20.10.2008 | 17:09
Íslenskir stjórnmálamenn.
20.10.2008 | 17:03
Grunaði ekki Gvend!
Þetta hefur mig lengi grunað. Það væri að sjálfsögðu alveg sjálfsagt að senda þetta lið í Námsflokkana. Sumir virðast ekki skilja né tala sitt eigið tungumál, íslensku. Því er oft ansi spaugilegt að hlusta á þetta fólk tala um ýmis mál, einsog t.d. efnahagsmál og hagfræði. Í fyrsta lagi tala þeir tungumál, sem þeir kunna ekki alveg nógu vel og svo eru þeir að tjá sig um hluti sem þeir botna hvorki upp né niður í. Og ekki er von á góðu, þegar þeir þykjast vera að tala útlend tungumál um mál, sem þeir skilja ekki alveg nógu vel. Svo bætist við, hvað sumir eru gjarnir á að hlaupa út undan sér, þegar þeir eru að fjalla um viðkvæm málefni. Svakalegasta dæmið er Davíð Oddsson í nýlegum Kastljósþætti.
Íslenskir stjórnmálamenn þurfa ekki aðeins túlka, heldur líka einskonar "kommisara eða uppeldisfulltrúa" sér við hlið til að passa uppá mannasiði og líka til að stoppa þá af þegar vitleysan fer af stað!
gasta
![]() |
Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 18:07
Á sandi byggði heimskur maður hús!
Þegar fjármálakerfi lands býr ekki við traust regluverk og eftirlitskerfi, þá er ekki von á góðu! Ekki hefur mátt setja neinar skorður við starfsseminni og Fjármáleftirlitið hafði engin tök á að fylgjast með og fylgja eftir athugasemdum sínum. "Hlutverk stjórnvalda er að búa fyrirtækjum gott umhverfi." Hver kannast ekki við svona frasa? Ekki mátt setja reglur og lög til að trufla kapítalistana ekki við vinnu sína, sem sé við að græða peninga, mikla peninga með öllum ráðum, hvað sem það kostar!
Sem er nákvæmlega það sem kapítalismi snýst um. Að hámarka gróðann! Og það mátti sem sagt ekki trufla gangverkið með því að setja því heilbrigðar skorður og reglur! Markaðurinn skyldi ráða!
Hér situr því hnípin og skömmustuleg þjóð vegna þess að hún byggði allt fjármálakerfið á kviksyndi græðginnar!
![]() |
Verða að svara til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 15:49
Egill Helgason mærir gjaldeyrislánin 12. desember 2007!
Vona að ég verði ekki lögsóttur fyrir að birta þessa bloggfærslu Egils Helgasonar:
"12. desember, 2007 - 9 ummæli »
Gengisáhættan
Margir verða nú til að benda á að gengisáhætta fylgi því að taka lán í erlendri mynt - þ.e. ef lántakandinn hefur tekjur í íslenskum krónum.
Nú síðast ryðst fram á ritvöllinn Hallur Magnússon hjá Íbúðarlánasjóði - sá maður sem er duglegastur í varðstöðunni fyrir það batterí.
Þetta er satt og rétt en auðvitað engin ný tíðindi. Fæstir eru svo heimskir að þeir taki lán í erlendum gjaldmiðli án þess að skilja að afborganirnar sveiflast með gengi krónunnar.
Málið er bara það að kjörin á lánamarkaði hér eru með slíkum ólíkindum - okrið er þvílíkt - að krónan má falla ansi mikið áður en erlendu lánin verða dýrari en þau íslensku.
Því eins og þeir vita sem hafa tekið gjaldeyrislán er það nánast eins og kraftaverk hversu fljótt fer að ganga á höfuðstólinn."Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2008 | 17:05
Silfur Egils. Egill Helgason er lýðskrumari!
Egill Helgason er lýðskrumari.. Sem slíkur var Egill Helgason óheppinn að nefna flugfélagsævintýri Hannesar Smárasonar. Lán eru öll greidd af því braski.
Egill Helgason var líka óheppinn að nefna rekstrarkostnað Stoða uppá 5,6 milljarða. Hann vissi ekkert um hvaða útgjöld fólust í þeirrri upphæð. Sennilega hefur hann haldið að þessi upphæð hefði farið í vínarbrauð, kók og koníak. Hann reyndi að gera Jón ábyrgan fyrir rekstri Stoða . Jón kom að daglegum rekstri í desember, minnir mig.
Og Egill Helgason var líka óheppinn að nefna bókfærðar eignir í viðskiptavildum. Engar slíkar færslur eru í bókhaldi Jóns Ásgeirs að hans sögn.
Egill Helgson var aðeins með órökkstuddar fullyrðingar. Egill hellti, vanmáttugur, úr skálum reiði sinnar. Kannski hann hafi orðið fyrir barðinu á fjálmálakreppunni/heimskreppunni? Kannski er hann fórnarlamb eigin áhættu?
Miðað við gefnar forsendur hefur rekstur Jóns Ásgeirs, og lán sem hvíldu á honum, verið nokkuð traustur. Þetta reyndi Jón Ásgeir að segja Agli. En fékk yfir sig orðaflaum og fullyrðingar. Ég veit ekki um nokkurn mann, sem gerir ráð fyrir fjármálakreppu/heimskreppu í rekstraráætlunum sínum! Vissulega tefldi Jón Ásgeir, og fleiri, djarft. Það var tíðarandinn og regluverkið í viðskiptalífinu bauð uppá það. Eftirlitsstofnanir brugðust. Og menn fylltust aðdáun. Ekki mátti hafa neinar reglur og regluverk til að trufla ekki kapítalistana í vinnunni. Stjórnmálamennirnir sáu um það. "Það er hlutverk stjórnvalda að sjá um að tryggja fyrirtækjunum gott rekstrarumhverfi." Það gerðu stjórnvöld svo sannarlega! Þess vegna fór sem fór. Stjórnvöld eiga líka að reka peningamálastefnu sem virkar. Það gerðu þau ekki. Þau eiga líka að sjá um virkt eftirlit. Þau eiga að tryggja hagsmuni okkar allra. Þau eiga líka að tryggja gjaldmiðil lands síns. Það gerðu þau ekki. Svo sannarlega ekki. Því fór sem fór.
Það bíður seinni tíma rannsóknar að fara ofaní inngrip yfirvalda á Glitni. Jón Ásgeir fullyrðir að bankinn hafi ekki verið gjaldþrota. Ýmsir fullyrða annað. Það mun koma í ljós. Aðkoma Seðlabankans mun verða skoðuð og líka stjórnmálamanna. En fyrst og fremst verður að skoða stöðu bankans, einsog hún var í raun og veru, þegar hann var yfirtekinn.
Egill Helgason vill tala fjálglega um fjárglæframenn. Þeir eru þá margir fjárglæframennirnir. Allir sem tóku lán í útlendri mynt, svokölluð myntkörfulán, eru þá væntanlega fjárglæframenn.. Líkurnar á að krónan félli voru talsvert miklu meiri en líkurnar á fjármálakreppu/heimskreppu. Ég þekki tvær fjölskyldur, sem stóðu frammi fyrir því að fjármagna húsakaup fyrir 3 árum. Báðar höfnuðu þessar fjölskyldur því að taka slík lán vegna gengisáhættu. Báðar þessar fjölskyldur reka fyrirtæki sem ganga vel ennþá. Hvorug þessara fjölskyldna gerðu ráð fyrir fjármálakreppu/heimskreppu þegar þær gerðu áætlanir sínar um reksturinn. Ef þær hefðu gert það hefðu þær væntanlega ekki hafið rekstur.
Ef fram fer uppgjör vegna allra þessara mála, einsog talað er um, vona ég að notaðar verði vandaðri aðferðir en Egill Helgason beitti í Kastljósi í dag.
Ég verð vonandi ekki ásakaður fyrir að vera aðdáandi kapítalismans og kapítalista. Ég er einn fárra hér á landi sem ekki hef tapað trúnni á Sosíalismann. Ég hef aldrei gerst Blairískur krati, einsog flestir fyrrverandi sósíalistar og kommúnistar á Íslandi, þessir sem ekki gengu helbláa flokknum á hönd. Mér býður við öllu þessu markaðs- og frjálshyggjukjaftæði og mér hefur alltaf boðið við því. Þrátt fyrir allan heilaþvottinn. Af nauð hef ég þurft að kjósa flokka einsog Alþýðubandalagið og VinstriGræn. Ekki vegna þess að ég hafi hrifist af málflutningi þessara flokka. Nei, af nauð, vegna þess að ekkert var skárra í boði. Mér býður við því, hvernig málflutningurinn hefur verið. Reiði og ásakanir á hendur ákveðnum mönnum í viðskiptalífinu hafa verið háværar. Egill Helgason kyndir undir. Undanfarinn ár hefur Egill Helgason mært útrásarvíkinga og gengislán. Óheft frelsi. Engin vitlaus yfirvöld að skipta sér af. Þetta hefur Egill, og flestir aðrir, dýrkað og dáð.. FRELSI OG EKKERT NEMA FRELSI. ÓHEFT FRELSI. Og engin afskipti ríkisins.
Óhefti frelsi og óheftur kapítalismi er það sem við bjuggum við. Og því fór sem fór.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2008 kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.10.2008 | 17:42
Spámaðurinn Davíð Oddsson 22/5 2008.
22/5 2008 birtist þessi frétt á mbl.is, þ.e. fyrir tæpum 5 mánuðum. Orð DO um bankana eru athyglisverð. Hér talar hinn grandalausi, sjá Breytt viðhorf til íslensku bankanna. Viðhorf DO til gjaldeyrisskiptasamninga er líka skýrt og í góður samhengi við skoðanir hans á gildi þess að stækka gjaldeyrisvaraforðann! Á þessum tíma sat DO einsog ormur á gulli á lántökuheimildinni frægu og vildi bíða "hagstæðari lánskjara."
"Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, segir að ótvíræð merki séu um að það sé farið að draga úr vexti eftirspurnar. Hins vegar sjást enn ekki skýr merki um samdrátt á vinnumarkaði. Þetta kom fram í máli Davíðs er hann skýrði forsendur fyrir ákvörðun bankastjórnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,50%.
Í kjölfar verulegrar lækkunar á gengi krónunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins voru stýrivextir hækkaðir í tveimur áföngum um 1,75 prósentur undir lok mars og snemma í apríl.
Sem vænta mátti leiddi gengislækkunin til þess að verðbólga jókst í apríl og hún gæti orðið meiri á næstu mánuðum en Seðlabankinn spáði í apríl sl. Aukinn innlendur kostnaður vegna gengislækkunar, erlendra verðhækkana og hækkunar launa mun ráða miklu um þessa framvindu.
Í kjölfarið verða áhrif minnkandi framleiðsluspennu og eftirspurnar yfirsterkari og þá dregur úr þrýstingi á verðlag. Samkvæmt spá Seðlabankans sem birt var í Peningamálum í apríl sl. dregst innlend eftirspurn verulega saman á næstu árum og húsnæðismarkaðurinn kólnar. Merki um hið síðar nefnda hafa skýrst frá því í byrjun apríl og nú virðist einnig ótvírætt að tekið sé að draga úr vexti eftirspurnar. Hins vegar sjást enn ekki skýr merki um samdrátt á vinnumarkaði."
Segir Davíð það afar brýnt að aukin verðbólga til skamms tíma leiði ekki til víxlbreytinga launa, verðlags og gengis.
Gjaldmiðlasamningar leysa ekki allan vanda
Háum stýrivöxtum og öðrum aðgerðum Seðlabankans og annarra stjórnvalda, þ.m.t. aukin útgáfa ríkisbréfa, er ætlað að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem er mikilvæg forsenda þess að böndum verði komið á verðbólgu og verðbólguvæntingar. Gjaldmiðlaskiptasamningar Seðlabanka Íslands við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar höfðu jákvæð áhrif á fjármálamarkaði en þeir leysa ekki allan vanda sem við er að fást."
Ólíklegt að vextir lækki í júlí
Segir formaður bankastjórnar seðlabankans að ekki verði unnt að slaka á peningalegu aðhaldi fyrr en sýnt verður að verðbólga sé á undanhaldi enda fátt mikilvægara fyrir efnahag heimila og fyrirtækja en að sú þróun hefjist og verði hnökralítil. Vaxtaákvarðanir bankastjórnar Seðlabankans taka mið af því, sagði Davíð að lokum.
Að sögn Davíðs væri óráð að lækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í júlí og á næstunni en vonir standa til þess að vextir fari lækkandi samhliða undanhaldi verðbólgunnar.
En þrátt fyrir merki um að eftirspurn sé að dragast saman þá sé ýmislegt annað sem steðjar að. Verðbólguáhyggjur séu ekki bara á Íslandi heldur víðar í veröldinni. Til að mynda sé verð á olíu komið yfir 135 dali tunnan og í gær gaf Seðlabanki Bandaríkjanna til kynna að stýrivextir verði ekki lækkaðir þar á næstunni, að vaxtalækkunarferlinu sé lokið þar að sinni.
Breytt viðhorf til íslensku bankanna
Davíð segir að nú sjáist merki um að sú vantrú sem ríkt hefur í garð íslensku bankanna hafi sem betur fer gjörbreyst líkt og sjáist á lækkandi skuldatryggingaálagi bankanna þriggja. Það muni vonandi leiða til þess að þeir fái aðgang að lánamörkuðum þó svo það sé á verri kjörum en áður í upphafi. Um leið og þeir fái tækifæri til að fjármagna sig muni starfsemi þeirra verða á ný með eðlilegum hætti.
Óbreytt spá bankans um raunlækkun á fasteignamarkaði
Aðspurður segir Davíð að ekki sé ástæða til þess að hvika frá spá bankans um verulega lækkun á verði fasteigna. Í spá bankans frá því í apríl kom fram að kólnun á húsnæðismarkaði hafi þegar komið fram í því að verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur u.þ.b. stöðvast, þrátt fyrir umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, og velta hefur minnkað hratt.
Horfur séu á að lækkun ráðstöfunartekna, þrengingar á lánamörkuðum og aukið framboð íbúðarhúsnæðis leiði til umtalsverðrar verðlækkunar. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um u.þ.b. 30% að raunvirði til ársins 2010."

9.10.2008 | 11:05
Davíð hellir olíu á eldinn!
Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, virðist hafa fundið sér nýtt markmið í lífinu! Að valda sem mestum skaða með orðum og athöfnum/aðgerðum Seðlabankans. Yfirlýsingar hans og aðgerðir Seðlabankans, sem hann virðist stjórna einn, hafa verið sem olía á eld. Hann neitar því að vera brennuvargur! En hann virðist bæði vera brennukóngur og brennuvargur. Hann hlóð bálköstinn meðan hann var forsætisráðherra og nú virðist hann staðráðinn í að halda eldinum logandi hvað sem tautar og raular. Upphafið var yfirtakan á Glitni og nú síðast(?) orða hans í Kastljósinu. Og svo allt þar á milli. Glæsilegum(?) ferli hans lauk fyrir rúmum áratug, hefur legið stöðugt niður á við og nú virðist hann ætla að enda starfsævi sína með skemmdarverkum á þjóðfélaginu!
Hversu lengi er hægt að lifa á fornri frægð og orðspori (sem er löngu ónýtt)!
![]() |
Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 10:29
Þvílíkar kerlingar!
Það var kostulegt að horfa á Kastljósið í gærkvöldi! Hannes Hólmsteinn og Gunnar Smári mærðu DO. Gunnar Smári taldi engan betur til þess fallinn en DO til að stjórna neyðaraðgerðum í efnahagskrísunni. Krísan er mun dýpri og alvarlegri hér á landi en víðast hvar annarsstaðar. Ástæðan er peningamálastefnan og aðgerðarleysi Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Og svo er aðal brennuvargurinn talinn best til þess fallinn að stjórna slökkvistarfinu. Hlálegt!
Hannes Hólmsteinn kveinkaði sér undan Seljan og hélt því fram að hann reyndi að setji sig í þriðja gráðu yfirheyrslu. Og að menn hefðu áður lent í þannig trakteringum í Kastljósi. Ja, hérna hér! EF mönnum er ekki strokið, einsog nýfæddum ketlingum, þá á það að heita þriðju gráðu yfirheyrsla! Væl er þetta!
3.10.2008 | 15:51
Þorsteinn Már kallaður á teppið?
![]() |
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 15:40
Á botninum?
![]() |
Telur botninum náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 15:32
Evrópusambandið.
Auðvitað eigum viða að drífa okkur í Evrópusambandið. Ákveða strax að undirbúa viðræður og taka til í efnahagslífinu. Af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir pólitíkusar eru ekki þeim vanda vaxnir að stjórna landinu. Sækjum um aðstoð frá Evrópusambandi við að koma málum okkar í lag og sækjum svo um. Og um að gera að gera okkur ekki breiða í viðræðunum. Kvótinn er allur kominn á fárra hendur. Til manna sem stendur nákvæmlega um hag annarra. Svo það skiptir þjóðina þannig séð ekki nokkru máli hver veiðir fiskinn.
Getuleysi íslenskra stjórnvalda er öllum ljós, nema þeim sjálfum! Burt með þetta lið!
![]() |
Evran ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 11:09
DO, svo...
![]() |
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 10:20
Á ríkissjóður að taka þátt í áhætturekstri á samkeppnismarkaði? Verður DO næsti forsætisráðherra eða verður hann bankastjóri Glitnis?
Því hefur lengi verið haldið fram af Sjálfstæðismönnum, að ríkið og önnur opinber fyrirbæri eigi ekki að taka þátt í rekstri á samkeppnismarkaði. Slíkt hefur verið talið óásættanlegt vegna þeirrar áhættu sem það skapar í fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Einnig hefur það verið talið skekkja samkeppnisstöðu á samkeppnismarkaði, að hið opinbera standi að slíkum rekstri. Eitthvað virðist hafa breyst. Nú verja hægriöfgamenn og frjálshyggjusinnar þjóðnýtingu Davíðs Oddssonar á Glitni með öllum mögulegum og ómögulegum rökum. Foringinn hefur talað!
Stefnir í að Landsbankinn eignist Glitni? Og er þá þjóðnýting liður í því möndlu til að koma því þannig fyrir? Á Seðabankastjóri að taka þátt í þvílíku? Eða er Landsbankinn á leið í þrot líka, einsog háværar raddir hafa verið um undanfarna daga! Því hefur verið haldið fram með rökum, að bæði Landsbankinn og Straumur rói lífróður til að bjarga sér fyrir horn. Hvorirtveggja hafi tapað stórfé á ýmsu brölti sínu. Má þar nefna Eimskip og Nýsi. Eignatilfærslur milli félaganna síðustu daga bendi til þess, að staðan sé allt annað en góð.
Davíð Oddsson er sagður muna í þjóðstjórn. Hann er sagður hafa talað um slíkt "að minnsta kosti tvisvar sinnum" síðustu daga. Guð forði þjóðinni frá því að hann setjist í slíka stjórn! Meirihluti þjóðarinnar er búinn að fá gersamlega uppí kok af þeim manni. Jafnvel þó svo Agnes Bragadóttir fái einkennlegan glampa í augun, þegar nafn hans ber á góma!
Davíð Oddson er ekki sá snillingur sem af er látið. Frammistaða Seðlabankans er óræk sönnun um það! Meðan þjóðarskútan brennur stafnanna á milli virðist bankastjórinn velta fyrir sér, hvort hella eigi að meiri olíu á eldinn.
Í stað þess, að DO setjist í þjóðstjórn, meirihluta þjóðarinnar til ama, og öllum til skaða, væri mun betur við hæfi, að hann settist í bankastjórastólinn í Glitni í stað þrjúhundruðmilljónamannsins, Láruss Weldings, sem hefur ekki reynst það fjármálaséní, sem af var látið. Davíð getur þá sýnt "snilli" sína og unnið sig útúr þeirri fátækt, sem hann telur sig hafa lent í, þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum. Það væri þá fyrstu merki um snilligáfu hans. Að ræna bankanum af eigendum hans með yfirtöku og setjast svo í bankastjórastólinn. Er ekki best að hann fá allan pakkann fyrst hann er farinn af stað!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 01:19
Kapítalisminn á brauðfótum! Spá frá 23. febrúar!
Kapítalisminn á brauðfótum!
Öðru vísi mér áður brá. Hvað eru margar vikur síðan Geir og nær öll þjóðin fékk stjörnur í augun, ef minnst var á bankaburgeisana og allt hitt "útrásarliðið"? Máttu varla vatni halda. En um leið og á móti blæs ætlar allt að kikna af áhyggjum. Kreppa, kreppa.
Kannski við eigum eftir að fá umræður um þjóðnýtingu? Fá ríkisbanka á ný? Verður þá Baugur Group, FL group og GROUPGROUP etc. þjóðnýtt líka? Viðskiptamódel hvað? Það er ekkert að viðskiptamódelinu. Kapítalisminn stendur einfaldlega á braufótum, nú sem áður! Og óþarfi að kenna sparisjóðsstjórum í dreifbýli BNA um ástandið.
Og óþarfi að fá hland fyrir hjartað. Horfumst í augun við sannleikann. Kapítalisminn stendur á brauðfótum og hefur alltaf gert. Þetta vita Bretar. Þeir taka fram löngutilbúnar áætlanir um þjóðnýtingu til að bjarga kapítalistum í klípu. Vanir menn. Hér á landi grípa menn varla til slíkra ráða, heldur munu ráðamenn sitja tárvotir í hlandpollinum meðan allt fer til fjandans. Ef það fer þá til fjandans. Sem ég er reyndar að vona. Nú sé komið að svanasöng kapítalismans
Að sönnu hefur nú DO gripið til sinna ráða og tekið hin raunveruleg völd í landinu í sínar hendur, sbr. orð hans á RÚV hér að neðan í bréfi HH. Jafnvel hið helgasta vé kapítalismans, einkaeignarrétturinn, er svívirtur, svo ég tali nú ekki um blessað lýðræðið, sem bara flækist fyrir þegar stórhuga menn er annarsvegar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bréf HH:
"Kæru viðtakendur.
Atburðir morgunsins segja manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Eitt stærsta fyrirtæki landsins er þjóðnýtt í nafni ríkisstjórnar Íslands en forsætisráðherra er ekki í aðalhlutverki heldur situr í farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu ... Og Alþingi er einhverstaðar víðs fjarri. Bara hóað í nokkra þingmenn til að vera vitni að aðgerðinni.
Hver fer með æðsta vald á Íslandi?
Ein stærsta aðgerð okkar daga er framkvæmd án umræðu, án sýnilegrar aðildar annars ríkisstjórnarflokkanna. Hvar er Samfylkingin? Í Bandaríkjunum hefur umræða um svipaða aðgerð staðið látlaust í tíu daga. Fyrir opnum tjöldum. Hér er allt í leyni. Og svo er ákvörðuntekin af ... já, af hverjum? - á lokuðum fundi seint um nótt. Minnir óneitanlega á aðra stóra ákvörðun, sem tveir menn tóku fyrir nokkrum árum.
Til hvers vorum við að kjósa fyrir rúmu ári síðan?
Geir gufaði endanlega upp sem forsætisráðherra um helgina. Hér er hvorki starfandi þing né ríkisstjórn. Við erum bara með Seðlabankastjóra, sem ræður, og Silfur Egils, fyrir umræðuna.
Svo bætast við sögur um að Glitnir hefði beðið um aðstoð Seðlabanka í síðustu viku en DO neitað honum um það, nema hann fengi að yfirtaka bankann. Davíð yfirtekur banka Baugs ... Hversu traustvekjandi aðgerð er það? Ekki mjög, eftir að stjórnarformaður Glitnis talar í viðtali við Stöð 2 eins og bankanum hafi verið rænt af sér. Á meðan birtist viðskiptaráðherra dreyrrauður í viðtali við sömu stöð og talar eins og hlutlaus áhorfandi. "Með þessu er ríkisstjórnin að sýna að hún lætur ekki banka fara í þrot." Hann hefði fremur átt að segja: "Með þessu sjáum við að Samfylkingin hefur engin áhrif í ríkisstjórn sem að auki er í vasa Seðlabankastjóra."
Í hádegisfréttum RUV sagði svo Davíð: "Seðlabankanum verður svo bætt þetta upp með ákvörðun Alþingis, væntanlega." Já, væntanlega. Hver ræður á Íslandi í dag?
Ég get ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé ónýt. Seðlabankinn hefureignast 75% hlut í henni.
Ég sofnaði í lýðræðisríki í gærkvöldi en vaknaði í konungsríki í morgun."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)