27.5.2008 | 17:26
Hreint út sagt ótrúlegt! En því miður satt!
Enn kemur í ljós að í lögreglunni eru einstaklingar, sem einfaldlega eru ekki starfi sínu vaxnir vegna andlegs ójafnvægis. Í gangi hefur verið undirskriftalisti á netinu (settur þar af háskólanema) gegn því að lögreglan fái í hendur rafbyssur. Er lögreglumönnum treystandi fyrir svoleiðis verkfæri? Ekki virðist svo vera miðað við frammistöðu lögreglumannsins á myndskeiðinu. Nýlega fengu landsmenn að horfa á lögregluofbeldi í sjónvarpsfréttum, þegar lögreglan hélt sýnikennslu í því hvernig ekki á að bregðast við mótmælendum. Hér er ég að tala um trukkamótmælin. Náttúruverndarsinnar fengu svo að kenna á því á sínum tíma. Þetta er gömul saga og ný. En þetta mál verður að fá sína eðlilegu meðferð hjá yfirvöldum. Ofbeldi gegn börnum og unglingum af hálfu lögreglu er ólíðandi!
Eitt hefur vakið athygli mína í sambandi við andmælin gegn rafbyssunum. Hægrisinnar á trúarbragða blogginu gera stólpagrín að öllum undirskriftalistum. Og meðal annars þeim sem beinist gegn rafbyssunum. Spurning hvort þeim finnst óþarfi að þegnarnir geri kröfur til yfirvalda.
![]() |
Lögregla fer yfir atvik í 10/11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 16:42
Hann er kommúnisti...
...Og þess vegna telur Björn að það hafi verið alltílagi að brjóta á honum mannréttindi. Og hvað með þessa sem ekki voru kommústar, heldur í Flokknum, var alltílagi að brjóta á þeim. Af því að það var svokallað "kalt stríð" gátu þá stjórnvöld brotið mannréttindi á hverjum sem þeim datt í hug? Hvaða afsökun/skýringu á að nota í dag, ef svo skyldi vera að enn sé verið að fylgjast með þegnunum með sama hætti og áður? Einsog marga grunar!
En það er ljóst, að kommúnistar verða ekki beðnir afsökunar!
![]() |
Dómur sögunnar á einn veg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 16:20
Ísrael. Ýmis kort sem segja sögu.
1940 voru gyðingar 30% af íbúum landsins og talið að þeir hafi átt 28% landsins.
Gyðingar fengu 55% af landinu. Palestínumenn 45% Gyðingar voru á þessum tíma um 30% íbúanna. Nú búa Palestínumenn á 22% landins á Gaza of Vesturbakkanum. Mismuninn hafa Gyðingar tekið með hernaði. Ekki þarf að tíunda við hvernig aðstæður hinn almenni borgari býr. Hertekið svæði er merkt sem Ísraels land á opinberum kortum, enda stendur ekki til að skila þessu landa til fólksins, heldur á það að verða Ísraelskt land til frambúðar. Til eru menn í Ísrael og annarsstaðar, sem segja að nú muni styttast í að Ísraelsmenn hefji skipulega að myrða íbúana (þjóðarmorð). Það sé aðeins rökrétt framhald af því sem á undan er gengið og í samræmi við það að landið eigi að vera land Gyðinga. Meðal þeirra sem hafa nefnt þetta er Jón Baldvin Hannibalsson á Speglinum á RÚV. Ilan Pappé er Íraelskur ríthöfundur og Gyðingur af þýskum foreldrum fæddur í Haifa 1954. Hann hefur skrífað um þessi mál, þ.e. þjóðernishreinsanir og þjóðamorð Ísraela á Palestínumönnum á Gaza og Vesturbakkanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2008 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 11:47
Frelsisást Lýðræðiseigendanna í Flokknum!

![]() |
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2008 | 15:47
Í skuldafenið?
Dýrt spaug, en afleiðing þess að hafa ekki aukið gjldeyrisforðann á undangengnum árum, einsog ýmsir hagfræðingar hafa bent á að þyrfti að gera. Nú þarf að taka risalán á risavöxtum til að bjarga því sem bjargað verður. Afleiðingin verður stórfelld skuldasöfnun Seðlabankans og ríkissjóðs. Hvernig er það með þessa yfirstjórn Seðlabankans? Þarf hún ekki að fara að taka pokann sinn?
![]() |
Frumvarp um lánsheimild lagt fram í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2008 | 22:08
Að gefa það sem maður ekki á! 60 ára hernám Palestínu!
Svona lítur Palestína út í dag. Landamæri Ísrael hafa lítið breyst síðan 1999. En svona sýna Ísraelar skiptingu Palestínu. Hertekin svæði teljast Ísraelskt land (hvítt)!
Skv. samþykkt Sameinuðu Þjóðanna 1947 skyldu Gyðingar fá 55% af landi Palestínu. Gyðingar voru 30% af íbúum svæðisins, flestir aðfluttir flóttamenn vegna ofsókna í Evrópu og ekki bara í Nazistaríkinu. Palestínumenn voru 70% íbúanna og áttu að fá 45%. Þeir höfðu verið búsettir þarna gegnum aldirnar eða allt frá því byggð hófst á svæðinu. Gyðingar höfðu að vísu búið þarna fyrir um 2000 árum, en verið brottreknir þaðan um 70 e.kr. Samþykkt SÞ var gerð í skugga hroðalegra atburða í Heimstyrjöldinni. Þýska þjóðin í Nazistaríkinu hafði verið alveg einstaklega afkastamikil við að útrýma Gyðingum. Svo mjög að það gekk jafnvel fram af þjóðum sem höfðu dundað sér við það gegnum aldir að níðast á þessari landlausu flökkuþjóð, hvar sem þetta fólk setti sig niður. Þegar afköst Nazistaþjóðarinnar voru dregin fram í dagsljósið fylltust Evrópuþjóðir og Ameríkanar þvílíku samviskubiti, að rokið var í að samþykkja stofnun Gyðingaríkis í landi Palestínsku þjóðarinnar. Þessar sömu þjóðir höfðu lokað augunum fyrir ofsóknum gegn Gyðingum í Þýskalandi fyrir stríð og sent flóttamenn rakleiðis til baka til Þýskalands, þar sem þeir voru myrtir! Þetta gerðum við Íslendingar. Þess má geta að það var íslenski sendiherra hjá SÞ sem lagði fram tillöguna um stofnun Ísraelsríkis á þingi SÞ. Á þessum tíma var Palestína hersetin af Bretum. Gyðingar á svæðinu ráku hryðjuverkastarfsemi gegn Bretum til að fá sínu framgengt og til að hrekja Breta burt af svæðinu. Foringjar þessara hryðjuverkamanna urðu síðar leiðtogar Ísraelsríkis.
Í dag búa Palestínumenn á 20% af landi sínu. Á landskikum sem eru girtir af með girðingum og múrum. Þeir hafa aldrei samþykkt skiptingu lands síns. Þeir hafa reynt að spyrna við fótum og barist gegn þessu ríki sem var stofnað á landi þeirra að þeim forspurðum. Þeir hafa barist fyrir landi sínu og rétti til lífs í eigin landi. Þeir hafa liðið fyrir að eiga ekki viðurkennt sjálfstætt ríki. Og ekki hefur alþjóðasamfélagið stutt þá heldur innrásarmennina!
Ég veit ekki um neina þjóð sem myndi láta bjóða sér svona framkomu. Er einhver þjóð tilbúinn til að afhenda 45% af landi sínu þegjandi og hljóðlaust til að einhver utanaðkomandi trúflokkur/"þjóð" geti stofnað ríki á því landi. Þessu urðu Palestínumenn að sæta. Nú er það spurning og hefur verið lengi. Hvenær verður alþjóðasamfélaginu nóg boðið? Verður það einhverntíma?
Þeim sem vilja fræðast um þessi mál er bent á Vísindavefinn. Set hér inn link, þar sem verið er að fjalla um aðdragandann að stofnun Ísraelsríkis. www.visindavefur.is/svar.php?id=6159 Neðst á þessari síðu eru svo linkar á fleirri svör á Vísindavefnum um þessi mál. Þessar greinar eru skrifaðar af virtum fræðimönnum, sem þekkja vel til málefna svæðisins, en eru ekki fullir af kreddum og alskyns bábyljum um málefnið!
www.btselem.org/english Þetta er vefsíða sem vert er að skoða. Ísraelsk mannréttindasíða sem lætur sig varða mannréttindi Palestínumanna og Ísraela.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2008 kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.5.2008 | 15:10
Eitt er að...
...gera athugasemdir og spyrja eðlilegra spurninga um framkvæmdina á móttöku flóttamanna. Annað að reka áróður gegn þessum sömu flóttamönnum! Styður miðstjórnin það? Styður hún söfnun undirskrifta gegn móttöku flóttamanna á Akranesi? Treystir Magnús Þór og miðstjórn Frjálslynda flokksins ekki Rauða Krossi Íslands til að vinna verkið sómasamlega? Hvað er það sem vefst svona mikið fyrir Magnúsi Þór? Ég hef nú reynt að fylgjast með, og meðal annars sá ég Magnús Þór í Silfri Egils. Þar kom andúð hans alveg nógu vel fram, í mínum augum, til gera það dagljóst að Magnús Þór og stuðningsmenn hans í málinu eru á móti því að við Íslendingar tökum á móti þessum flóttamönnum! Og í þeirra augum er það aukaatriði hvort þeir verða búsettir á Akranesi eða Svalbarðsströnd! Það vill bara svo illa til að Akranes stendur Magnúsi Þór næst!
Og afsakið mig! Stefna Magnúsar Þórs stríðir gegn stefnuskrá Frjálslyndaflokksins, og þá væntanlega þessi stuðningsyfirlýsing.
![]() |
Miðstjórn Frjálslynda flokksins styður Magnús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.5.2008 | 21:57
Herskárra hvað?
![]() |
Vopnahlésviðræður að fara út um þúfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2008 | 21:46
Geðheilbrigðismál?
![]() |
McCain hafnar ummælum prests |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 21:32
Verst þykir mér að flugvélin var EKKI skotin niður!
Það hefði verið skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum Vesturlanda og þá sérstaklega Hvíta Hússins. Og kannski hefðu einhver augu opnast?
![]() |
Litlu munaði að Ísraelsher réðist á Blair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.5.2008 | 16:51
Toppurinn á lágkúru Ríkissjónvarpsins!
![]() |
Evróvisjón á vellinum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2008 | 12:51
Að draga lappirnar einsog venjulega...
...þegar um réttlætismál er að ræða. Það er ekki handagangur í öskjunum hjá Sjálfstæðismönnum, þegar um réttlætismál er að ræða sem snúa að þeim sem minna mega sín. Annað þegar skattabreytingar og skattaeftirgjafir til auðkýfinga er að ræða. Þá er nú ekkert hik á mönnum. Sama er upp á teningnum, þegar til stendur að afnema forréttindin sem Davíð Oddsson hafði forgöngu um til handa stjórnmálastétt landsins og hlaupatíkum hennar, embættismönnum. Allt er það á einn veg forréttindahyskið og auðvaldið hefur forgang. Við hin getum étið það sem úti frýs! En svo tala menn fjálglega. Jafnvel fólk sem á ekki bót fyrir boruna á sér lætur glepjast til að kjósa Sjálfstæðisflokksins, flokk forréttinda og auðvalds. Látum vera þó einhvern langi til að tilheyra yfirstéttinni...
![]() |
Óljóst hvort frumvarp um bætur vegna Breiðavíkur kemur fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2008 | 13:52
Hortugur bankastjóri!
![]() |
Ótvíræð merki um að eftirspurn er að dragast saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 19:04
Gagnrýni á stjórn efnahags- og peningamála.
20.5.2008 | 15:04
Staða Ísraels á listanum. Skýring?

![]() |
Ísland friðsælast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 02:54
Til hamingju, Akurnesingar!
Ég er farinn að óttast það fyrir ykkar hönd að orðið Akranes fái nýja merkingu í tungunni. Merking þess verði áður en langt um líður; staður þar sem einhver er ekki velkominn; dæmi: þetta er óttalegt akranes, eyðilegt einsog akranes, þessi eldfjallaeyja er því miður akranes, kuldaleg og gróðursnauð!
Bendi svo á litlu fjölskyldusöguna hér fyrir neðan!
![]() |
Tillaga um að taka við flóttamönnum samþykkt einróma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 01:39
Ein lítil fjölskyldusaga og móttaka flóttamanna.
Það er einsog sagan endurtaki sig stundum, þó í breytilegum myndum sé! Mér var fyrir löngu sögð saga úr lífi föðurfjölskyldu minnar, sem ég ætla að reyna að rifja upp eftir bestu getu. Það var einhverntíma fyrir seinna strið að afi minn heitinn lenti í basli vegna gjaldþrots. Afi var með barnahóp móðurlausan á ýmsum aldri. Eitt eða tvö við að verða fullorðin, sum barnung. Elsti sonurinn var að mig minnir búinn að klára Stýrimannaskólann. Kom afa þá það ráð í hug að leita ásjár Akurnesinga í vandræðum sínum og með alla sína ómegð. Hreppsnefndinni mun ekki hafa litist á blikuna og hafnaði því alfarið þessari hugmynd afa míns um að flytjast á Akranes. Ekki varð því af flutningi þessara "flóttamanna" á Akranes. Þetta er í stórum dráttum sagan af viðskiptum afa míns og Akurnesinga, einsog ég man hana. Afi minn hét Auðun Sæmundsson og kenndi sig við Minni-Vatnsleysu alla sína tíð. Synir hans urðu nafntogaðir aflaskipstjórar, þekktir sem Auðunsbræður. Þeir voru Sæmundur Auðunsson, Auðun Auðunsson, Þorsteinn Auðunsson, Gísli Auðunsson, Pétur Auðunsson (lést ungur) og Gunnar Auðunsson, sem enn lifir. Ekki voru dætur hans síðri að mannkostum en synirnir. Þær hétu Kristín, Ólafía, Guðrún og Steinunn. Tvær hinar síðast nefndu eru enn á lífi. Einhverjir munu enn minnast þessara systkyna og þá sérstaklega þeirra landsfrægu Auðunsbræðra. Nú ætla ég bara rétt að vona, að framganga Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, og skoðanabræðra hans, leiði ekki til samskonar niðurstöðu og segir frá í þessari litlu fjölskyldusögu minni. Það gæti nefnilega farið svo, að byggðarlagið missti spón úr aski sínum, því einsog fyrr segir, þá endurtekur sagan sig oft, þó í breytilegum myndum sé.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 13:36
Hreint út sagt heimskuleg umræða!
![]() |
Dönsk stjórnmál á suðupunkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 17:40
Vanhæfur þingmaður!
Hversu lengi á það að viðgangast, að þessi kona sitji á Alþingi. Þingmaður sem heldur því fram að forseti lýðveldisins sé ógnun við lýðræðið er ekki hæfur til að sitja á Alþingi.
Fyrir nú utan það að vera formaður heilbrigðisnefndar Alþingis verandi í einkarekstri á sviði heilbrigðismála útí bæ. Rekstri sem er að stórum hluta til fjármagnaður með peningum úr ríkissjóði!
Burt með þingmanninn!
![]() |
Áfram deilt um bréf Ástu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 13:32
Einkavæðing EXPRESS!
Ástu Möller liggur greinilega mikið á að hraða sem mest hún má einkavæðinu heilbrigðiskerfisins. Hún rekur starfsmannaleigu og leigir út starfsfólk til aðhlynningar- og hjúkrunarstarfa til einkaheimila, sjúkrahúsa og annarra stofnanna í opinberum rekstri. Það er greinilegt að Ásta ætlar sér að græða vel á breytingunum og henni liggur á. Annars sérkennileg staða formanns heilbrigðisnefndar. Hér er ekki spurt um vanhæfi og að einkahagsmunir rekist á við almannahagsmuni í málinu. Öll hjörðin þegir í kór í leikhúsinu við Austurvöll.
Ég ætla svo að minna á það einu sinni enn, að hér fer konan, sem fyrir síðustu kosningar taldi að forseti íslenska lýðveldisins, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, væri ógnun við lýðræðið í landinu. Hún situr enn á Alþingi! Og enn skarar hún elda að köku sinni, sem formaður heilbrigðisnefndar!
![]() |
Frumvarp sent til umsagnar áður en það var rætt á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)