21.4.2009 | 15:46
Fyrrverandi þingmaður í atvinnuleit skýtur sig í fótinn!
"Sigurður Kári Kristjánsson
Tilviljun?
Í dag slettu grímuklæddir menn skyri og grænni málningu á kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins.
Ætli það sé tilviljun að þessir grímuklæddu menn skyldu ekki láta til skarar skríða á kosningaskrifstofum Vinstri grænna?
Sigurður Kári."
"Samband róttækra jafnaðarmanna hefur lýst sig ábyrg fyrir skyrárás á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í dag.
Grímuklædd ungmenni slettu skyri, málningu og slori á kosningaskrifstofum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í dag.
Samkvæmt því sem fréttastofan kemst næst var fyrst ráðist á skrifstofu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í morgun. Fjögur ungmenni, þrír piltar og ein stúlka, voru að verki. Líklega var sami hópur að verki í öllum tilvikum að sögn lögreglu. Að sögn sjónarvotta var skvett á starfsfólk á skrifstofunum, tölvur, málverk, sófa og bíla fyrir utan.
Í tilkynningu sem sögð er vera frá Sambandi róttækra jafnaðarmanna segir: Samfylkingin brást jafnaðarmönnum um allan heim með því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og með því að slíta ekki stjórnarsamstarfinu fyrir daga Búsáhaldabyltingarinnar. Það er ekki hægt að taka mark á Jafnaðarmannaflokki sem vinnur svona náið með hægri flokki. Við köllum eftir nýrri Samfylkingu sannra, róttækra jafnaðarmanna og lýsum yfir hatrammri áframhaldandi baráttu gegn Samfylkingunni og valdapoti hennar. Við gerðum ekki byltingu til þess að vera áfram höfð að fíflum."
frettir@ruv.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 12:01
Enn Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórna?
![]() |
Taka undir að Ríkisendurskoðun skoði fjármál flokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 11:48
Fær þá Sjálfstæðisflokkurinn að kenna á því?
Mér sýnist, þegar ég skoða breytingarnar milli vikna að kosninga"barátta" délistans bæti um betur í þá vera, að allan apríl mánuð hefur fylgi hans verið að síga. Vitað var að fylgi délistans myndi minnka, en það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að málflutningur hans dregur enn úr fylgi hans! En 15 þingmenn fyrir þennan flokk er alltof mikið samt. Spurning um að fresta kosningunum? Vonandi verða þingmenn délistans ekki fleiri en 12 þegar talið verður uppúr kjörkössunum og jafnvel það er of mikið!
Til sölu? Allt er falt, ef rétt verð er í boði! Líka þingmenn Sjálfstæðisflokksins!
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 11:38
Enn bullar Bjössi!
![]() |
Dólgsleg árás, segir Björn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 17:45
Ónýt hugmynd Sjálfstæðisflokksins um AGS og upptöku Evru! Dæmi um málflutning Sjálfstæðisflokksins. Rugl og meira rugl!
AGS skaffi Íslendingum ekki evruna
Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslandi, segir það mikinn misskilning hjá Sjálfstæðisflokknum á Íslandi að halda að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti komið því til leiðar eða haft milligöngu um að Íslendingar geti tekið upp evru.
Joaquín Almunia, sem fer með peninga- og efnahagsmál fyrir Evrópusambandið, tekur í sama streng. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur oftar en einu sinni lýst því yfir að hún sé andvíg einhliða upptöku evru, segir Almunia. Nánar um málið á speglunum eftir kvöldfréttir útvarps.
frettir@ruv.is
20.4.2009 | 17:33
Sjálfstæðisflokkurinn flýtur á lyginni! Innantóm kjaftamaskína í fyrsta sæti og dæmdur þjófur í öðru!
![]() |
D og S listi stærstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 17:15
Ómerkilegar lygar Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni!
Auglýsingar hins óábyrga smáflokks Sjálfstæðisflokksins eru allar byggðar á ómerkilegum lygum!
Dæmi um slíkt er augl. þar sem Délistinn talar um að núverandi stjórnarflokkar tali niður 6000 atvinnutækifæri í uppbyggingu í áliðnaði. Fyrir það fyrsta var það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins sem ákvörðun var tekinn um heildarumhverfismat á framkvæmdir tengdar álveri á Bakka! Í öðru lagi kæmi uppbygging í Helguvík aldrei til með að skapa 3000 störf, einsog haldið hefur verið fram. Fyrsti áfangi myndi "aðeins" skapa 1.500 störf í mesta lagi. Og hann einn var áætlaður.
Aðalatriðin varðandi hugsanleg álversbyggingar eru efnahagsástandið í heiminum, orðspor Íslendinga og staða þjóðarbúsins, en fyrst og fremst ástandið í áliðnaðinum í heiminum. Norsk Hydro hefur ákveðið að draga saman álframleiðsluna um 30% í ár miðað við 2008. UC Rusal hefur ákveðið að fresta gangsetningu risa álvers í Boguchany til ársins 2012. Þar er áætlað að framleiða 1.000.000 tonna á ári, sem samsvarar ca ársframleiðslu á Íslandi. Kínverjar auka framleiðslu sína innanlands og greiða sínum fyrirtækjum 10-20% hærra verð en útlendingum. Með þessu hafa þeir nær lokað markaðnum í Kína. Álbyrgðir hlaðast upp í heiminum. Rio Tinto dregur saman vinnslu á bauxíti í Wipa Ástralíu um 23%. Og hægir á byggingu álvers í Yarwun.
Það er mikill misskilningur, að eitthvert álfyrirtæki sé með áætlanir um að byggja áver á Íslandi næstu 3-4 árin. Century-fyrirtækið hefur endurskoðað áætlanir sínar um Helguvík og óvíst um niðurstöðuna. Áætlanir um uppbygginu á næstu mánuðum eru ekki fyrir hendi, og allt óvíst um framtíðina, og reyndar framtíð fyrirtækisins.
Fréttir af álþynnuverksmiðju í Grindavík og raunverulegar áætlanir um byggingu gagnavers á Íslandi eru miklu líklegri til að komast í framkvæmd en draumur délistans um álver. En fréttir af þeim framkvæmdum hafa einhvernveginn ekki farið hátt. Sennilega gleymst í öllu þessi glamri um væntanleg álver!
20.4.2009 | 15:27
Enn bullar Bjössi!
Af hverju ekki að viðurkenna það, að alsherjar getuleysi Sjálfgræðisflokksins fleytti Jóhönnu í stólinn! Konunni sem þjóðin treystir, öfugt við Bjössa og félaga, sem eru rúnir traust! Délistinn, sem áður var flokkurinn með stórum staf og greini er á góðri leið til að verða áhrifalaus smáflokkur á stærð við Framsókn! Hvernig skyldi standa á því? Og hvernig ætli standi á því að þessi flokksræfill byggir kosningabaráttu sína alla á ómerkilegum lygum og útúrsnúningum? Getur verið að getuleysi Sjálfstæðisflokksins sé öllum ljós nema frammá mönnum flokksins og fyrrverandi þingmönnum?
![]() |
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 15:04
VinstriGræn stærsti flokkurinn í skoðanakönnun Háskólans á Bifröst!
Og ekki orð um það meir, eða hvað? Fréttastofa Bylgjunnar og visir.is eru einu fréttastofurnar sem minnast á þessa stórfrétt! Mbl.is þegir þunnu hljóði, einsog ruv. Er þetta dæmi um þöggunina?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2009 | 20:40
Fasteignaskatt er ekki að finna í kosningastefnuskrá VinstriGrænna.
Ómerkilegur lygaáróður délistans um að uppi séu áætlanir um að setja á fasteignaskatt er aðeins til í þeirra hugarheimi.
Eina umræðan um fasteignaskatt innan Vg var á landsfundi flokksins. Þar ræddu menn um hugsanlegan stóreignaskatt, og ekki söguna meir. Aldrei hefur verið talað um almennan fasteignaskatt, einsog óhróður Sjálfstæðisflokksins gengur útá. Ef einhver vorkennir stóreignamönnum vegna hugsanlegra fasteignaskatta á eignir uppá hundruðir milljóna, þá hlýtur sá hinn sami að vera í Sjálfstæðisflokknum! Flokknum sem þegið hefur hundruðir milljóna af kvótagreifum, útrásarvíkingum og öðrum kapítalistum, og kallar styrki. Á mannamáli kallast slíkt mútur!
Þar er ekkert til sem heitir frír hádegisverður!
19.4.2009 | 20:22
Kosningaáróður Sjálfstæðisflokksins ómerkilegar lygar og útúrsnúningar! Einsog reyndar mest af þeirra málflutningi, sbr. mútumálið!
Auglýsingar hins óábyrga smáflokks Sjálfstæðisflokksins eru allar byggðar á ómerkilegum lygum!
Dæmi um slíkt er augl. þar sem Délistinn talar um að núverandi stjórnarflokkar tali niður 6000 atvinnutækifæri í uppbyggingu í áliðnaði. Fyrir það fyrsta var það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins sem ákvörðun var tekinn um heildarumhverfismat á framkvæmdir tengdar álveri á Bakka! Í öðru lagi kæmi uppbygging í Helguvík aldrei til með að skapa 3000 störf, einsog haldið hefur verið fram. Fyrsti áfangi myndi "aðeins" skapa 1.500 störf í mesta lagi. Og hann einn var áætlaður.
Aðalatriðin varðandi hugsanleg álversbyggingar eru efnahagsástandið í heiminum, orðspor Íslendinga og staða þjóðarbúsins, en fyrst og fremst ástandið í áliðnaðinum í heiminum. Norsk Hydro hefur ákveðið að draga saman álframleiðsluna um 30% í ár miðað við 2008. UC Rusal hefur ákveðið að fresta gangsetningu risa álvers í Boguchany til ársins 2012. Þar er áætlað að framleiða 1.000.000 tonna á ári, sem samsvarar ca ársframleiðslu á Íslandi. Kínverjar auka framleiðslu sína innanlands og greiða sínum fyrirtækjum 10-20% hærra verð en útlendingum. Með þessu hafa þeir nær lokað markaðnum í Kína. Álbyrgðir hlaðast upp í heiminum. Rio Tinto dregur saman vinnslu á bauxíti í Wipa Ástralíu um 23%. Og hægir á byggingu álvers í Yarwun.
Það er mikill misskilningur, að eitthvert álfyrirtæki sé með áætlanir um að byggja áver á Íslandi næstu 3-4 árin. Century-fyrirtækið hefur endurskoðað áætlanir sínar um Helguvík og óvíst um niðurstöðuna. Áætlanir um uppbygginu á næstu mánuðum eru ekki fyrir hendi, og allt óvíst um framtíðina, og reyndar framtíð fyrirtækisins.
Fréttir af álþynnuverksmiðju í Grindavík og raunverulegar áætlanir um byggingu gagnavers á Íslandi eru miklu líklegri til að komast í framkvæmd en draumur délistans um álver. En fréttir af þeim framkvæmdum hafa einhvernveginn ekki farið hátt. Sennilega gleymst í öllu þessi glamri um væntanleg álver!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 14:25
Er Sjálfstæðismönnum eitthvað illa við þjóðina? Og lýðræðið?
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast hafa stöðvað tillöguna um stjórnlagaþing, og þeir virðast líka hafa komið í veg fyrir að ákvæði um að auðlindirnar teljist eign þjóðarinnar verði sett í stjórnarskránna. Og bæta um betur og koma í veg fyrir að tiltekinn hluti kjósenda/þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæða um mál! Persónukjör vildu þeir ekki heldur í þeirri mynd, sem lagt var til!
Þeir hafa löngum átt erfitt meðað treysta þjóðinni. Telja hana vitlausa og skríl, þegar þeim þykir henta svo!
Fari það í fúlan...
![]() |
Enn óljóst um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 13:53
Fyrrverandi(?) þingmaður leitar að vinnu!
Siggi Kári fer mikinn á þinginu, enda örvæntingafullur um að missa þingsætið. Skv. nýjustu könnun um fylgi flokkanna missir Siggi vinnuna. Nú berst hann um á hæl og hnakka. Kosningabarátta délistans fer fram á Alþingi með málþófi og innihaldslausum langlokuræðum þingmanna hins stefnulausa Sjálfstæðisflokks!
Siggi Kári er lögfræðingur að mennt og kannski getur hann snúið sér að störfum sem slíkur. En hann verður þá að standa sig betur sem verjandi en hann gerði í máli sem ég átti aðild að fyrir héraðsdómi. Þar mætti hann ekki í fyrirtöku málsins. Það hefði þýtt, að málið hefði tapast og kostað mig og fjölskyldu mína stórfé! En sem betur fer var ég staddur í dómssal og átti aðild að málinu! Þessvegna tapaðist málið ekki! Ég tek það fram að þetta var rakið mál og gat aðeins tapast, ef engin hefði mætti í fyrirtökuna fyrir hönd stefnda! Og þar klikkaði Sigurður Kári!
![]() |
Soffía frænka og Kasper |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 21:51
Þinglok 24. apríl? Fari það í fúlan flokk (XD)!
Er nokkur ástæða til að hleypa þingmönnum útí vorið fyrren þeir hafa klárað þau mál, sem bíða afgreiðslu? Og er ekki best, að þeir séu sem minnst að trufla friðsama þjóðfélagsþegna með bulli sínu? Það held ég! Fari það í fúlan...
Pössum börnin okkar!
![]() |
Enn ósamið um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2009 | 21:19
Veruleikafirringarkeppni?
15.4.2009 | 17:53
Merkilegt?
Hægrimenn nokkrir hafa furðað sig á ummælum Katrínar J. um mögulegar launalækkanir ríkisstarfsmanna og líklegar skattahækkanir. Fyrir nokkrum vikum voru laun félaga ASÍ "lækkuð" á þann veg að umsömdum launahækkunum var frestað. Þá heyrðist ekki mikið um vonda ríkisstjórn, heldur virtist að sumir teldu þetta bera vott um nokkurskonar þegnskap og ábyrga hegðun.
Vegið var að öryrkjum og ellilífeyrisþegum um áramótin, þannig að hækkun bóta var ekki í samræmi við hækkun vísitölu. Þetta hefur verið árvisst undanfarin ár undir dyggri stjórn Árna Matt. á ríkiskassanum (sennlega þykir honum vænna um dýrin en lífeyrisþega).
Skattar á laun hafa verið hækkuð ár eftir ár á valdatíma Sjálfstæðisflokksins með því að persónuafsláttur hefur ekki fylgt hækkun vísitölu. Þetta hefur hitt láglaunafólk verst.
Bjarni Ben, hinn nýji formaður stóra flokksins, sagði á föstudagskvöldi, að ekki væri hægt að afsegja skattahækkanir. Þrem sólarhringum síðar sagði hann, að skattahækkanir kæmu ekki til greina.
Skattaprósentulækkanir undanfarinna ára hafa fyrst og fremst komið hátekjufólki til góða, meðan láglaunafólkið hefur fengið að axla byrðina með sífelldri rýrnun persónuafsláttar. Og það er einmitt í samræmi við skattastefnu Sjálfstæðisflokksins. Enn þegar talað er um nær óhjákvæmilega hækkun á sköttum á þá efnameiri, þá verður allt vitlaust!
Ef það getur þá orðið vitlausara! Fari það í fúlan...
![]() |
Kjaraskerðing þegar hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 14:43
Stefnir í glæsilegan ósigur SjáLfstæðisFLokksins!
"Stefnan hefur ekki brugðist."
Það er bara gaman að horfa uppá stóra FLokkinn ganga fram af í þeirri trú að kjósendur muni trúa skýringum þeirra!
![]() |
Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 18:27
Smjörklípan fræga!
Þeir eru ekkert betri! Er það sem Þorgerður vildi sagt hafa, en það kemur bara málinu ekkert við einsog er. Það að benda á einhvern jafn sekan eða sekari gerir fortíð SjáLfstæðisFLokksins ekkert skárri. Fyrir utan að öll kurl eru ekki komin til grafar.
Þorgerður segir að þegar farið verður að tala um lausnir, og hætt að horfa til fortíðar, muni fylgi FLokksins síns lagast! Mikil er trú þín kona! Hvað hafa SjáLfstæðismenn verið að gera í þinginu undanfarið? Ekki hafa þeir talað um lausnir, enda hafa þeir engar. Einn hefur étið 20% hugmyndina eftir Framsókn. Það er allt! Og hvenær í framtíðinni heldur Þorgerður að búið verði að gera upp 18 ára stjórnarsetu SjáLstæðisFLokksins ? Og bæta það sem aflaga hefur farið allan þann tíma; bæta skaðann? Fyrst þarf að rannsaka þennan feril, og ýmislegt mun koma uppúr dúrnum í þeim rannsóknum. Þær munu taka nokkur ár! Og vonandi heldur fylgi délistans áfram að skreppa saman næsta áratuginn!
50 millurnar hans Gulla eru einsog ein dúnfjöður af ránfuglinum!
Fari það í fúlan...
![]() |
Hvítþvegin bleyjubörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 18:10
Þar sem er reykur...
...þar er eldur undir! En hvað segir varaformaður FLokksins?
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 14:27