"Þá værum við ekki í EES..." ?????

Sérkennilegur málflutningur formanns flokks, sem á sínum tíma var á móti aðild að EES-samningnum og vildi gera tvíhliðasamning við ESB í staðinn.  Sjálfstæðisflokkurinn féllst á aðild að EES undir þvingun frá Alþýðuflokknum, sem gerði aðild að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi flokkanna 1991.  Það kom enda ítrekað fram hjá Davíð Oddssyni að honum finnst frelsið, sem samningurinn færði þjóðinni, ganga alltof langt!  Enda hefur samningurinn takmarkað völd stjórnmálamanna til mikilla hagsbóta fyrir land og þjóð!  Hvernig væri ástandið nú eftir 16 ára stjórnarseti Sjálfstæðisflokksins, ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki vélað Sjálfstæðismenn til að fallast á EES-samninginn? 


mbl.is „Horfið yrði af þeirri framfarabraut sem við erum á"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Matt. og eignarétturinn!

Nú hefur Árni Matt. toppað þúsundkróna ummæli Geirs H.. Spurður um stefnuna í Þjóðlendumálinu sagði Árni Matt. fjármálaráðherra, að Sjálfstæðisflokkurinn virti að sjálfsögðu eignaréttinn á landinu!  Og þá hlógu nú ýmsir með öllu andlitinu!  Undanfarín ár hefur lögfræðingagengi á vegum Árna reynt með lagaflækjum að hafa landareignir af bændum og skiptir þá engu, þó um marg þinglýstar eignir sé að ræða eða eignir sem hafa verið í eigu sömu ættar mann fram af manni.  Þeir eiga aldeilis vel saman Árni í fyrsta sæti og Árni í öðru sæti!

Björn heybrók?

Er það virkilega svo að BB þori ekki að skipa Jón H.B. í starf saksóknara fyrir kosningar? Við hvað er BB hræddur? Kjósendur? Formanninn? Er ekki til enn meiri skaða fyrir flokkinn að hafa þetta svona hangandi yfir sér fram yfir kosnngar? Vita ekki allir hvort eð er hver vrður skipaður í jobbið?

Í frjálsu falli?

Er ekki ríkisstjórnin í frjálsu falli? Var með einhverja 38 þingmenn inni um daginn!
mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg lesning! Og samviskan deyr!

Fyrirsögnin á þessari frétt er nú alveg útúr kú og í miklu samræmi við sjálfhverfu okkar andlegu offitusjúklinganna, sem eigum allt og fyrst og fremst viljum eiga allt, gína yfir öllu og gleypa.  Megininntak fréttarinnar er þetta skelfilega ástand sem ríkir víða í heiminum. Fátækt, sjúkdómar og stríðsátök herja á stóra hluta heimsins og fórnarlömbin eru börnin, fyrst og fremst!  Við lesum um þetta í blöðum og horfum á þetta í sjónvarpi sljóum augum.  Erum við svo gersneydd samúð og ímyndunarafli og svo full eigingirni, að ekkert kemur uppí hugann annað en okkar eigin óverðskuldaða ofurvelsæld? Hvað ef barnið mitt og barnabarn væri í þessum aðstæðum stríðs, hungurs og sjúkdóma?  Þessum heimi algers stjórnleysis og öngþveytis, ærandi hávaða og öskrandi miskunnarleysis?  Eru þetta ekki spurningar sem setja að manna skelfingu og hroll?  Viljum við eitthvað leggja að mörkum til að breyta þessu ástandi í heiminum eða viljum við bara strjúka okkar eigin kinn? 122.000 börn dóu í Írak árið 2005 áður en þau náðu 5 ára aldri... 20% barna í Rúanda deyja áður en þau ná sama aldri... Og hvað með þau sem lifa áfram í þessum heimi óskapnaðar sem þeim er búin? Hvað um angistina, hungrið, einsemdina...Einstæðingsskapinn og skjólleysið!

Hér fyrir neðan er svo blog um frétt sem fær mann til að skammast sín!


mbl.is Best að vera móðir í Svíþjóð og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og vaxa gæðin?

Amerískar fyrirmyndir.  En vonandi verða samt gæðin meiri á þjónustunni.   Varla er það arktektúrinn og næðið sem læknar fólk af þeim sjúkdómum sem þjakar það.  Það er greinilegt að nógir eru peningarnir.  Bara vonandi að eitthvað verði eftir þegar á að fara að byggja.  Og vonandi verða til einhverjir aurar til að borga starfsfólkinu laun!
mbl.is Einstaklingssjúkrastofur með baði efst á óskalistanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkakynningarnar.

VinstriGræn voru með svona gamaldags ungmennafélagsútgáfu á kynningunni sinni.  Minnti soldið á 16 mm bíósýningar í barnaskólanum í gamla daga.

Guðríður Lilja var góð!  Alveg sérstaklega var ég sammála orðum hennar um stjórnmálamenn og atvinnulífið.  Fjármálamenn, fjárfestar og athafnamenn eiga að sjá um atvinnulífið.  Og alveg sérstaklega þegar um stofnun og rekstur stórfyrirtækja er að ræða.  Stjórnmálamenn geta hinsvegar séð til þess að sprotafyrirtæki og frumkvöðlar hafi aðgang að aðstöðu, aðstoð og fjármagni.  Stjórnmálamenn eiga svo að setja reglur til þess að fjármagnseigendur gleypi ekki allt og alla og vaði yfir allt í græðgi sinni og gróðafíkn.  "Græðgi leiðir nefnilega m.a. annars til glæpa.  þessvegna þarf reglur".

Benedikt Davíðsson er hetja!  Hann hefur þessa heiðríku sýn á réttlátt þjóðfélag, sem er svo gott að trúa á og vonast eftir.  En er kannski einsog regnboginn...En Benedikt er svo sannarlega trúr hugsjóninni um réttlátt þjóðfélag og mætti vera okkur fyrirmynd!

Geir H. Simpson var í mánudagsviðtali hjá einni af "ekkisætustustelpunniáballinu" og ekki orð um það meir!


Borgar Þó! Einarsson

"Það er ekki óvitlaust hjá Samfylkingunni"...Það væri óvitlaust nema það hafi verið vitlaust?

Hún er að grínast!

5 á þingi og 1 í borgarstjórn. Það eru ca. svona sömu hlutföll. Þarf að segja meira?
mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er að grínast!

5 á þingi og 1 í borgarstjórn.  Það eru ca. svona svipuð hlutföll. Þarf að segja meira?

Skoðanakönnun?

Skil ég það rétt, að útkoman sé reiknuð út frá svörum 477 svarenda?  Af 221.368 kjósendum á kjörskrá.  Hverjar eru líkurnar á að fá rétta útkomu úr svona könnun?  Spyr sá sem ekki veit!
mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin á blogginu.

Það hringdi til mín ungur maður, Hallgrímur Viðar Arnarson, í hádeginu alveg miður sín. Einhver hafði komist inná bloggið hans og sett þar inn einhverja þvælu, sem ég gerði athugasemd við. Nú hefur það sem betur fer gerst í málinu að gerandinn hefur komið fram og beðist afsökunnar. Það er gott að málið leystist og hið sanna kom í ljós. En betra hefði verið að það hefði aldrei farið af stað.

Einkavæðing heilbrigðiskerfisins.

Skrýtið að heyra varaformann Sjálfsstæðisflokksins, og reyndar fleiri frambjóðendur flokksins, neita því að Sjálfstæðisflokkurinn vilji einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.  Les þetta fólk ekki samþykktir landsfundar flokksins áður en það samþykkir þær.  Það segir skýrum stöfum í samþykkt flokksins að kosti einkarekstrar skuli kanna í heibrigðiskerfinu.  Er ekki ein leiðin til að koma á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu einmitt einkavæðing?

Rúmenskir ferðamenn?

Hvernig stendur á því að mér finnst Jón H.B. svo rosalega ótrúverðugur? Annars fannst mér nú þessir músíkantar  lífga skemmtlega uppá tilveruna. Þetta með að þeir séu undanfari glæpaflokka finnst mér hæpið.
mbl.is Nítján Rúmenar fara úr landi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannkærleikur?

Það verður ekki af þeim skafið, íbúunum við Njálsgötu, sem nú mótmæla væntanlegu heimili fyrir heimilislausa. Þeir hafa fjárfest í húsnæði í hverfi, sem varla hefur getað talist barnvænt hin síðari ár. Hversvegna hafa þeir gert það ? Jú, það þykir bæði fínt og þægilegt að búa í grend við miðbæinn, en það verður ekki bæði haldið og sleppt. Vilji maður búa við í miðbænum eða í grend við hann verður maður að sætta sig við ýmislegt, sem ekki fer fram í öðrum íbúahverfum svona yfirleitt. Háreisti og mannaferðir, allskyns starfsemi, skemmtanahald og fleira. Eðli málsins samkvæmt er staðsetning heimilis fyrir heimilislausa ekki starfsemi sem myndi ganga að setja upp í úthverfum fjarri miðbæjarsvæðinu. Bæði er þjónusta, sem íbúarnir sækja gjarna á miðbæjarsvæðinu og svo þrífast væntanlegir íbúar ekki í úthverfaumhverfi vegna þeirra lífshátta sem þeir hafa af ýmsum ástæðum tamið sér. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona mótmæli fara fram í borginni og röksemdir þeirra sem hæst hafa eru þær sömu. Áhyggjur af verðfalli á fasteignum á svæðinu. Buddan er sem sagt þeirra viðkvæmasta líffæri. Ég man í augnablikinu eftir tveim  tilfellum þar sem væntanlegir íbúar einhverskonar heimila hafa ekki verið velkomnir í hverfi, en svo hafa mál einfaldlega gufað upp vegna þess að flest hefur gengið vandræðalaust. Hér á ég við heimili fyrir geðsjúka/geðfatla í Laugarásnum í Reykjavík og svo heimili Verndar á Teigunum (þar sem nú er rekið einskonar opið fangelsi). Í báðum tilfellum varð mönnum illt í buddunni af ástæðulausu. Íbúðaverð er síst lægra í næsta nágrenni við þessi heimili en annars staðar á sömu svæðum. Vandræði sem ýmsir töldu að fylgdi væntanlegum nágrönnum hafa ekki látið á sér kræla og flest gengið snurðulaust fyrir sig. Eða hefur einhver heyrt af einhverjum stórvandræðum á Teigunum eða í Laugarásnum nýlega?


mbl.is Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirvofandi voði?

Það er á framsóknarmönnum að skilja að einhver voði vofi yfir komist formaðurinn ekki á þing. Það væri gaman að vita, hverskonar voði? En svo er slatti af öðrum framsóknarmönnum sem kemst ekki á þing heldur, en það er sennilega engin voði?

Bannað að skipta um skoðun?

Á stöð 2 þykir greinilega fréttnæmt ef einhver skiptir um skoðun á Íslandi. Steingrímur J. var á móti bjórnum fyrir 20 árum. Núna dáðist hann að vexti bjórverksmiðju norður í landi. Það hefði hann ekki átt að gera. Maður á nefnilega ekki að skipta um skoðun!  Steingrímur J. fékk reyndar mun minni tíma í fréttatímanum en drykkjuboltinn Paris Hilton!

Falskar í boði Framsóknar!

Breytir í raun engu frá núverandi ástandi!
mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falskar eru enn í boði Framsóknar!

Ég vil vara foreldra barna 3-12 ára við að gleðjast of snemma yfir samningi Sivjar og formanns Tannlæknafélagsins.  Þetta er opinn samningur og nú á eftir að koma í ljós hvort tannlæknar skrifa undir hann.  Hver og einn tannlæknir verður að skrifa undir fyrir sig.  Það er ekki einsog félagar Tannlæknafélags Íslands séu á einhvern hátt skuldbundnir af samningnum.  Til þess að gerast aðili að samningnum verður hver tannlækningir fyrir sig að samþykkja hann og verða þannig aðili að honum.  Ef nú enginn skrifar undir, þá er þetta bara samningur milli Sivjar og formanns Tannlæknafélagsins, einsog hann er nú.  Ef tannlæknir barnsins míns eða þíns skrifar ekki undir er ég engu bættari eða verð að skipta um tannlækni, þ.e. skipta yfir til tannlæknis sem hefur samþykkt hann. Og ef hann er ekki eins góður og sérfræðingurinn í barnatannlækningum, sem við höfum farið til fram til þessa?  Greiðir þá Tryggingastofnun þessi 30-40% af kostnaðinum einsog áður eða fellur sá "samningur" alveg úr gildi.  Og svo er annað. Nýi samningurinn fjallar ekkert um tannviðgerðir, aðeins um eftirlit, leiðbeiningar um tannhirðu og flúorskolun!  Ekkert um viðgerðir! Pössum okkur á því!

Falskar eru enn í boði Framsóknar!  Hvað vilt þú í fermingargjöf barnið gott?


Sjálfstæðisflokkurinn og SÍS.

Ætli geti verið, að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn með sömu stöðu og SÍS í gamla daga?  Flestir héldu að SÍS væri eilíft og ómissandi!  Þar til það dó!  Þá voru allar fegnir og önduðu léttar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband