En öryrkja og aldraðir? Þurfum við enga slíka hjálp?

Lyfin hækka.  Komugjöldin hækka.  Lífeyrissjóðurinn lækkaði um 10%, og nú á að skerða lífeyrisgreiðslurnar frá Tryggingastofnun.  Og auðvitað er þessu skellt á lífeyrisþega til bjargar þjóðarbúinu!  Hvað verður það næst?  Útrýmingarbúðir?  Það er kannski kominn tími til að fækka öryrkjum og öldruðum?  Velkomin í gasið???
mbl.is Bankamenn fá áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg frétt!

Þá hafa þeir aldeilis hlaupið á sig Páll Hreinsson og Tryggvi, þegar þeir "buðu" Sigríði að segja af sér af sjálfsdáðum.  Það átti sem sagt að hlaupa eftir kjánalegum klögum Jónasar Fr., að óathuguðu máli si svona.  Hvað segir það um hugarfar Páls og Tryggva?  Var þar um einhverskonar tilraun til nápots (nepotism) að ræða?  Spyr sá sem ekki veit!
mbl.is Sigríður ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg athugasemd Miðbæjaríhaldsins við "Mesta viðbjóð mannkynssögunnar."

 

"31.8.2007 | 15:53

Mesti viðbjóður mannkynssögunar

Sagnfræðingar almennt telja að nazistar hafi staðið fyrir drápi á um 6 milljónum Gyðinga. Vitað er að nazistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Nazistar drápu í stórum stíl einkum Pólverja, Hvít-Rússa, Úkraínumenn og Rússa.

Pólverjum fækkaði um þrjár milljónir í stríðinu og sameiginlega talan fyrir sovésku þjóðirnar þrjár var um 20 milljónir. Einnig drápu nazistar fjölda fólks á Balkanskaga og hundruð þúsunda Þjóðverja sem þeir komu fyrir kattarnef af því að þeim féll ekki alls kostar við þá."

Tek mér það bessaleyfi að birta hér færslu af   nilli.blog.is   vegna einkar athyglisverðrar athugasemdar við hana.  Þar er notað orð, sem ég hélt að væri bannað að nota hér á blogginu.  Í það minnsta hafa verið gerðar athugasemdir við það í öðrum tilvikum.  Og svo er hér athyglisverð söguskoðun, sem ég hélt að væri óþekkt hér á landi.  En greinilegt að miðbæjaríhaldið kemst upp með ýmislegt, sem aðrir geta ekki leyft sér!!!

Og hér fyrir neðan er svo þessi athugasemd í allri  sinni dýrð:

3

"Helvíti hafa þessir örfáu hermenn, verið fljótvirkir.

Trúir þú þessu virkilega Nilli minn??

Hvað með Taugaveikina sem geisaði í Þessum heimshluta?  Voru Júðarnir (leturstækkun mín AG)(sorry nota orðfæri Sálmaskáldsins, á meðan það er mér ekki bannað með lögum) ónæmir fyrir þeim sjúkdómi og bitu lýsnar þá ekki í fletum?  Flærnar ekki heldur?.

Nei minn kæri, þó svo að ég viti að þjóðeverjarnir séu skipulagðir og framlegð vinnu óvíða meiri, tel ég af og frá, að ætla þeim svona framleiðni í drápum.

Annars er ekkert óhugsanlegt.

Lifi Vestfirðir

Miðbæjaríhaldið

með efahyggjuna eina að vopni."

Bjarni Kjartansson, 31.8.2007 kl. 16:15


Hagsmunagæsla Lögmannafélagsins!

Auðvitað má ekki gagnrýna meðlimi félagsins nema bak við luktar dyr reykfylltra bakherbergja!  En er þetta nú ekki óþarfa hjal Lögmannafélagsins?  Og verður spurt um hæfi meðlimanna framvegis!  En kannski er félagið að bauna á Pál Hreinsson eða Tryggva Gunnarsson, en alls ekki Evu.  Hvað veit ég!
mbl.is Virða ber lagareglur um hæfi embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust!

 

Traust. Hér lýsi ég eftir því trausti í þjóðfélaginu, sem sárlega er saknað!

Ég ætla ekki að fara nánar útí það hvernig háttað er með þetta traust hér í þessu þjóðfélagi.  Það geri ég hér fyrir neðan í eldri færslu.  Þessa trausts sem skortir svo mjög á í þjóðfélaginu og verður æ minna með hverjum deginum sem líður.  Atferli manna hér í þjóðfélaginu, embættismanna, viðskiptamanna og stjórnmálamanna er þannig að engum er orðið treystandi, svei mér þá.  Ráðherra viðskipta lýsir því yfir að gerningar núverandi og fyrrvarandi bankamanna standi, þrátt fyrir að í augum borgaranna sé augljóst að hér sé í gangi hin versta svikamylla.  Og breytir engu þó bankarnir eigi að heita komnir í almannaeigu, framferðið versnar bara ef eitthvað er.  Vanhæfir embættismenn eiga að hafa sjálfsdæmi um, hvort þeir sitja áfram í stöðum sínum.  Þó hefur verið sýnt framá að hægt er að leysa þá frá störfum.  Og svo framvegis!

Þegar á ríður að þjappa þjóðinni saman,  blása menn til ófriðar.  Menn sem gætu lægt öldurnar með því að segja af sér sýna oflæti sitt og hroka með því að þumbast við, og fara hvergi.

Þegar mest á ríður að koma á friði, ró og trausti í þjóðfélaginu stofna stjórnmálamenn til ófriðar í þeirri von, að þeir geti komið sjálfum sér til valda með pólitískum refskákum.

Nú lýsi ég eftir trausti, ró og friði!  Að menn láti persónur sínar og metnað víkja fyrir nauðsyn þjóðarinnar á trausti og friði um þau verk sem vinna þarf.

Ég ákvað að endurvekja þessa færslu frá 16/6, og bæta við:

Hér má bæta við, að hagsmunagæslufélög og einstaklingar ættu að stíga varlega til jarðar einsog ástandið er í dag.  Bæði í yfirlýsingum sínum og samþykktum, sem og í skrifum sínum um stjórnvöld!  Aukum ekki á tortryggnina og vantraustið í samfélaginu með ábyrgðarlausu fleipri um það fólk sem er að reyna að endurreisa íslenskt samfélag. 


Til hamingju frænka!

Þú hefur fengið það staðfest fyrir dómi að þú fórst með rétt mál, þó miskabæturnar séu venju samkvæmt hallærislega lágar.  Aðallatriðið er að þú lést ekki þetta batterí beygja þig!  Til hamingju!

11 starfsmenn hafa ekki enn fengið bætur, en samtals eru það 12 manns sem hafa sætt einelti á þessum vinnustað.  Hér er eitthvað að!


mbl.is Fær miskabætur vegna eineltis á vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk tryggingafélaga?

Ekki nema von að iðngjöldin séu há og sjóðirnir hálftómir!  Ja, hérna hér!
mbl.is Rifta kaupum á húsi í Macau
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Árna Matthíassonar umsjónarmann bloggsins!

Mér hefur borist eftir farandi bréf frá umsjónarmanni bloggsins:

"Í færslu á bloggsíðu þinn, "Ríkisstarfsmaðurinn Guðbjörn Guðbjörnsson", ýjar þú að því að nafngreindur einstaklingur hafi verið starfsmaður leyniþjónustu erlendra alræðisstjórnar.  Ummælin eru eftirfarandi:"

Ummælin verða menn að lesa í nefndri færslu hér að neðan, þar sem ég hef, af gefnu tilefni(?), verið beðinn um að gæta orða minna eftirleiðis!!!

 "Að okkar mati er þetta brot á skilmálum bloggsins en í þeim segir meðal annars svo:

"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglega efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða."

Í ljósi þess að við höfum áður þurft að hafa afskipti af þér vegna bloggskrifa legg ég ríka áherslu á að þú gætir orða þinna betur framvegis."

Með kveðju,

Árni Matthíasson."

Nú er til að taka að svara bréfkorni þessu og skýra mál fyrir bæði kunnugum og ókunnugum, og svo sérstaklega þér,  Árni minn!

Árni vísar í að umsjón bloggsins hafi "áður þurft að hafa afskipti af þér" (löggulegra verður það nú ekki).  Þar á hann við bloggfærslu, þar sem ég var að fjalla um sérstaka vini Ísraelsríkis og gagnrýndi þá harðlega fyrir að styðja stjórn þessa ríkis vegna hryllilegra ofbeldisverka hermanna Ísraels, sem öllum eru kunnug í dag.  Verk þessa ríkis sæta nú sérstakri rannsókn alþjóðasamfélagsins vegna meintra stríðsglæpa.  Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni þótti ég nota orð um sig og vini sína, sem ekki mætti nota að hans áliti.  Og stjórn bloggsins tók undir það.  Enda Morgunblaðið þekkt fyrir stuðning sinn við Ísrael!

Hvað varðar þessi ummæli mínu í þessari færslu, sem Árni gerir athugasemd við, um "Ríkisstarfsmanninn...", þá var þar um að ræða andsvara við færslu Guðbjörns Guðbjörnssonar.  Sett fram sem einskonar háðsádeila í svipuðum tón og færsla GG., sem bar yfirskriftina:  "Sovét Ísland óskalandið hvenær kemur þú."

Ummælin eru innan sviga og með feitletruð spurningarmerki (?).  Ætti þessvegna að vera sérhverri sæmilega skynugri manneskju ljóst að ekki var meint bókstaflega í ljósi þess, að á undan eru nefnd nokkur störf  og menntun umræðuefnisins utan svig!  Umræðuefnið gerði svo athugasemd, sem ég svaraði með viðbótarfærslu þar sem ég tók fram feitletra og með stórum stöfum, að umræddur hefði EKKI gegnt nefndu starfi, sem grínast var með!  Heldur óvarlega!

En nú að færslu Guðbjörns, sem ég taldi mig vera að svara.  Ég tek mér það bessaleyfi að birta kafla úr henni:

 

19.6.2009 | 21:53

"Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935) 

 

"Loksins hefur ósk eða draumur frænda míns og dalamannsins, Jóhannesar úr Kötlum, ræst og byltingin hefur haldið innreið sína á Íslandi. Allt hefur þetta gerst án nokkurra teljandi blóðsúthellinga! Í stað þess að fyrsta skotinu væri hleypt af frá herskipinu Áróru í höfninni í Sankti Pétursborg, byrjaði áhlaupið hér á Íslandi með því að eggjum og tómötum var kastað í Alþingishúsið.

Íslenska fólkslögreglan - vinur litla mannsins (þ. Die Isländische Volkspolizei) - stóð aðeins hjá og sópaði saman ruslinu þegar uppreisnarhetjurnar fóru. Á Íslandi var enginn hvítur her, heldur aðeins rauður, og því gátu uppreisnarmennirnir lagt undir sig landið án nokkurrar teljandi mótspyrnu.

Í margar vikur hefur forsætisráðherra hamast á því, að enginn hjá ríkinu eigi að vera á hærri launum en 900 þúsund krónum á mánuði. Ekki er á Jóhönnu Sigurðardóttur að heyra að einhverjar undantekningar verði gerðar á þessari reglu, hvort heldur er um að ræða eftirsótta lækna með langt sérnám að baki, forstöðumenn ríkisstofnana, forstjóra ríkisfyrirtækja eða annarra fyrirtækja í opinberri eigu eða aðra embættismenn ríkisins. Ég á nefnilega fastlega von á því að það sama gildi um öll fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkisins, en gera má ráð fyrir því að stór hluti fyrirtækja á Íslandi verði kominn í hendur ríkisins áður en árið er liðið.

 

Ríkisstjórnin þurfti ekki að að senda rauðliðana sína inn í framleiðslufyrirtækin til að yfirtaka þau. Nei, eigendur fyrirtækjanna afhenda ríkisbönkunum lyklana að fyrirtækjunum án nokkurrar teljandi mótstöðu. Við, sem hlutum menntun okkar fyrir austan járntjald, bíðum spennt eftir samyrkjubúunum! Um nokkurn tíma hefur Vinstri stjórnin unnið að 4 ára áætlun sinni og bíður þjóðin spennt eftir henni.

Örlög starfsmanna þessara nýju "ríkisfyrirtækja" hljóta að vera þau sömu og annarra ríkisstarfsmanna eða laun upp á 150.000 kr, þótt forstjórar megi búast við launum allt af 899.000 kr!

Almenningur tekur eignaupptökunni ekki síður vel en eigendur framleiðslufyrirtækjanna. Lyklar af íbúðarhúsnæði streyma inn til ríkisbankanna, en fyrir gæsku ríkisvaldsins og okkar miklu, óskeikulu og dáðu leiðtoga fær þetta fólk þó að fá að búa í eigin húsum fyrst um sinn. Einn hvítliði á Álftanesi eyðilagði reyndar eigur ríkisins fyrir skömmu og hafa ríkisbankarnir miklar áhyggjur ef slíkir hlutir myndu stigmagnast og endurtaka sig. Hugsanlegt er að beita lögregluvaldi til að koma í veg fyrir slík skemmdarverk. Í þetta hús hvítliðans, sem var eyðilagt, hefði t.d. einhver barnmörg, fátæk verkamannafjölskylda getað flutt í, en út í þetta hugsaði ekki þessi óvinur hinna vinnandi stétta (þ. Klassenfeind).

 

Ég bíð nú spenntur eftir næstu yfirlýsingu Vinstri stjórnarinnar"    Feitletranir og leturstækkanir eru mínar AG. 

Hér skrifar Guðbjörn "satíru" að eigin sögn.  Enginn er nafngreindur í skrifum þessum.  Hér gerir GG því skóna að við völd á Íslandi sé ólögleg ríkisstjórn, sem hafi tekið völdin í byltingu "án nokkurra teljandi blóðsúthellinga."  Fólkið, sem styður ríkisstjórnina eru rauðliðar.  Og ríkisstjórnin, sem allir vita hverjir sitja í, styðst við rauðan her. Samkvæmt orðum GG fer hér fram eignaupptaka að boð ríkisstjórnarinnar, að vísu án teljandi mótspyrnu þeirra, sem sviptir eru eigum sínum.  Tilvísum GG í meintan rauðan her vísar hér til Rauða hersins, rauðliðanna, í borgarastyrjöldinni í Sovétríkjunum, sem skall á í kjölfar byltingarinnar.  Óþarfi er að rekja það orð sem rauði herinn, rauðliðarnir, hafa á sér, sérstaklega meðal hægrimanna!

 

Sem sagt eftir skrifum Guðbjörns að dæma:  Hér situr ólögleg ríkisstjórn, sem tók völdin með byltingu!  Beitt var ofbeldi við valdatökuna, en þó án teljandi blóðbaðs!  Lögreglunni er gefið nafn, sem minnir á lögreglu Austur-Þýskalands.  Og sagt, að hún hafi látið valdaránið fara fram afskiptalaust!  Aðeins sópað upp ruslið eftir byltinguna.  Talað er um tilvist Rauða hersins á Íslandi, sem ríkisstjórnin beiti þó ekki við eignaupptöku fyrirtækja og heimila.  Án teljandi mótspyrnu.

Hvað ætli Guðbjörn ýji hér að mörgum brotum á lögum og stjórnarskrá, sem ríkisstjórnin, stuðningsmenn hennar og fólkið á Austurvelli á að vera sekt um?  Ég legg til að umsjónarmaður bloggsins láti lögmönnum sínum það eftir að telja þau!  En sjálfsagt er alltílagi að skrifa svona um ríkisstjórnina, stuðningsmenn hennar og fólkið á Austurvelli.  Valdarán, bylting, ólöglegur her, rauður her, ólögleg eignaupptaka o.s.frv. aðeins ef maður nefnir engin nöfn og ef um vinstri menn er að ræða!

Húsbrjóturinn af Álftanesi er svo nefndur hvítliði, en á þeim hafa hægrimenn mikið dálæti.  Þeir börðust fyrir borgarastéttina í borgarastyrjöldinni í Sovét og voru hetjur miklar taldar af hægrimönnum, m.a. skríbentum Morgunblaðsins!  Eina hetjan í skrifum Guðbjörns er sem sagt húsbrjóturinn!  En sú ríkisstjórn sem reynir að hreinsa upp rústirnar eftir 18 ára valdaferil Sjálfstæðisflokksins og endurreisa þjóðfélagið eru valdaræningjar. Og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru blóðidrifnir rauðliðar a la sovét!  Meðan maður nefnir engin nöfn eru svona skrif í lagi!  Svo mörg voru þau orð. 

Nú vænti ég þess að þú, Árni Mattíasson, hafir afskipti af fólki sem svona skrifar.  Vænir hér ríkisstjórnina um ótal lögbrot og stjórnarskrárbrot með skrifum sínum, svo og stuðningsmenn hennar.  Spurning hvort svona skrifa geti valdið skaða, einsog vísað er í í skilmálum bloggsins. 

Kær kveðja,  Auðun Gíslason.  Ekki rauðliði, en gagnrýninn stuðningsmaður löglega kjörinnar ríkisstjórnar íslenska lýðveldisins og einn af fólkinu á Austurvelli.  Meðlimur í VinstriGrænum.  Ekki valdaræningi, heldur tiltölulega friðsamur borgari!  Og má yfirleitt ekki vamm mitt vita! 


Ríkisstarfmaðurinn Guðbjörn Guðbjörnsson!

Einkennilegt, hvað mörgum ríkisstarfsmönnum er illa við vinnuveitanda sinn og launagreiðenda.  Nú er Guðbjörn Guðbjörnsson, ríkisstarfsmaður, Sjálfstæðismaður, framboðskandidat, óperusöngvari, kennari, stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi námsmaður í Austur-Þyskalandi (ég kann ekki við að segja það nema innan sviga og með spurningamerki: launþegi Stasi?) kominn með Sovét-Ísland á  heilann.  Og verra getur það varla orðið, nema kannski að vera fall-kandidat úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.  Ég veit svo sem ekki, hvort hann var að stúdera söng eða stjórnsýslufræði.  En hafi hann lært stjórnsýslufræði í paradísinni, skýrir það kannski hversvegna hann starfar ekki sem slíkur.  Hann er nefnilega tollvörður, einsog Adam sálugi Smith, hálfguð hægrimanna.   Vandamálið sem Guðbjörn berst við þessa dagana er að hann telur sig vera orðinn launþega Sovét-Lýðveldisins Íslands (eftir fall ríkisstjórnar Geirs Haarde).  Hann segir að hér hafi verið gerð bylting.  Og ég sem hélt að hér hefðu farið fram frjálsar og lýðræðislegar kosningar.  Og stjórnarskipti verið í landinu í kjölfarið.  Þetta hlýtur að vera óþolandi ástand fyrir Guðbjörn, sem telur sig hafa það fram yfir flest okkar að hafa dvalist í Austur-Þýskalandi??? 

Hvað er nú til ráða fyrir Guðbjörn Guðbjörnsson?  a)  Skipta um vinnu?  b)  Flýja land?

Í framhald þessarar færslu má svo lesa hér neðar um "Báknið Burt."

Athugasemd.  Sett inn eftir að Guðbjörn Guðbjörnsson hótaði að ráðfæra sig við lögmann um lögsókn á hendur mér:

Það skal tekið fram, að Guðbjörn Guðbjörnsson var EKKI á launaskrá Stasi, eða launþegi Stasi, einsog það var orðað í gríninu.  (Ekki frekar en Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og fleiri íslenskir námsmenn í paradísinni).  Heimild: Guðbjörn Guðbjörnsson.  Hér er sem sagt í lagi að setja ríkisstjórn Íslands í sama sæti og ríkisstjórn Austur-þýskalands.  Og að núverandi ríkisstjórn hafi komist til valda með byltingu, en ekki eftir löglegum leiðum.  Að hér sé búið að koma á samskonar ríkisvaldi og var við lýði í Alþýðulýðveldinu Austur-Þýskalandi.  Og gefið í skyn að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé samkonar harðstjórn og ríkti í Austur-Þýskalandi.  Mannorð Guðbjörns Guðbjörnssonar er sem sagt æðra mannorði núverandi ráðamanna á Íslandi!  Miðað við viðbrögð GG. og skrif hans um ríkisstjórnina!


Að standa við orð sín.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa haft mörg orð um, að ekki verði skert lífskjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.  Láglaunamenn, aldraðir og öryrkjar verði ekki fyrir barðinu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. 

Á föstudaginn kom svo annað í ljós.  Þá var boðuð skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja.  Ofaná á þær skerðingar sem komu til framkvæmda um áramótin.  Þá fengu lífeyrisþegar ekki hækkun í samræmi við hækkun vísitölu, einsog lög gera ráð fyrir.  Ofaná skerðingar vegna lækkunar greiðslna frá lífeyrissjóðum.  Og ofaná skerðingar sem fólust í hækkun lyfja- og lækniskostnaðar.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því ekki staðið við orð sín.  Það stendur því uppá þá að draga til baka þessar skerðingar, sem kunngerðar voru á föstudaginn!

En kannski hefði bara verið jafn slæmt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn???


mbl.is Staðan skýrist í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Báknið burt???

Einn af hátekjumönnunum á launaskrá ríksins var mikill baráttumaður fyrir því, sem hann kallaði "Báknið burt."  Þá var þessi ríkisstarfsmaður í stjórnarandstöðu fyrir Sjálfgræðisflokkinn.  Þingmaður og ráðherra var hann og svo forstjóri Landsvirkjunar. 

Nú rís uppá lappirnar annar Sjálfstæðismaður á launaskrá ríkisins og  segir að ekki sé rétti tíminn til að setja á stofn nýjar stofnanir.  Og að þær eigi það til að þenjast út með tímanum.

En þetta segja þeir nú alltaf í stjórnarandstöðu. Og hvað gerist svo, þegar þeir komast í stjórn.  Þá þenst starfsemi ríkisins út sem aldrei fyrr.  Og það er einmitt á tímum délistans í ríkisstjórn, sem ríkisstofnanir eiga helst til að þenjast út.  Sjálfstæðisflokkurinn er jú stór.  Og hann þarf að koma meðlimum sínum, vinum þeirra og ættingjum í vinnu einhversstaðar! Sama hvort þeir eru hæfir eða vanhæfir eða óhæfir...

Merkilega mikið af Sjálfstæðismönnum á launaskrá ríkisins, og það er ekki bara vegna þess að hann sé svona stór!  Og svo segjast þeir vera svo mikið á móti miklum umsvifum hins opinbera.  Spyrjið hugmyndafræðing Flokksins,  Hannes Hólmstein Gissurarson.  Hann er mikið á móti umsvifum ríksins og vill einkavæða allt.  Og hann er einmitt ríkisstarfsmaður og hefur verið alla sína starfsævi!

Og hvert fara þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vinnu, þegar þeir missa þingsætið eða hætta í pólitík?  Jú, í vinnu hjá ríkinu.  Spyrjið Friðrik Sófussons og Sigurð Kára Kristjánsson og .... 

Báknið Burt?  Á móti ríkisumsvifum?  Ég held ekki!


mbl.is Ekki tími nýrra stofnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðlenduofstopi ríkisvaldsins! Hvað gerir Steingrímur nú?

Sjálfstæðismenn í fyrri ríkisstjórnum, þessir sem er svo annt um einkaeignarréttinn, settu á sínum tíma af stað ferli til að svæla sem mest land undir ríkisvaldið af bændum.  Með ofstopa heimtaði nefndin, sem þeir skipuðu og starfar enn, lönd af bændum með kröfugerð, sem studd var einhverjum ólögum sem þingið sett.  Eina vörn bænda er að fara með þessi mál fyrir dómstóla með ærnum kostnaði, bæði fyrir þá og ríkið.  Fyrir utan þá sóun á tíma og mannafla sem þetta þýðir.

Á föstudaginn sagði hæstvirtur fjármálaráðherra á Alþingi, að ekki yrði farið í að setja fram nýjar kröfur í lönd bænda að sinni.  Sama dag birti nefndarómynd Fjármálmálaráðuneytisins nýjar kröfur á hendur bænda.  Sama landaránið heldur sem sagt áfram í boði lögfræðingastéttarinnar.  Samskiptin innan ráðuneytisins eru greinilega í skötulíki sem fyrr.

En grípur Steingrímur J. í taumana eða ræður hann kannski engu í ráðuneyti sínu?


Undirbúningur hafinn að nýju bankahruni?

Rétttrúnaðartilhneigingar SJS leyna sér ekki.  Þessi stofnun á að undirbúa eina alsherjar einkavæðingu á fjármálakerfinu uppánýtt.  Ekki hefur heyrst orð um að ríkið komi til með að halda eftir hluta fjármálakerfisins að hætti Norðmanna.  Nei, í anda frjálshyggjunnar skal hafin einkavæðing í rjúkandi rústum fyrri einkavæðingar!
mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur...

...hefur fram til þessa þótt heldur lítilmannlegt!  Það er plagsiður að inní "efnahagsaðgerðum" á Íslandi virðist alltaf þurfa að vera skerðing á  kjörum þeirra sem minnst mega sín.  Sífellt hafa aldraðir og öryrkjar mátt búa við ráðist er á lífskjör þeirra.  Kannski hefði maður átt að kjósa bara Sjálfstæðisflokkinn?  Það virðist allavega alveg koma á sama stað niður hvaða flokkar eru hér við völd, þegar kjör hinna verst stöddu eru annars vegar!  Og svo er tiplað á tánnum í kringum hina efnaðri!
mbl.is ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa rekin fyrirtæki. Ein skýring.

Oft eru fyrirtæki ansi illa rekin.  Kannski er ein skýringin sú, að stjórnendur og lykilstarfsmenn þeirra nota alltof mikið af tíma sínum og orku í að reyna að sneiða hjá lögum og reglum í stað þess að nota tímann til að reka fyrirtækin.  Væri ekki einfaldara að einbeita sér að rekstrinum, í stað þess að nota tímann til að svindla á kerfinu.  Og fara eftir lögum og reglum!
mbl.is Fara framhjá gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frysting eigna Landsbankans er þakkarverð!

Í ljósi nýfenginnar reynslu af íslenskum  bankamönnum fyrir og eftir hrun hlýtur það að vera þakkavert að Bretar frystu eignir Landsbankans.  Annars hefðu þær hreinlega horfið fyrir framan nefið á skilanefnd bankans og íslenskra eftirlitsaðila (FME og SÍ) í boði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórna.  Skuldakóngarnir hafa nefnilega haft sína hentisemi í bönkunum eftir hrunið.  Valsað þar með peningasjóði bankans (sem þeir kalla sína eigin) og eignir!  Og til þess þurfti einmitt að setja hryðjuverkalög á Íslendinga...
mbl.is Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og nýir verði ekki skipaðir í staðinn um sinn???

Þetta hefur víst heyrst áður.  Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir að ekki yrðu skipaðir nýir sendiherrar.  Hún hafði rétt sleppt orðinu, þegar hún skipaði vinkonu sína og samstarfskonu í stöðu sendiherra!  Hvað gerir Össur?
mbl.is Sendiherrum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn þröngi vegur er vandrataður!

En það er sérkennlegt, þegar menn telja, að þeir geti einhvernveginn réttlætt lögbrot sín með því að upplýsa yfirvaldið um þau um leið og þau eru framin!  En hún brýst fram með ýmsu móti glæpahneigðin, einsog sagt var um annan bæjarstjóra í öðru bæjarfélagi, sem hér verður ekki nefnt á nafn.  (Einhvern veginn verður maður að frýja sig kæru og lögsókn).
mbl.is Stjórn LSK kærð til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðurinn af kreppu auðvaldsins lendir á þjóðinni!

Hér sjáum við afleiðingarnar af hruni kapítalismans.  Fyrirtækin í einkaeign!  Einkarekstur getur betur!  Gróðinn rennur í vasa "eigendanna".  Tapið lendir á þjóðinni, þegar græðgin hefur siglt öllu á kaf í kreppu.  Þessi græðgi, sem fylgjendur frjálshyggjunnar sögðu vera svo góða.  Er þá, eftir allt saman, eftirfarandi fullyrðing rétt:  Einkaeign á (framleiðslu)fyrirtækjunum er glæpur!
mbl.is 130 þúsund á fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðið verði við yfirlýsingu um fyrningarleið!

Ég tala fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar (sjá niðurstöður skoðanakannana), þegar ég krefst þess að ekki verði horfið frá fyrningarleiðinni.  Að öðrum kosti krefst ég þess að þjóðin fái að greiða atkvæði um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Og þar gildi reglan einn maður eitt atkvæði.

Varðhundar hagsmuna útgerðarauðvaldsins gæta aðeins hagsmuna þess, en ekki hagsmuna meirihlutans.  Allt þetta væl um að útgerð leggist af eða fari á hausinn er gamalkunnugt kjaftæði.  Útgerðarauðvaldið, og varðhundar þess í helmingaskiptaflokkunum, tefldu fram þessu sama kjaftæði þegar kvótakerfið skildi sett á.  Og það gerðu samtök fiskvinnslunnar líka, þegar breytt var verðmyndunarkerfi á fiski, fiskverð ákveðið á markaði í stað verðlagsnefndar.  Og varðhundar auðvaldsins, þingmenn helmingaskiptaflokkanna, sungu með.  Það fer allt á höfuðiðð segja þeir nú, og það sama sögðu þeir þá.  En hvernig er það, er ekki meirihluti útgerðafyrirtækja landsins kominn á hausinn fyrir tilverknað "eigenda" sinna.  Sumir reyna að vísu að forða sjálfum sér frá hruninu með því að skrá eignirnar í nýjum fyrirtækjum og skilja skuldirnar eftir í gömlu fyrirtækjunum.  Og skellurinn lendir á þjóðinni.

Hvernig er það með þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, eru þeir ekki kosnir á þing til að gæta hagsmuna allrar þjóðinnar?  Eða eru þeir bara kosnir til að gæta hagsmuna auðvaldsins, þessa auðvalds sem sett hefur þjóðina á hausinn? 

Þessi svokallaða einkarekstur átti víst að gera betur en fyrirtæki í samfélagslegum rekstri.  Hér sjáum við niðurstöðuna af allri einkavæðingunni og einkarekstrinum, sem helmingaskiptaflokkarnir vilja standa vörð um fram í rauðan dauðann.  Sama hver niðurstaðan er!


mbl.is Vilja yfirlýsingu um að hætt verði við fyringarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband