Ódauðleg ritverk?

Er það nú ekki að bera í bakkafullan lækinn að blogga gamlar og áður birtar áróðursgreinar sínar hér á blog.is. Ekki það, að það sé bannað að endurnýta ritverk sín hér og hið besta mál, ef einhver nennir að lesa þessar "endurútgáfur". Ég hefði bara haldið að allir sem áhuga hafa væru búnir að renna yfir þetta á Baugsmiðlum, og svo að Hannes færi nú létt með að gleðja okkur lesendur sína með einhverju frumsömdu!

 Ég er reyndar ekki búinn að kaupa og lesa ævisögu Halldórs Killjans Laxness (sakir blankheita og athyglibrests;fengi sekt á safninu), þannig að ef Hannes slysast til að lesa þetta blog mitt, og ef hann hefur tíma, þá væri vel þegið að fá lesa sögu Nóbelskáldsins hér endurútgefna.      Með fyrirfram þökk, Auðun Gíslason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband