Jón Gerald.

Ég var að vona, að nú værum við laus við Jón Gerald útúr íslensku þjóðlífi og allri umræðu hér á landi.  Nei! Ó, ekki!  Þurfti þá ekki Sigurður Tómas að áfrýja frávísuninni í máli Jóns Geralds.  Mér er alveg sama, hvort Jón þessi er sekur um glæp eða ekki.  Sigurður Tómas, gerðu það, dragðu þetta til baka!  Hlífðu nú þjóðinni við að þurfa að hlusta á Jón Gerald tjá sig opinberlega á Ísland.  Er ekki komið nóg?  Maðurinn er... Hér ákvað ég að hætta.  Annars fengi ég örugglega á mig meiðyrðamál!  Einsog Davíð sagði svo eftirminnilega:  Það má bara ekkert segja!  Sigurður Tómas hættu við, gerðu það!  Ekki áfrýja í máli Jóns Geralds...

Áfrýjun Jóns Ásgeirs.

Í gærkvöldi var Gestur Jónsson í Kastljósinu.  Þegar spyrill spurði Gest um áfrýjunina, hváði hún þegar kom í ljós að Jón Ásgeir mundi aðeins áfrýja  þessum eina lið sem hann er sakfelldur fyrir.  Hún hélt greinilega, að Jón mundi líka áfrýja þeim liðum sem vísað var frá!!!??? 

 Það var einusinni sagt um Árna Johnsen, að það heyrðist þegar hann hristi höfuðið.  Ætli þau séu eitthvað skyld þessi tvö, Árni og þessi stúlka í Kastljósinu. 


Ávöxtun lífeyris.

Það þarf  að skoða betur þessa fullyrðingu að meirhluti fjármagns lífeyrissjóðanna sé verðtryggður. Fyrir skömmu skoðaði ég þetta hjá nokkrum af stærstu sjóðum landsins, þá kom í ljós að í þeim tilfellum var 60-70% fjárins ávaxtaður í hlutabréfum og erlendum verðbréfum.  Þannig að ég held að þetta sé kjaftæði.  Meirihluti lífeyriseignar þjóðarinnar er ekki verðtryggður.  Annað er kjaftæði.  Að öðrum kosti sýnið mér frammá annað og vísið nú einu sinni í heimildir!  Hættið þessum fullyrðingavaðli!  Einsog tíðkast endalaus í þessu hundleiðinlega og síheimskulegra Kastljósi.

Gallup, smugan og bylting Matthíasar.

Einkennilegar þessar kannanir.  Var það ekki Spaugstofan sem skopaðist að því hvernig spurt er hjá Gallup:  Er þá ekki smá smuga að þú kjósir Sjálfstæðisflokksinn? Já, smá eða pínulítil?  Hefur eflaust verið ágætt þegar stjórnmálafræðingurinn fann þetta út, en dugir það í dag.  Hefur ekki orðið nein breyting í stjórnmálalífinu, sem segir að þetta sé úrelt?  Nei, ég bara spyr.  Annars var Gallup ansi nærri niðurstöðum kosninganna síðast, en mér skilst nú að smuguflokkurinn hjá þeim hafi fengið heldur slæma kosningu þá.  Þá þriðju verstu í sögunni, þannig að einhver viðbót væri ekki óeðlileg.

Sennilega yrði allt brjálað á ritstjórn Morgunblaðsins færi svo að stjórnin félli og forsetinn fengi Vinstrigrænum fyrstum umboð til stjórnarmyndunar.  Sem hástökkvari kosninganna, sennilega meira en tvöföldun atkvæða, væri Vg eðlilegast fyrsti kostur forsetans.  En þá yrði allt vitlaust.  Gamli ritstjórinn hefur kallað það byltingu á Bessastöðum gegn stjórnskipun landsins.  Og Sigurður Líndal skilur ekkert hvað verið er að fara, sem von er.  Ýmislegt hefur verið sagt og skrifað, en þetta er með því vitlausara!  Það er hættulegt, þegar flokkar og talsmenn þeirra fara að álíta að þeir eigi  sjálfvirkan rétt til valda.  Og sú skoðun hefur birst uppá síðkasti í skrifum Moggans og í orðum Ástu Möller.  Lýðræðisskipulagið byggir einmitt á hinu gagnstæða.  Enginn á sjálfvirkt tilkall til valda!  Og það er ekki sjálfgefið að djélistinn sé eðlilegur fyrsti kostur til að fá umboð til stjórnarmyndunar komi til þess að stjórnin falli.  Hann væri þá að koma útúr ríkisstjórn sem hefði fallið í kosningum og væri sem slíkur ekki fyrsti kostur, þó hann sé stærsti flokkurinn.  En þetta eru nú svona vangaveltur eftir að hafa verið að hlusta aftur á hádegisviðtalið við Sigurð Líndal frá 2.maí.  Ég er einfaldlega enn svo hissa á orðum Matthíasar um "byltinguna á Bessastöðum gegn stjórnskipun landsins".  Ég botna bara ekkert í þeim hugsanagangi sem liggur að baki þessum orðum.  Er það kannski svo að Matthías telji núorðið að Sjálfstæðisflokkurinn sé, á einhvern dularfullan hátt, orðinn hluti af stjórnskipulaginu?  Og það að tryggja ekki sjálfvirkan aðgang flokksins að völdunum tejist  byltingarstarfsemi?  Annað eins hefur nú gerst uppá síðkastið.  Allskyns nýjar skilgreiningar hafa t.d. skotið upp kollinum í þessu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum.  Í aðdraganda árásarinnar á Írak skaut upp kollinum ný skilgreining á orðinu "gereyðingarvopn".  Orð sem hafði ekki verið notað um eiturefni, einsog sinnepsgas.  Kannast einhver við að hafa heyrt talað um beitingu gereyðingarvopna í fyrri heimstyrjöldinni 1914-1918?  Skv. þessari nýju skilgreiningu þá var gereyðingavopnum beitt af öllum stríðaðilum þá.  Hversvegna þá ekki að skilgreina stjórnmálahugtökin uppá nýtt.  Ef þú setur völdum Sjálfstæðisflokksins takmörk, þá er það byltingarstarfsemi og þú byltingamaður.  Skv. orðunum "bylting á Bessastöðum gegn stjórnskipuninni" stenst þetta.  Einu sinni voru þeir taldir byltingarsinnar sem aðhylltust lýðræðisskipulagið.  Kannski hefur ritstjórinn endurskilgreint orðið "bylting"?  Og líka "stjórnskipuleg"?


Og stjórninn fellur!

Í hverri skoðanakönnuninni eftir annarri fellur stjórnin!
mbl.is Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir, Birgir Ármannsson!

Ég hef lengi verið hugsi yfir þessum mikla tekjuafgangi á ríkissjóði.  Nú rann upp fyrir mér ljós, þegar ég las bloggið hans Birgis Ármannssonar.  Hann segir, að hækkun skattleysismarka í 150.000 krónur kosti ríkissjóð 50 milljarða.  Nú ættu skattleysismörk að vera 140.000, ef þau hefðu fylgt vísitölu.  Þannig að skerðing persónuaafsláttar skilar ríkissjóði nær 42 milljörðum á ári.  Skerðing barnabóta skilar 1 milljarði.  Og svona mætti lengi telja.  Ef þetta er hin góða hagstjórn má ég þá biðja um aðra verri!

Yfirlýsingu Vinstrigrænna og Samfylkingar!

Staðan er þannig í pólitíkinni nú, að yfirlýsing Vinstrigrænna og Samfylkingarinnar um að flokkarnir fari ekki í stjórn einir og sér er beinlínis nauðsynleg.  Það er eina leiðin til að svifta Sjálfstæðisflokkinn því forræði í stjórnmálalífi þjóðarinnar, sem forystumenn flokksins telja sig af einhverjum undarlegum ástæðum eiga kröfu til.  Nú fara að verða síðustu forvöð að lýsa því yfir af hálfu Vinstrigrænna og Samfylkingarinnar að flokkarnir setjist aðeins í stjórn báðir saman.

Umræðan um Forsetaembættið, og aðkomu þess að stjórnarmyndunum, sýnir að stöðva verður Sjálfstæðisflokkinn og koma forystumönnum hans um skilning um, að völd þeirra eru ekki eitthvað, sem þeir geti gengið að sem vísum.  Völd sín hafa þeir þegið frá kjósendum og þeir geta ekki rúllað yfir stjórnskipun landsins, ef þeim hentar svo.  Það er ljóst að ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Matthías Jóhannessen og Styrmir Gunnarsson, ýmsir forystumenn Sjálfstæðisflokksins og  þingmenn, líta svo á að þegar það hentar Sjálfstæðisflokksins eigi að sveigja stjórnskipun landsins undir vilja Sjálfstæðisflokksins svo hann geti haldið völdum sínum!  Skrif ritstjóranna, ýmis ummæli Sjálfstæðismanna á þingi og utan þings sýna þetta!  Þetta hefur birst uppásíðkastð og gerði það líka í umræðunni um fjölmiðlamálið og stjórnarskránna.


Ásta Möller og forysta Sjálfstæðisflokksins.

   Ásta hefur ekki enn sagt okkur hvort hún telur enn, að Forsetinn sé "ógnun við lýðræðið."  Hún hefur aðeins sagt að hún hafi ekki áhyggjur.  Og nú er komin ný "ógnun við lýðræðið."  Það er að sjálfsögðu Sigurður Líndal, sem segir að Forsetinn hafi stjórnskipulegu hlutverki að gegna þegar kemur að stjórnarmyndunum. Sigurður er helsti sérfræðingur þjóðarinnar í þessum málum og verður ekki ásakaður um "vinstri"villu!  

   Alltaf af og til afhjúpa Sjálfstæðismenn sjálfa sig og raunverulegan hug sinn til lýðræðisins og stjórnskipunar Lýðveldisins.  Það gerðist í fjölmiðlamálinu, kringum íbúakosningarnar í Hafnarfirði og svo nú.  Allur skilningur, sem þjóðin hefur haft á neitunarvaldi forsetans var tekinn og snúið á rönguna vegna þess að það hentar ekki Sjálfstæðismönnum, að forsetinn getur vísað málum til þjóðarinnar.  Íbúalýðræði er eitthvað sem fer óendanlega í taugarnar á talsmönnum flokksins.  Og nú er Forseti Lýðveldisins orðinn "ógnun við lýðræðið."  Eða er það kannski bara Ólafur Ragnar Grímsson, sem af sínum alkunna kvikindisskap bíður eftir tækifæri til að geta sett "lýðræðissinnunum" stólinn fyrir dyrnar.  Það skal tekið fram, að Ólafur Ragnar hefur aldrei sýnt neina tilburði til þess að virða ekki lög og stjórnarskrá landsins.  Sigurður Líndal kom með skemmtilegan vinkil á málið, þegar hann benti á, að það væri einsog ýmsir stjórnmálamenn þyldu ekki að völdum þeirra væru sett  takmörk. Ergó: Lýðræðið og stjórnskipun lýðveldisins Íslands setur ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins mörk.  Þetta þola þeir illa.  Þessvegna eru skrif Matthíasar Jóhannessen, Styrmis Gunnarssonar og upphlaup Ástu Möller mjög athygliverð.  Það þarf ekki að segja mér, að skrif ritstjóranna séu sett á blað í einhverju tómarúmi umræðunnar í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, sem þeir eru hluti af.  Þau eru í samhljómi við orð stjórnmálaleiðtoga flokksins Davíðs Oddssonar, Geirs H. Haarde og annarra.  Og hvaða ályktanir getur svo þjóðin dregið af þessu:

Lýðræðið og regluverk þess setur völdum forystumanna Sjálfstæðismanna takmörk, sem þeir þola ekki og vilja þessvegna afnema.  Má í því sambandi nefna stjórnarskrárbreytingarnar, sem  Sjálfstæðismenn vilja koma í gegn, sérstaklega um hlutverk Forsetans.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ráða gangi mála eftir kosningar, sama hver niðurstaða kosninganna verður.  Það má ekki gerast, að Forsetinn gegni stjórnskipulegu hlutverki sínu, þegar þar að kemur.  Sama hver niðurstaða kosninganna verður!  Þetta eru þeirra orð sjálfra!

Beint lýðræði, þ.e. íbúalýðræði, er eitur í beinum forystumanna Sjálfstæðisflokksins.  Þessvegna eru þær óþarfar og hættulegar.  Þær eru fordæmisgefandi og geta þessvegna orðið til þess að takmarka völd forystumanna Sjálfstæðisflokksins.

Þeir tala fallega um lýðræðið, og telja sjálfa sig stundum sérstaka gæslumenn þess. En hver er raunveruleikinn.  Forystumenn Sjálfstæðisflokksins þola ekki þau takmörk sem lýðræðið og stjórnskipunin setur völdum þeirra.  Það sýndi sig í kringum fjölmiðlamálið og svo nú í skrifum ritstjóra Morgunblaðsins, bæði fyrrverandi og núverandi.  Þessir menn tilheyra innsta valdahring Sjálfstæðisflokksins og þeirra skrif endurspegla þann hugsanagang sem þar ríkir.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um, hvort einhverjir séu sérstök "ógnun við lýðræðið". En rifji maður upp það sem féllu úr munni forystumanna Sjálfstæðisflokksins og fl. í kringum  fjölmiðlamálið og svo skrif ritstjóranna þá og nú og orð þingmanns Sjálfstæðisflokksins nú, blasa staðreyndir við sem eru að minnsta kosti mjög umhugsunarverðar.

 

 

                                      


Ráðherrar Framsóknarflokksins!

framsoknarbannHef eiginlega enga löngun til að ræða um Það lið!  Kannski vegna þess að líkið af flokknum er ekki alveg dautt og stendur þar af leiðandi enn uppi, þó á brauðfótum sé.

Farðu í frí!

Auðvitað er það ómálefnalegt að ætlast til þess, að verk á vegum samgönguráðherra séu unnin af sæmilegu viti.  En hvað kemur svo sem Kristjáni við þó það vanti bæði kælirými í skipið og lestunarlúgur hafi gleymst?  Það á jú að flytja fisk með ferjunni með meiru, en hvað kemur þingmanninum þetta við svona rétt fyrir kosningar?  Getur hann ekki spurt um þetta einhvern tíma seinna?


mbl.is Ómálefnaleg gagnrýni lituð af kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tel...

...líka líklegt að sólin komi upp á morgun!  "Ég sé ekkert í augnablikinu sem er brýnt að ráðast í en sjálfsagt gerast slíkir hlutir í framtíðinni."  Einhvern veginn er þetta svona holt að innan!
mbl.is Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherrann!

Setti fram á kjörtímabilinu mjög svo nýstárlega kenningu í hagfræði.  Verður ekki betur séð en kenningin valdi algerri byltingu í hagstjórn á öldinni.  Kenningin er þessi:  Leggjum niður vaxtabætur, þær valda þenslu í hagkerfinu, þannig að það ofhitnar!  Aðferðin sem fellst í kenningunni mun auðvitað breyta öllu í hagstjórn á þenslutímum!  Nú er ráðherrann sestur á sama bekk og Friedmann og Hannes (nú, er Hannes ekki hagfræðingur? Það eru Friedmann og ráðherrann ekki heldur).

Samgönguráðherrann!

Svarar ekki spurningum, ekki frekar en aðrir ráðherrar djélistans, en fjallar hinsvegar ítarlega um spurningarnar í löngu og leiðinlegu máli, einsog reyndar hinir ráðherrar djélistans gera líka.  Kannski þeir ættu að skipta um ímyndarmeistara, annars gæti svo farið, að þeir yrðu taldir leiðinlegust ráðherrar sögunnar!

Menntamálaráðherrann!

Er úti að hjóla.  Hún hjólar oft.  Nei, þetta er ekki úr lestrarbók fyrir byrjendur, heldur úr viðtali við hana í morgunútvarpinu.

Forsætisráðherrann!

Hlýtur að eiga toppsetninguna í þessari kosningabaráttu:  Ríkissjóð munar um hverjar 1000 krónur sem persónuafsláttur hækkar, en einstaklinginn munar ekkert um þær!  Athugið að þessi maður situr í ríkisstjórn sem hefur haft 85 milljarða af borgurunum með lækkunum á barnabótum, persónuafslætti (raunvirðislækkun) og lækkun lífeyris (raunvirðislækkun); lækkun vaxtabóta er ekki inní þessari tölu. 

Fjármálaráðherrann!

Stóð sig illa í Kastljósinu, einsog vænta mátti.  Í fyrsta lagi finnst honum, einsog reyndar öðrum ráðherrum djélistans, óþarfi að svara spurningum, hvað þá að spyrja þeirra:  Og í annan stað, er hann trúr þeirri skoðun sinn, að óþarfi sé að hann viti nokkuð í sinn haus!

"Lækning" samkynhneigðra! Mynd handa Margréti.

samk+jesus

Skrif Ástu Möller...

...Sanna þessi orð:   marxbureaucrat 

 Flokkur sem er búinn að vera svona lengi við völd telst varla lengur stjórnmálaflokkur, heldur apparat skriffinna sem hangir á stöðu sinni og beitir til þess öllum tiltækum ráðum!


Ásta Möller og ógnin við lýðræðið.

Fínn titill á sakamálasögu. 

Skrif Ástu og viðtölin tvö hljóta að teljast með voðalegri pólitísku voðaskotum.  Fyrst skaut hún af sér löppina og svo skaut hún af hina löppina.  Hvað næst, Ásta lappalausa? 

Var einhver að tala um ljóskur?  Hér er ein:       _Asta_Moeller 

(Þetta má ekki). 

Og hér er önnur:   

c_arni_mathiesen

 

Ég bara spyr:

Hvar eru peningarnir?
mbl.is Fjarri lagi að skýrslugerð hafi kostað tugi eða hundruð milljóna króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband