki útibús, þá lægi enginn Icesave-reikningur fyrir Alþingi Íslendinga með kröfu um ríkisábyrgð. Þá væri einfaldlega enginn Icesave-reikningur til. Hvort tveggja, eftirlitið og lágmarkstrygging innistæðna, hefði verið á ábyrgð viðeigandi stofnana í Bretlandi og Hollandi.
Kostaboð
Í skýrslu sem tveir lagaprófessorar unnu fyrir neðri deild hollenska þingsins er reyndar upplýst, að hollensk og bresk stjórnvöld höfðu af því þungar áhyggjur, að fall Landsbankans gæti hrundið af stað áhlaupi á bankakerfi þessara landa. Til þess að fyrirbyggja þá hættu buðust eftirlitsstofnanir Hollendinga og Breta til að taka að sér eftirlitið og innistæðutrygginguna, og létta þar með hvoru tveggja af veikburða eftirlitsstofnunum Íslendinga og tryggingasjóði.
Forráðamenn Landsbankans höfnuðu þessum kostaboðum, enda sögðust þeir í bréfi til hollenska Seðlabankans og FME í sept. 2008, hafa vissu fyrir því, að íslenska ríkið myndi ábyrgjast lágmarksinnistæður í íslenskum bönkum. Vitað er, að FME gerði tilraun til að fá forráðamenn Landsbankans til að taka sönsum, en án árangurs. Sjálfur hefur Davíð Oddsson, fv. seðlabankastjóri, látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, að forráðamenn Landsbankans hafi lofað því að færa þessa fjáröflunarstarfsemi sína í Bretlandi og Hollandi yfir í dótturfélög og þar með á ábyrgð þarlendra stofnana. Því miður hafi þeir ekki staðið við gefin loforð.
Ef forráðamenn Landsbankans, þeir Björgólfur Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson, fv.framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefðu staðið við loforð sín, þá væri enginn Icesave-reikningur. Ef forráðamenn íslensku eftirlitsstofnananna, þ.e. FME og Seðlabankans, hefðu fylgt eftir kröfum sínum um að breyta netútibúunum í dótturfélög af því harðfylgi, sem Davíð Oddsson er þekktur fyrir, þá væri enginn Icesave-reikningur. Ef íslensku eftirlitsstofnanirnar hefðu beitt valdi sínu og lagaheimildum (sbr. 36.gr. l. um fjármálafyrirtæki) , og knúið forráðamenn Landsbankans til þess að taka kostaboðum hollenskra og breskra stjórnvalda í tæka tíð, þá væri enginn Icesave-reikningur.
Á fyrrihluta árs 2008 höfðu forráðamenn bæði Landsbanka og Seðlabanka fengið grafalvarlegar viðvaranir frá dómbærum aðilum um að hætta væri á ferðum. Í febrúar 2008 gerði eftirlitsfyrirtækið Moody´s alvarlegar athugasemdir við Icesave-innlán Landsbankans á fundi með Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra o.fl., sbr. minnisblöð Seðlabankans dags.12. feb.2008.
Spilaborg
Í apríl 2008 fengu forráðamenn Landsbankans í hendur úttekt á íslenska bankakerfinu frá alþjóðlega viðurkenndum sérfræðingum, þeim Buiter og Sibert. Þar er viðskiptamódeli íslensku bankanna, botnlausri skuldsetningu í erlendum gjaldeyri með veikburða seðlabanka að bakhjarli og gríðarlega gengisáhættu, lýst sem spilaborg, sem væri að hruni komin. Þar var mælt með því, að Icesave-útibúum yrðu þegar í stað breytt í dótturfélög og höfuðstöðvar bankanna færðar á stærra myntsvæði, þar sem meginþungi starfseminnar var þegar fyrir. Vitað er, að fulltrúar Seðlabanka og Fjármálaráðuneytis fengu þessa skýrslu í hendur og hlýddu á viðvörunarorð höfundanna.
Tíföldun bankakerfisins umfram þjóðarframleiðslu á innan við 6 árum eftir einkavæðingu og meðfylgjandi skuldasöfnun í erlendum gjaldeyri, sem sló heimsmet, var reyndar svo risavaxið mál, að það hefði átt að vera meginviðfangsefni stjórnvalda í hagstjórninni að fyrirbyggja yfirvofandi banka- og gengishrun með þeim úrræðum, sem m.a. Buiter og Sibert mæltu með. Ef Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hefðu gripið til aðgerða, eins og þeirra sem Buiter og Sibert mæltu með, þá væri enginn Icesave-reikningur.
Í sjónvarpsspjallinu á Skjá einum, sem vitnað var til í upphafi, kenndi hinn nýráðni ritstjóri Morgunblaðsins Icesave-málið við skemmdarverk. Það má til sanns vegar færa, þótt nú sé í tísku að kenna slíka iðju við hryðjuverk. En hryðjuverk verða ekki til af sjálfu sér. Þeir sem þau vinna kallast hryðjuverkamenn. Af einhverjum ástæðum komst það lítt til skila í spjalli ritstjórans, hverjir höfðu verið þarna að verki. Vonandi bætir þessi greinarstúfur aðeins úr því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2009 | 12:13
Ofborgaðir læknar að sliga heilbrigðiskerfið?
![]() |
St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2009 | 22:07
Jaggedí-jakk!
Það erfitt þessa dagana hjá þingflokki sjálfgræðisFLokksins! Nú er komið í ljós að innan við 20% kjósenda treysti Bjarna EnnEinum, kúludrottningin í FLokknum bíður og bíður eftir tækifæri til að fell'ann. Kannski væri ráð að núverandi Seðlabankastjóri færi í Kastljósið með einhverja álíka vitlausa yfirlýsingu og forveri hans: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna! Þá fengjum við kannski á okkur annan skammt af hryðjaverkalögum frá vinaþjóðum okkar í NATO. Kannski væri séns að komast aftur í valdastólanna!
En eru Bretar og Hollendingar nokkuð búnir að hafna Icesave-skilyrðum Alþingis?
![]() |
Ríkisábyrgð tekur ekki gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 19:04
Glitnir studdi tillöguna!
![]() |
Höfnuðu nauðasamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 12:47
Vatn á myllu kölska!
Þessi árás var aldeilis vatna á myllu kölska, þ.e. bandarískra yfirvalda. Þau hafa þann sið að ala á ótta þegnanna, væntanlega til að geta haft hemil á þeim. Má þar benda á Rússagrýluna, sem var mögnuð upp á tímum þegar Sovétríkin voru að hruni komin eftir styrjöldina 1939-1945. Hernaðarmátturinn og framleiðslugetan nánast engin eftir baráttuna við facismann. Eftir stríð var það McCarthy-isminn. Þá var óttanum beint inná við, gegn eigin borgurum. Eftir fall Sovétsins þurfti að sjálfsögðu að magna upp nýjan ótta við nýjan ógnvald. Múslimar lágu vel við höggi og svo eru þeir svo óheppnir margir að búa í löndum ríkum af olíu. Hagsmunir olíuiðnaðarins og hergagnaframleiðenda henta svo afskaplega vel í málinu. Hægt að slá tvær flugur í einu högg. Herja á olíurík lönd og allir græða. Stjórnvöld geta svo notað óttann til að stjórna þegnunum.
Því kom árásin einsog velþegin gjöf í fang Bush II. Til hamingju með daginn!
![]() |
Átta árum síðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 12:33
Allir á sterum?
![]() |
Alvarlegt brot DV gegn siðareglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 12:25
Snilld Davíðs!
![]() |
200 milljarða í mínus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 10:17
Fyrir framtíðina!
![]() |
Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 17:41
Þöggunin!
Það er alvarlegt mál telji menn sig þurfa að stefna blaðamönnum fyrir fréttir. Hvað hættu sjá þeir? Telja þeir að blettur hafi fallið á mannorð sitt við flutning frétta af meintum peningaflutningum?
Spurningin sem mér er efst í huga er þessi: Er sjálfsvirðing þessara manna svo léleg, að þeir treysta sér ekki til að láta flytja fréttir af málum sínum? Þegar þessari spurningu er velt fyrir sér, er sannleiksgildi fréttanna, sem þeir vilja ekki láta segja af sér, aukaatriði!
![]() |
Karl höfðar mál gegn fréttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 21:07
Lifi spillinginn! Niður með siðbótina!
Í haust í búsáhaldabyltingunni var mikið rætt um siðbót og þörf á henni í íslensku þjóðfélagi. Ekkert bólar samt á að nokkuð breytist. Skipt var um stjórn. En ekkert breyttist. Enn eru menn að ráða vini sína í vinnu hjá ríkinu. Enn valsa hér auðmenn um óáreittir af yfirvöldum. Enn er verið að einkavæða og selja eigur úr almannaeigu. Enn láta starfsmenn Reykjavíkurborgar, sem fyrirtækin sem þeir véla um séu þeirra eigin eign, frjálsar til ráðstöfunar. Enn eru þeir, sem sigldu efnahag þjóðarinnar í strand, að stjórna stærstu fyrirtækjum og fjármálastofnunum, þó ekki hafi þeir verið í sviðsljósinu í góðærinu, heldur setið í stjórnum eða í lykilstörfum ýmsum. Það berast sífellt fréttir af allskyns handeringum á málum stórskuldara útrásarinnar. Niðurfærslur og niðurfellingar á lánum þeirra, kaup og sölur á eignum þeirra. Þeim er verið að bjarga bakvið tjöldin, hægt og hljótt. Segir almannarómur...Á meðan eru fjöldi heimila í uppnámi vegna afleiðinga hruns auðmannanna og stjórnmálaelítunnar/auðvaldsins. Eignir brenna upp! Lánin hækka og hækka, m.a. vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Börnin/unglingarnir komast ekki í skólann. Bíllinn er tekinn vegna vanskila og lánið heldur samt áfram að hækka. Ekki er til peningur fyrir mat. Rafmagnsreikningurinn er ógreiddur. Heimilið er að leysast upp.
Arðránið rís hæst núna í kreppunni! Nú er ekki lengur hægt að ræna launamanninn hluta af virðisauka vinnu hans! Þá er gengið að sparnaði hans! Þeim eignum sem hann hefur nurlað saman með vinnu sinni! Nú skal hann ekki geta brauðfætt sig og sína, og ekki haldið sparnaði sínum! Ekki menntað börnin sín!
***
Lifi spillingin! Niður með siðbótina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2009 | 21:05
Skil ekki Jón!
31.8.2009 | 15:46
Hin "sjálfsagða" spilling! Elítan sér um sína!
Það er alveg fáránlegt að nokkur maður skuli fagna þessu. En hér er enn eitt dæmið um, að ekkert hefur breyst. Elítan sér um sína! Fallkandídatar eru ráðnir í tilbúin störf af vinum sínum. Þingmenn þiggja gjafir af auðmönnum og fyrirtækjum þeirra, sbr. Golf og dinner-fyllerí Sigmundar Ernis! Ruglið heldur áfram! Verður Sigmundur kannski kominn í utanríkisþjónustuna innan tíðar? Þannig hafa ýmsir, sem ekki hafa "þolað" nærveru áfengis, verið handeraðir í gegnum tíðina. Vegna ákv. laga eru hér enginn nöfn nefnd!
Svona "reddingar" eiga að heyra sögunni til! Siðbótin, hvar er hún? Mikið var talað um hana í haust. Stjórnmálaelítan hefur víst ekkert heyrt, og ekkert lært!
![]() |
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.8.2009 | 15:34
Og hvað? Þetta hefur almúginn fyrir satt hér á landi!
Jú, þessu höfum við haldið fram, hver almúgamaðurinn um annan þveran. Og komumst ekki í fréttir Moggans. Enda erum við, þessir almúgamenn, ekki hagfræðingar, prófessorar og hvað það nú heitir allt saman.
Sumir okkar hafa líka bent á að Evrópusambandinu eru stjórnað með hagsmuni kapítalsmans í forsæti. Aðeins "réttlæti" fyrir auðvaldið er haft þar að leiðarljósi. Alþýðunni blæðir. Smáríkin eru kúguð og hagsmunir þeirra fótum troðnir.
![]() |
Segja Íslendinga beitta fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2009 | 17:18
Hin takmarkaða lýðræðisást Bjarna EnnEins.
Forsetinn á að staðfesta Icesave
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vill að forseti Íslands staðfesti lög um ríkisábyrgð vegna Icesave og telur að forsetinn eigi reyndar aldrei að ganga gegn vilja Alþingis.
Nú er verið að safna undirskriftum á vefnum kjósa punktur is við áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um að staðfesta ekki nýsamþykkt lög Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave samninganna við Breta og Hollendinga.
Í gær höfðu á sjöunda þúsund manns skrifað undir áskorunina sem verður afhent forsetanum á morgun. Ólafur Ragnar er eini forseti lýðveldisins sem synjað hefur lögum staðfestingar, en það gerðist þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin árið 2004. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsetinn eigi að staðfesta lögin.
Ég er þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að beita þessari heimild og er reyndar þeirrar skoðunar að í það eina skipti sem henni hefur verið beitt hafi ekki verið réttur grundvöllur fyrir þeirri beitingu," segir Bjarni. Hann sé á móti því að forsetinn beiti synjunarvaldinu.
Mér finnst það eiga sérstaklega við núna vegna þess að hér er meirihlutaríkisstjórn sem hefur klárað málið og það á ekki að fara gegn þinginu," segir Bjarni Benediktsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)