Baugssjálfstæðismenn eða Baugsnautar?

Það vekur athygli, að á listanum á DV yfir styrkþega Baugs eru 8 þingmenn eða frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins.  Ýmsir forystumenn flokksins hafa haft mjög horn í síðu Baugs og alls sem því tengist.  Má nefna skreytinguna "Baugsmiðill" og "Baugs-" þetta og hitt.  Nú spyr maður sig, hvort þessir Sjálfstæðismenn, sem fengu 4.950.000 krónur frá Baugi og annað eins frá FL-Group, séu ekki réttnefndir Baugsjálfstæðismenn?

Það er ég viss um, að Davíð og Bjössi eru ekki hrifnir af þessum Baugsnautum, eða hvað?


Hvílíkt hugmyndaflug!

Þorgerður Katrín hefur eflaust alveg geysilega fjörlegt ímyndunarafl!  Það sýnir þessa frábæra hugmynd hennar.  En sú spurning hlýtur að vakna, hvort Sjálfstæðismenn þurfa ekki að fara að láta sér detta eitthvað skynsamlegt í hug í stöðunni?  Svona miðað við efnahagsástand heimsins?  Og hvernig á að fjármagna 100 milljarða fjárfestingu í virkjunum og flutningskerfi rafmagns til þessa álvers í Helguvík?  Kannski á Stjáni aur til að lána okkur?

Hvert starf í álveri kostar 150.000.000-300.000.000 króna!

Ég er með betri hugmynd um hvernig nota má alla þessa peninga!  Þorgerður Katrín ætti frekar að styrkja fjölskyldurnar í landinu svo þær geti flutt af landibrott!  Svo við þurfum ekki að hlusta á þennan fánýta álverssöng útí það óendanlega!  100.000.000 á fjölskyldu hljóta að duga þeim sem vilja til að setjast að annarsstaðar!


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir kjósa hvern. Ástæðan fyrir afstöðu délistans til hátekjuskatts!

 

 

Svona kjósa Íslendingar. Skipting miðað við tekjur.

 

                                                   B        D           O             S              V       Annað         

 Lægri en 250 þúsund        5,6    20,7    12,4       25,2    30,4    5,7

 250-399 þúsund             12,8     17,4     6,8       34,3    27,5    1,2

 400-549 þúsund             15,3     11,8     5,9       40,5     24,0    2,5

 550-799 þúsund             13,8      20,2     3,2      30,3     31,0    1,5

 800 þúsund eða hærri   12,4     36,8     6,6      20,4     21,4    2,5

Sjá má ástæðuna fyrir afstöðu délistans til hátekjuskatts.  Hér undirstrikuð!  36,8% fólks með 800.000 kr eða meira í tekjur kýs Sjálfstæðisflokkinn

Skattastefna Sjálfstæðisflokksins! Bjarni Benediktsson, 3. apríl. RÚV Leiðtogaumræður í sjónvarpssal.

 

"Við höfum ekki útilokað með öllu einhverjar skattahækkanir, en við segjum enga nýja skatta."  Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Nú getur maður velt fyrir sér, hvað Bjarni átti við eða hvort það sem hann sagði, er stefna flokksins eða ekki. 

Ef maður útleggur orð þessi orð Bjarna, þá segir hann hér, að almennar skattahækkanir séu EKKI ÚTILOKAÐAR af hálfu Sjálfstæðisflokksins, en að eignaskattur á stóreignamenn og hátekjuskattur á hátekjumenn séu ÚTILOKAÐIR! 

 Það sé sem sagt í lagi að hækka skatta, ef það lendi með fullum þunga á lágtekjufólk.  Og öll vitum við, að hækkun skattprósentu kemur harðast niður á þeim sem lægstar hafa tekjurnar!

Þetta er sem sagt skattastefna Sjálfstæðisflokksins:  Almennar skattahækkanir.  Hækka skattprósentur.  Enga nýja skatta á stóreignamenn og hátekjumenn!   Þá vitum við það!

Þessi orð Bjarna má heyra á heimasíðu rúv.


Bloggfærslur 22. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband