18.6.2009 | 15:33
Þegar ég var í GaggóVest.
Það er ýmislegt sem kemur uppí hugann þessa dagana. Kannski er það aldurinn. Þegar ég horfi á útsendingar frá Alþingi Íslendinga skjóta sí og æ upp kollinum minningar frá þeim tíma, þegar ég var í GaggóVest! Þá var ég í svokölluðu landsprófi í bekk, sem var samtíningur krakkaskratta úr öllum skólahverfum. Okkur var safnað þarna saman í GaggóVest, þar sem við töldumst ekki húsum hæf annarsstaðar (eða þannig).
Hegðun og framkoma sumra þingmanna, hér skulu enginn nöfn nefnd í bili, hefur minnt mig ansi mikið á uppákomurnar í þessum annars ágæta bekk mínum frá því að ég var 15 ára unglinngur. Kennarar höfðu ekki svona fína bjöllu að dangla í, þegar við, með framíköllum og kjaftagangi og öðrum hávaða, gerðum út um vinnufriðinn í tímum. Einn ágætur kennari tók það það til bragðs að brjóta niður kennarakrít í smámola og kasta í hausinn á verstu uppivöðsluseggjunum. Og mikið árans sem hann var hittinn. Og þegar krítarnar þraut flugu kennslubækurnar! Annar kennari, einn af listamönnum þjóðarinnar, elti stundum nemendur um stofuna við að reyna að koma þeim út. Orðinn fullorðinn og hafði safnað á sig kílóunum einsog fleirri.
Uppivöðslusemi þingmanna og vanstillt hegðun þeirra og framkoma vekur upp þessar ágætu minningar hjá mér úr landsprófsbekknum mínum í GaggóVest. Við vorum að vísu bara 15-17 ára unglingar, sem hafði verið vísað úr okkar hverfaskólum vegna lélegs námsárangurs og slæmrara hegðunar. En hvaða skýringar alþingismenn hafa á hegðun sinni veit ég ekki.
![]() |
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla ekki að fara nánar útí það hvernig háttað er með þetta traust hér í þessu þjóðfélagi. Það geri ég hér fyrir neðan í eldri færslu. Þessa trausts sem skortir svo mjög á í þjóðfélaginu og verður æ minna með hverjum deginum sem líður. Atferli manna hér í þjóðfélaginu, embættismanna, viðskiptamanna og stjórnmálamanna er þannig að engum er orðið treystandi, svei mér þá. Ráðherra viðskipta lýsir því yfir að gerningar núverandi og fyrrvarandi bankamanna standi, þrátt fyrir að í augum borgaranna sé augljóst að hér sé í gangi hin versta svikamylla. Og breytir engu þó bankarnir eigi að heita komnir í almannaeigu, framferðið versnar bara ef eitthvað er. Vanhæfir embættismenn eiga að hafa sjálfsdæmi um, hvort þeir sitja áfram í stöðum sínum. Þó hefur verið sýnt framá að hægt er að leysa þá frá störfum. Og svo framvegis!
Þegar á ríður að þjappa þjóðinni saman, blása menn til ófriðar. Menn sem gætu lægt öldurnar með því að segja af sér sýna oflæti sitt og hroka með því að þumbast við, og fara hvergi.
Þegar mest á ríður að koma á friði, ró og trausti í þjóðfélaginu stofna stjórnmálamenn til ófriðar í þeirri von, að þeir geti komið sjálfum sér til valda með pólitískum refskákum.
Nú lýsi ég eftir trausti, ró og friði! Að menn láti persónur sínar og metnað víkja fyrir nauðsyn þjóðarinnar á trausti og friði um þau verk sem vinna þarf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2009 | 20:38
Ormagryfja spillingarinnar...
![]() |
Sjálfstæðismenn enn á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 20:01
Traustið? Hvernig verður það endurvakið í þessu andrúmslofti? Eða á að rjúfa friðinn fyrir fullt og fast?
Ég er alveg orðinn gáttaður, og var þó ærið fyrir! Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að endurvekja traust í þessu þjóðfélagi? Andrúmsloftið er þannig að ef eitthvað traust var eftir, eða eitthvað að koma aftur, hefur það gersamlega gufað upp þessa síðustu daga.
Stjórnvöld vilja ekkert gefa upp um stöðuna. Hér hefur viðgengist þannig stefna í ráðningamálum hins opinbera að allt gengur hér á lúsarhraða vegna getuleysis. Starfsmenn Seðlabankans geta ekki skammlaust sett saman skýrslu um stöðu heimilanna. Mikilvægum upplýsingum er einfaldlega sleppt. Hvort sem þær gleymdust eða bara áttu ekki að vera með. Þetta eru svona smámyndir af ástandinu. Allt í tómi fokki!
Bankarnir eru í sama spillingarfeninu og áður. Lán Sigurjón er talið löglegt með því að sveigja lög um lífeyrissjóði þannig að enginn vissi að þau væru yfirleitt til með þessum möguleikum. Lögfræðingar ljúga beint upp opið geðið á okkur fyrir hönd auðmannanna/afbrotamannanna af nákvæmlega sömu ósvífni og áður. Lögfræðingar vilja helst að ekkert verði rannsakað. Finnst það gersamlega óþarfi. Vilja bara "biness as usual." Sama siðleysið og áður með lögleysum skýlt af ósvífnum álitsgerðum lögfræðinga, sem unnar eru á kostnað skattborgaranna að ósk enn ósvífnari stjórnmálamanna og flokka og viðskiptasvikahrappa!
Rannsóknarnefnd Alþingis er gersamlega rúin traust, nema að Sigríður Ben. ein nýtur trausts hins almenna borgara. Páll Hreinsson rak, áður enn Flokkurinn skipaði hann í hæstarétt (trausti rúinn), einskonar álitsgerðafabrikku fyrir Sjálfstæðisflokksins, meðreiðarsveina og hagsmunaklíkur Flokksins. Hann framleiddi álitsgerð til að valdhafarnir (trausti rúnir) gætu einkavinavætt sparisjóðakerfið. Páll framleiddi álitsgerð fyrir Davíð Oddsson svo hann gæti svikið þjóðina um að greiða atkvæði um fjölmiðlafrumvarpið eftir að forsetinn hafði vísað þeim til þjóðarinnar, einsog stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins notuðu þetta sama álit til að rýra gildi stjórnarskrárinnar og níða! Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson eiga alla sína framgöngu innan kerfisins, þessa trausti rúna kerfis, Sjálfstæðisflokknum og gerspilltum foringjum hans að þakka. Án þeirra væru þeir ekki í þeim stöðum sem þeir eru nú. Þetta eru svona smámyndir af ástandinu! Allt í tómu fokki!
Eva Joly og Sigríður Ben. njóta trausts almúgans. Lítilsigldir embættismenn og enn lítilsigldari lögfræðingar sjá sér þann vænstan kost að níða þær niður. Og eftir því sem níðið er magnaðra njóta Eva og Sigríður meira trausts almúgans. Almenningur vonar að þær með veru sinni og vinnu muni koma því í kring að spillingarhaugurinn verði rakinn í sundur. Og eftir því sem Sigurður G. hamast meir því meir vex sú von. Því það verður æ ljósara, að hann er hagsmunagæslumaður spillingaraflanna, hvort heldur er í viðskiptum, embættismannakerfinu eða stjórnmálum. Valtýr Týndi syngur svo mjóróma með, og Páll álitsgjafi Sjálfstæðisflokksins og einkavæðingarmafíunnar reynir að líta út sem traustsins verður formaður Rannsóknarnefndarinnar og býður Sigríði að hætt í nefndinni af sjálfsdáðum. Sér er nú hver orma- og snákagryfjan!
Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að endurvekja traust og frið í þjóðfélaginu í þessu andrúmslofti? Og hvað er verið hleypa svona liði uppá dekk. Sigurði G., Valtýri Týnda, Páli og fleirum slíkum pelum.
Eða er markmið þeirra að spilla svo friðnum í íslensku þjóðfélagi að til stórátaka komi. Friðurinn er nánast úti, og takist þessu liði að hindra að hér verði rannsakað, sakfellt og dæmt verður friðurinn úti.
Almenningur treystir Evu Joly, þessi sami almenningur hefur skömm á Sigurði G. og þeirri siðspillingu sem hann hefur kosið sér að vera málssvari fyrir. Og almenningur fyrirlítur sjálftökuliðið sem hann hefur tekið að sér að vera fulltrúi fyrir. Burt með ykkur Sigurður G, Sigurjón, Valtýr og allt það lið sem þið standið fyrir! Burt! Og burt með ykkar spillingu, lífshætti og siðleysi! Helvítis fokking fokk!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2009 | 15:28
Þjóðverjar eru bláeygir!
![]() |
Vill svör um spariféð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 15:19
Kaupthingssprellið. Lögfræði 101 Reykjavík.
Skv. lögfræðiáliti lögfræðinga Kaupthings eru starfsmenn ekki ábyrgir fyrir lánunum sem þeir sló til að kaupa sér hlutabréf í bankanum. Ástæðan: Þeir máttu ekki selja bréfin! Og þar með þurfa þeir ekki að borga lánin!
Helvíti af hafa ekki vitað af þessu fyrr. Við sem keyptum íbúðir af "Verkamannabústöðum" á sínum tíma máttum ekki selja íbúðirnar okkar. Ef við vildum losa okkur við þær leystu "Verkamannabústaðir" þær til sín. Það er helvíti að hafa ekki vitað af þessari lögfræðikrækju fyrr, því skv. þessu hefði maður getað búið frítt í íbúðinni um aldur og ævi! Og jafnvel látið "Verkamannabústaði" sjá um viðhaldið!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2009 | 19:05
Er Páll Hreinsson vanhæfur til að rannsaka aðdraganda hrunsins?
Það var hann sem samdi lögfræðilega álitsgerð fyrir Valgerði Sverrisdóttur, þegar undirbúið var að leyfa brask á stofnfé sparisjóðanna. Þessi álitsgerð var sem sagt notuð sem helsta lögfræðilega röksemdin fyrir einkavæðingu sparisjóðanna. Þetta brask með stofnféð og einkavæðing sparisjóðanna leiddi svo til hruns sparisjóðakerfisins.
Páll Hreinsson virðist því hafa átt aðild að aðdraganda hrunsins með þessari álitsgerð sinni, sem hann skrifaði fyrir einn af höfuðpaurum einkavæðingarinnar, ráðherra Framsóknar Valgerði Sverrisdóttur.
Nú er það spurning, hvort það gerir hann vanhæfan? Hann sem upphóf einkaeignarréttinn umfram almannahagsmuni? Þessi lögfræðilegi álitsgjafi einkavæðingarinnar!
Var einhver maðkur í mysunni þegar hann bauð Sigríði að segja sig úr rannsóknarnefndinni?Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2009 | 18:29
Eftirmaðurinn strax kominn í vandræði?
![]() |
Fundað um eftirmann Gunnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 13:54
Að skjóta af sér lappirnar. Eða Sigurður G., skuldabréfið og yfirvöldin!
Sigurður G. hefur skotið sig illilega í lappirnar í þessu meinta lánamáli Sigurjóns. Sem mbl.is reynir reyndar að fjalla sem minnst um, einsog önnur spillingamál.
"Hann lánaði sér þetta sjálfur. Hann á þessa peninga." SGG
Þegar SGG er spurður um þessa sjóði sem þetta meinta lán er tekið hjá þá veit hann allt í einu ekkert um þetta. "Ég veit bara ekkert um þetta."
Sigurður G. Guðjónsson útbjó skuldabréfið, en "ég veit bara ekkert um þetta."
Það er ekki nema von að menn vilji losna við Evu Joly!
En hvar er Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra? Hún gerir ekkert nema lögð sé fram kæra með fullum kössum af gögnum, og þar sofna málin meðan skjölin liggja ólesin í kössunum. Sérstakur saksóknari gerir ekki neitt nema honum séu færð málin uppí hendurnar! Og Ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, fer varla að trufla vini sonar síns í vinnunni
Þannig að takist mönnum að losna við Evu Joly geta þeir sofið rólegir! Þá truflar þá enginn við bankaránið!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 17:15
Aumingja Sigurjón!
Hann hefur vonandi farið í greiðslumat og veðhæfi hans verið kannað! Svei mér þá, ég held bara að Eva hljóti að hafa rétt fyrir sér. Löglegt??? Siðlegt??? Siðlaust???
Mér er næst að halda að málið þurfi rannsóknar við, frá A-Ö.
![]() |
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 13:36
"Eruði hræddir, drengir."
Það er víst farið að fara um suma, það er ljóst! Hér hefur verið lenska að strjúka auðmönnum bak og fyrir. Vonandi líðin sú tíð sem var, að skýrslum um stórfeld skattsvik sé stungið ofaní skúffu einsog gert var hér síðast (held ég) 2004. Ég er ekki að segja að Sigurður sé nefndur þar sérstaklega á nafn (best að hafa vaðið fyrir neðan sig, þó ég eigi ekki von á að SGG eyði púðri sínu á nobody einsog mig), en einhverjir hljóta að hafa haft tök á því að stinga 34 milljörðum undan 2004 og svo sífellt hærri upphæðum á árunum þar á eftir! Og það þó hér hafi verið búið að koma á skattaparadís fyrir fjármagnstekjueigendur og fyrirtæki af Sjálfstæðisflokknum og meðreiðarsveinum þeirra.
Einhverjar mjálmkellingar telja að Eva Joly taki heldur stórt uppí sig, ég held ekki! Mér finnst alveg óþarfi að tipla hér á tánum kringum kapítalistana og hrunið þeirra. Og að Eva Joly geri ráð fyrir að hér hafi fjármálaglæpir átt sér stað er alveg eðlilegt! Reynslan segir að svo sé og hún er ekki eini sérfræðingurinn sem látið hefur það útúr sér. Skattsvikaskýrslan segir það líka.
Og að ekki megi segja þetta, er einsog að halda því fram að ekki megi setja á stofn sérstakan saksóknara um hrunið. Það sé nefnilega yfirlýsing um að hér hafi glæpamenn um vélað! Kannski eru þessir saksóknarar til óþurfta einna því að hér séu allir saklausir, þar til sekt þeirra er sönnuð.
![]() |
Málflutningur Joly gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2009 | 17:45
Draumur útburðarins!
Margir láta sig dreyma um að bera ýmsa embættismenn út. En þessi á sér líka draum!
![]() |
Valtýr vill ráða Evu Joly |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 17:34
Stendur Steingrímur við orð sín?
Hann lofaði í umræðum í þinginu að leggja öll gögn á borðið, þegar málið kæmi til afgreiðslu. Nú hefur samningurinn ekki fengist birtur og þingmenn ekki fengið að sjá hann. Eiga þingmenn að greiða atkvæði um icesave-samninginn án þess að sjá hann? Hvernig væri þá að leggja líka fram gögn síðan í tíð fyrri ríkisstjórnar um málið, ásamt öllum þessum minnisblöðum, sem Steingrímur talaði um.
Eða fær þessi rannsóknarnefnd þingsins ein að sjá þessi gögn? Nefnd sem er búin að gera sig að athlægi vegna kjánalegra klögumála burtrekins fyrrverandi forstjóra FME. Formaður nefndarinnar birtist helst sem varðhundur kerfisins, sem hann ku eiga að rannsaka. Dæmigerður kerfiskall með óhæfileg tengsl við þá sem rannsaka skal!
12.6.2009 | 16:59
Er gúrkutíð á fréttastofum landsins? Til bjargar hverju? Málið fer í gegn einsog hnífur í gegnum bráðið smér!
![]() |
Sjálfstæðismenn til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 17:43
Hið hugumstóra löggjafarþing!
Er það ekki verkefni hins hugumstóra þings okkar að breyta lögum þessum svo stjórna megi landinu og losna við svona kóna? Ýmsir vindmylluriddarar gagnrýna stjórnina fyrir hugleysi og getuleysi. Geta þeir donar ekki lagt fram frumvörp í þinginu í stað þessa að æpa sig hása um aðgerðarleysi annarra. Löggjafarvaldið er jú hjá þinginu, ekki hjá framkvæmdavaldinu. Að minnsta kosti í orði.
Ýmsir höfðu stór orð um kerfislægan vanda og spillingu kerfisins í ræðum sínum í kosningabaráttunni. Sumir þeirra tilheyra reyndar einhverju spilltasta stjórnmálaafli sem sögur fara af norðan Alpa. Aðrir eru blautir bak við eyrun í pólitík og hafa því ekki haft tækifæri til að vefja um sig spillingarvoðinni, sem íslenskum stjórnmálamönnum hefur verið svo kær! Nú er þetta fólk komið á löggjafarsamkomuna. Ætla þau að láta verkin tala eða rúllar bara allt inní sama hjólfarið áfram?
![]() |
Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 21:26
Ég verð á Austurvelli á morgun!
![]() |
Auðuni lyft af botni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 21:04
Ágæt byrjun! Skal rannsaka eða skal ekki rannsaka? Á því veltur friðurinn í þjóðfélaginu!
En hvað verður framhaldið? Ætlar ríkisstjórnin að láta rannsaka eða ætlar hún að láta sem hún vilji rannsaka, en gera það svo ekki kleyft? Verður meira fé til og mannskapur ráðinn einsog Eva fer fram á? Eða ætlar ríkisstjórn bara að látast vilja rannsókn? Valtýr tók ómakið af ríkisstjórninni. Þurfa kannski einhverjir aðrir að leggja fram peningana og mannnskapinn sem þarf?
Svarið þarf að liggja fyrir strax, helst fyrir hádegi á morgun!
Eða má ekki hrófla við einu eða neinu? Og hlær svo spillingarliðið að öllum saman?
![]() |
Björn verður ríkissaksóknari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 15:59
Sigur spillingaraflanna! Aldrei stóð til að rannsaka eitt né neitt! Sérstakur saksóknari var ráðinn til að rannsaka EKKI málin!
Eva Joly hótar að hætta og nefndir Alþingis fá ekki umbeðin gögn úr Fjármálaeftirlitinu! Nefndarmaður í rannsóknarnefnd Alþingis, sem nefnir almælt tíðindi á Íslandi í litlu skólablaði í USA á á hættu að missa starfið við rannsókn á hruninu! Það er alveg kýrskýrt að hér eru spillingaröflin risin uppá afturlappirnar. Eva Joly er hindruð í starfi sínu og efnahags og viðskiptanefndir þingsins líka. Reynt er að trufla störf rannsóknarnefndar þingsins með kjánalegum klögumálum burtrekins forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
Ég hef áður haldið því fram að sérstakur saksóknari hafi ekki verið ráðinn til að rannsaka glæpamál tengd hruninu. Hann hafi verið ráðinn til að rannsaka ekki glæpamál tengd hruninu. Þangað til annað sannast stend ég við þessa fullyrðingu!
Hætti Eva Joly störfum er endanlega útum orðspor okkar Íslendinga. Umheiminum verður ljóst að aldrei stóð til að rannnsaka hrunið, aðdraganda þess og afleiðingar! Aldrei hafi staðið til að draga neinn til ábyrgðar! Það sem hefur verið gert sé sýndarmennskan tóm!
Nú þurfum við að gera svo vel og gera upp við okkur hvernig þetta á að vera! Skal rannsakað og ákært eða skal láta kyrrt liggja?
P.s. á nokkrum bloggum hefur mátt sjá skrif sem segja mér að aldrei hafi átt að rannsaka eitt né neitt! Þau blogg eru tengd félagi tengdu Sjálfstæðisflokknum, frambjóðanda sama flokks í síðstu kosningum og öðrum götustrákum!
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 12:57
Sjálfstæðisþingmenn hljóta því að samþykkja samninginn sem Steingrímur J. kynnti í vikunni!
Sjálfstæðismenn! Vinsamlegast skríðið uppúr hinum pólitísku skotgröfum ykkar!
Ef gerð er krafa um heiðarleika og samkvæmni innan Sjálfstæðisflokksins hljóta þingmenn Sjálfstæðisflokksins að greiða atkvæði með samningi ríkisstjórnarinnar. Annað væri órökrétt.
Það er greinilegt að Árni MM er ekki góður lygari. Til þess hefur hann ekki nógu gott minni! Og Einar K., hvaða afstöðu tekur hann nú? Nú þegar þetta hefur verið rifjað upp fyrir honum. Kýs hann að reyna að ljúga sig áfram útúr málinu?
![]() |
Tilkynntu um lausn í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 21:40
Skuggalegt!
![]() |
Skuggaríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |