20.11.2007 | 20:24
Handstýring eða markaðsstýring?
Fyrrum þingmaður er greinilega ekki með á nótunum. Markaðshagkerfið hefur klúðrað húsnæðismálunum illilega. Raunar má segja, að allar götur síðan Húsnæðismálastofnun og Verkamannabústaðir voru lögð af hafi leiðin legið niður á við í málaflokknum. Ástandið hefur farið hríðversnandi eftir því sem bankarnir (markaðurinn) hafa orðið fyrirferðameiri á húsnæðislána markaðnum. Mestu mistökin voru e.t.v. að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Hvaða áhrif hefur það haft á verðið? Áhrif slíkra aðgerða eru ekki alltaf bein og augljós!
Það er enn von. Markaðssinnum hafði nefnilega ekki unnist tími og svigrúm til að leggja niður Íbúðalánasjóð. Hvar væru vextirnir á markaðnum, ef svo væri 12-15%? Hver veit? Það getur vel verið að þingmaðurinn sé sáttur við ástandið í dag. Hann er þá einn af sárafáum sem það eru. Getur skýringin verið sú, að hann hafi verið búinn að koma sér vel fyrir í lífinu áður enn markaðsvæðing var innleidd í húsnæðismálum og greitt henni atkvæði sitt á þingi.
Það einkennlegt hugleysi að þora ekki að skrifa undir nafni hér á blogginu! Vill ekki láta nafns síns getið, ja, hérna hér!
Það er annars ótrúlegt að viðkomandi sé fyrrverandi þingmaður miðað við það þroskastig sem birtist í bloggi og athugasemdafærslum hans. Frekar má ætla að hann hafi ekki náð kosningaaldri.
![]() |
Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 18:39
??? Hvað er nú þetta?
![]() |
Af Litla-Hrauni til Þýskalands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 18:34
Og trúi því hver sem vill!
![]() |
Alcoa Fjarðaál harmar að verklagsreglum var ekki fylgt við uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 23:57
Nóaflóð hið síðara?
25.10.2007 | 22:56
Þjóðkirkjan og samkynhneigðir!
..."þér villist, því að þér þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs." MT. 22:29
Það er merkilegt, hvað samkynhneigðir eru miklir aðdáendur þjóðkirkjunnar. Þeir sækja það allavega fast, að fá blessun hennar. En það er sárt að vera afneitað. Einhver sagði að samkynhneigðir og þjóðkirkjan ættu svona álíka vel saman og svertingjar og Ku Klux Klan! Ekki veit ég það nú. En hitt veit ég, að viðhorf margra meðal okkar kristinna manna til samkynhneigðra minnir óþægilega á viðhorf Ku Klux Klan til svertingja. Ég man ekki eftir því, að Jesú hafi haft svona viðhorf til nokkurs manns eða hóps manna. Ég man hinsvegar eftir að hafa lesið um, að Jesú hafi umgengist eða haft samneyti ýmisskonar fólk, sem Gyðingar vildu ekkert með hafa. Heilu þjóðarbrotinn voru þar á meðal, sjúkir voru þar á meðal, tollheimtumenn, holdsveikir, betlarar o.fl. o.fl. Ég man líka að hafa einhvern tíma lesið, að Jesú gaf lítið fyrir Farísea, Öldunga og annað "stórmenni". Mig minnir, að hann hafi sérstaklega verið lítið hrifinn af þeim sem í sífellu vitnuðu í Lögmálið; Lögmálsdýrkendur. Æðstu prestarnir og hörðingjarnir, Saddúkearnir, voru meðal þeirra sem Jesú gaf lítið fyrir. Þessir höfðu hin rituðu lög í miklum hávegum. Móse var þeirra maður. Páll piparsveinn kom úr hópi Saddúkea, og var áfram Saddúkei þó hann játaðist undir trúnna á Jesú Krist. Þetta segja mér fróðir menn og konur. En hvað um það. Ég er svona að velta því fyrir mér, hvort það hafi verið til lítils fyrir okkur mennina, að Guð sendi son sinn til að vitja arfleifðar sinnar og færa okkur nýjan sáttmála. Fræðimenn og æðstuprestar eru hér enn. Og enn er Móse þeirra maður, og Páll.
"Þegar Farísear heyrðu, að hann hafði gert Saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: "Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?" Hann svaraði honum: "Elska skaltu Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Annað er þessu líkt: "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir." MT 22:34-40
Nú er ég svona að velta því fyrir mér, hvort hinir bóklærðu, fræðimenn og Saddúkear nútímans, haldi að þeir geti eitthvað bætt um betur. Hafa þeir kannski reist sér skurðgoð, sem þeir vilja tilbiðja, í stað þess að elska Guð og náunga sinn. Er þeim kærleikurinn eitthvað óþægilegur eða fer þeim betur að segja: "Móse segir...."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 11:06
Krem á ríku hrukkudýrin.
Það er nú gott og blessað, að ríku hrukkudýrin maki á sig úr kremdollum, sem kosta svipað og matur ofaní 3ja manna fjölskyldu í mánuð. Þær hrykkju skammt örorkubæturnar framaní svona glamúrdísir.
24.10.2007 | 00:14
Sveitamannaguðfræði?
Vegna gagnrýni á hina nýju þýðingu á Biblíunni ákvað ég að endurbirta þessa færslu en þar sést vel hve "gagnrýnin" er oft órökrétt og beinlínis röng!
Spjátrungurinn og sveitapresturinn, Geir Waage, var með gamalkunna yfirburðatilburði í Kastljósinu og var honum tíðrætt um orðið "monogenes" sem hann sagði þýða "eingetinn". Ég gerði mér það til gamans að googla þetta orð. Þá kemur nú ýmislegt annað í ljós, sem stangast á við þá gömlu íslensku sveitamannaguðfræði, að María Mey hafi getið Guðssoninn ein, og því sé hann eingetinn. Þetta hefur vafist fyrir mörgum, sérstaklega trúlausum, því flest vitum við að það þarf tvo til. En orðið "monogenes" hefur ekkert með þetta að gera, enda er þetta útúrsnúningur.
Geir er mjög upptekinn af Jh 3:16; "Því svo elskaði Guð heiminnn, að hann gaf son sinn eingetinn (monogenes)..." Í nýju þýðingunni "einkason" (monogenes). Í "frumtextanum" er orðið "monogenes" notað að minnsta kosti þrisvar sinnum annarsstaðar í Nýja Testamentinu. Í Lk 7:12 "Þegar hann nálgaðist borgarhliðin, þá var verið að bera út mann, einkason (monogenes) móður sinnar..." Í Lk 8:42 "Því hann átti einkadóttur (monogenes)..." Í 1. Jóhannesarbréfi 4:9 "Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason (monogenes) sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann (gamla Þýðingin)" Því hef ég skáletrað Jh 4:9, að sumir hafa viljað meina að öðruvísi horfði við um orðið "monogenes" í samhengi við son Guðs.
Einnig er til í dæminu að "monogenes" gæti þýtt hinn "getni" Guð, andstæða við hinn Eilífa Guð, sem eðli málsins samkvæmt er ekki "getinn" heldur eilífur.
Í Jh 1:14 "Og Orðið (Guð) varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum." Ennfremur Jh 1:1-4 "Í upphafi var Orðið, og orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því." Og Jh 1:9-12 "Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans."
Trúmál og siðferði | Breytt 22.11.2007 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 13:33
Skrifum undir!
Þetta endemisrugl gengur ekki lengir! Mikið er talað um að koma öryrkjum til sjálfshjálpar en svo eru okkur allar bjargir bannaðar. Um leið og fólk hreyfir sig til að breyta ástandi, t.d. í þá veru að komast útá vinnumarkaðinn, og þar með af bótum, er stokkið á það og lífeyririnn skorinn, án þess að láta á það reyna hvort breytingin gengur upp og er til langframa. Ef bankabókin kemst í plús stekkur Tryggingastofnun á góssið. Hugsunin virðist vera þessi: Nú þessi hefur of mikið. Hann/hún er farinn að geta sparað og safna krónum. Það gengur ekki. Skerum, skerum! Höldum kvikindunum í fátækt! Þau eiga ekkert betra skilið. Gjafir og arfur fer sömu leið. Tryggingastofnun stekkur á "góssið" ef einhver fær svigrúm til betra lífs en undir fátæktarmörkum! Hvernig er það með þessa stjórnarskrá? Gildir jafnræðisreglan fyrir alla þegna þessa lands? Eða bara suma?
![]() |
Öryrkjar fram til orrustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 12:45
Málið afgreitt!
Það er athyglisvert bréf á Silfri Egils frá einum af trúnaðarmönnum djélistans. Þar er því lýst hvernig málin eru afgreidd í Flokknum. Formaðurinn heldur 20 mínútna ræðu, fundi slitið, málið búið!
Að gefnu tilefni vil ég segja þetta við Geir (þó það komist alveg örugglega ekki til skila):
Enginn stjórnmálaflokkur er svo merkilegur, að ein manneskja sé ekki margfalt merkilegri!
![]() |
Hætta að takast á við fortíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2007 | 22:44
Orkuveitumálið og djélistinn...
Það er alveg merkilegt, að það er einsog Haukur Leósson og Hjörleifur Kvaran hafi hvergi komið nærri þessu REI-klúðri. Þess má geta að Hjörleifur var á sínum tíma einskonar fylgihnöttur Davíðs Oddssonar. Hlutur Guðmundar Þóroddssonar er heldur ekki nefndur. Komu þessir menn hvergi nærri samningsgerðinni og ákvarðanatökunni? Eða Villi? Gerði Björn Ingi þessa samninga einn og þá við sjálfan sig fyrir hönd allra? Nei, ég bara spyr. Sé þetta fyrir mér: Björn Ingi einn á hlaupum kringum stórt kringlótt borð í fundarherbergi í Orkuveituhúsinu...Líklegt???
Mikið held ég að margt undarlegt eigi eftir að koma uppá yfirborðið verði málið rannsakað almennilega. Og að hlutur ýmissa djélistamanna verði ekki glæsilegur. En því miður sýnist mér að þetta muni verða eitthvert samtryggingaryfirklór pólitíkusanna en ekki reunveruleg rannsókn á málinu. Hvað er t.d. verið að gera með Jón Sigurðsson í stjórninni? Er það til að passa uppá að ekki verði grafið of djúpt eftir sannleikanum? Eða þessa nefnd þar sem oddvitar allra flokka eiga að sitja? Er það einhverskonar samtryggingarnefnd? Hefði ekki verið betra að halda djélistanum og framsóknarmönnum frá rannsókninni? Varla fara þeir að samþykkja að einhver skuggi falli á þeirra menn? Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli, en ekki lofar þetta góðu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 16:20
Áfengisþarfafrumvarpið.
Alveg er ég samála Sigurði Kára. Það á að sjálfsögðu að selja bjór og brennivín sem víðast. Helst ætti að skilda alla rekstraraðila í landinu til að hafa áfengi á boðstólum. Hvernig er það? Væri ekki hægt að fá bjórinn borinn út með Mogganum og Fréttablaðinu...
Annars erum við öll velkomin í AA-samtökin, Siggi minn! Er það ekki málið?
17.10.2007 | 14:09
Hvað segir Hannes?
![]() |
Neysluskattarnir hæstir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 21:19
Gísli Marteinn klifurmús...
...virðist alveg harðákveðinn að murka úr sjálfum sér síðustu pólitísku líftóruna. Veit hann ekki að ýmsir gegnar og góðar íhaldsfjölskyldur eru eigendur að Geysir Green Energy?
Mest langar mig þó að vit hvað rosabullunni í Seðlunum finnst um allt þetta. Reytir hann ekki hár sitt sem aldrei fyrr?
![]() |
Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 20:32
Hvert verður framhaldið?
Nú stendur uppá Svandísi og, að því er virðist, djélistann að klára REI-málið, þannig að ekki verði minnsti grunur eftir um pukur og spillingu! Mér virðist, og vil benda nýja meirihlutanum á það, að besta niðurstaðan fyrir alla yrði, að félaginu REI væri slitið. Síðan verði farið ofaní saumana á rekstri OR og rannsakað hvort eitthvað er til þeim ásökunum um spillingu, sem fram hafa komið í umræðunni um OR og REI. Þetta mál virðist þannig vaxið, að útilokað verður að telja, að hægt verði að ljúka sameiningu REI og GGE án þess að málið allt haldi áfram að lykta af spillingu og pukri. Allar þessar grunsemdir munu halda áfram að loða við REI sama hvað. Sama hvort sameiningin næst, og loða þá við hið sameinaða félag, eða hvort hætt verði við hana. Grunur mun loða við stjórn OR; grunur um spillingu og pukur, og grunur um að stjórnendur fari á bak við borgarstjórn, og þar með borgarbúa. Grunur um að borgarfulltrúar tengist spillingunni. Við það verður einfaldlega ekki unað. Borgarfulltrúar verða að láta alla sína persónulegu og pólitísku hagsmuni til hliðar, hvort heldur eru skammtímahagsmunir eða langtíma. Ef ekki vill betur, verður að kalla til Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Það verður einfaldlega ekki við það unað, að borgarfulltrúar, embættismenn og stjórnendur stærsta fyrirtækis borgarinnar liggi undir grun um spillingu, sem þýðir einfaldlega misferli í starfi. Allt þetta verður að komast á hreint
Einsog ég sagði, nú stendur uppá Svandísi. Hefur Svandís hugrekki til að leiða málið til lykta. Málinu verður ekki lokið með pólitískri umræðu, yfirborðslegri skoðun eða í atkvæðagreiðslum í borgarstjórn. Það þarf að hreinsa andrúmsloftið!
![]() |
Ný borgarstjórn sökuð um heigulshátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2007 | 15:41
Villi góði.
![]() |
Vilhjálmur segir neyðarástand ríkja hjá sumum borgarbúum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 15:11
Þingfestingin.
16.10.2007 | 14:20
Glæsilegt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 00:04
Mogginn og tilveran.
15.10.2007 | 22:20
Mál Svandísar.
15.10.2007 | 14:32
Í hænsnakofanum hjá Agli.
Egill Helgason er greinilega afskaplega hrifin af þeim Agnesi Bragadóttur, blaðamanni, og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, ekki-vísindamanni. En ég spyr hvað er nú verið gera með þessa kellingu í svona þáttum. Hún lítur á þetta sem kappræðu og þeir sem hafa eitthvað að segja og hafa skemmtilega og frumlega sýn á málin komast ekki að, nema Agnesi þóknist að þagna smástund til að anda. Já, talandi um vandaða blaðamennsku, fyrst Agnes vakti máls á því (og ætlaði að kenna Sigríði Dögg). Var það ekki Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, sem skrifaði viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma. Viðtalið sem ekki var tekið, en skrifað samt og birt í Morgunblaðinu merkt Agnesi Bragadóttir. Ég bið ykkur að leiðrétta mig, ef þetta er ekki rétt. Ekki vil ég fara með tómt fleipur frekar en Agnes Bragadóttir (sjúbb).
Það er hluti af hinum pólitíska rétttrúnaði hægriöfgamanna, að vera á móti þeirri kenningu að hegðun okkar mannanna hafi eitthvað að gera með hlýnun loftslagsins á jörðunni, og reyndar að hegðun okkar mannanna hafi áhrif á loftslagið svona yfirleitt. Hægriöfgamenn eru reyndar á móti öllu, sem heft getur frjálsa för kapítalismans um lendur græðginnar. Þeir vilja óheftan Kapítalisma sem setur reglurnar sjálfar og stjórnar því hvað skoðanir við höfum á því. Hannes Hólmsteinn er hægriöfgamaður og sérstakur málssvari hins óhefta kapítalisma. Athyglisverð sýn á kosti hlýnunar jarðar, sem þeim deila greinilega með sér Hannes og Egill Helgason. Það er gott að það hlýnar í 101 Reykjavík og nágrenni. Skítt með þá milljarða manna sem verða fyrir verulegum skakkaföllum vegna loftslagsbreytinganna. Og skítt með áhrifin á efnahagslíf heimsins og mögulegar efnahagslegar hörmungar. Hannes Hólmsteinn og Egill Helgason hafa nefnilega lifibrauð sitt af því að tala. Og það er alveg óháð loftslaginu og efnahagslífinu, eða hvað? En ef veðrið er bara gott í 101 Reykjavík, þá bara skítt með það.