21.4.2007 | 14:54
Höfnum ríkisstjórnarflokkunum! Málflutningur þeirra er Göbbelskur!
Frambjóðendur Djélistans og bélistans virðast telja að, ef þeir fara með sömu fullyrðingarnar aftur og aftur nógu oft breytist þær í sannleika án tillits til staðreynda! Má þar nefna lífskjör tekjuminni hópa þjóðfélagsins, atvinnumál, hagvöxtinn, heilbrigðismál o.s.frv. Ef við lítum í kringum okkur í þjóðfélaginu tala staðreyndir sínu máli! Endurtekningar um hið gagnstæða breyta því ekki! Höfnum ríkisstjórnarflokkunum! Höfnum Göbbelskum áróðri djélistans og bélistans!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 14:41
Velferðarkerfið er rjúkandi rúst! Og loforðin svikin!
Buglbiðlistann þarf ekki að ræða, segir Gísli Marteinn, vegna þess að kaupmáttur hefur aukist á kjörtímabilinu! 170 börn eru á biðlistanum! Um enga framhaldsmeðferð er að ræða eftir dvöl á BUGL! Eru engin takmörk fyrir mannvonsku hægrimanna. Nú er búið að taka skóflustunguna 16 árum og seint. Hvað eru djélistinn og bélistinn búnir að vera að gera? Ekkert! 70 geðfatlaðir eru á götunni og 110 manneskjur liggja á sjúkrahúsum vegna þess að þær hafa í engin önnur hús að venda! Geir Haarde hundsaði/sveik samning borgarinnar og heilbrigðisráðuneytisins um 200 ný hjúkrunarrými í Reykjavík! Hvað er ríkisstjórnin búin að gera á tímabili ráðstjórnar hinna ríku? Stjórnin hefur hlaðið undir hina ríku og skert lífskjör hinna tekjulægri, skert lífskjör aldraðra, skert lífskjör sjúkra, skert möguleika sjúkra til þess að ná heilsu, skert möguleika barna hinna tekjuminni, svona má lengi telja. Svo berja þeir sér á brjóst frambjóðendur djélistans og bélistans og þykjast góðir og hafa vel að verið! Kann þetta fólk ekki að skammast sín eða er það einfaldlega haldið einhverri pólitískri siðblindu? Kaupmáttaraukning hinna tekjuhærri kemur okkur hinum ekki til góð! Við erum líka manneskjur! Höfnum svikurum og loddurum djélistans og bélistans!
'Afram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin!
20.4.2007 | 20:58
Meðvirkni.
Það rifjaðist fyrir mér þegar ég sá blog um Móse og meint beint samband hans við Guð.
Hvert er versta dæmið um meðvirkni? Það var þegar gyðingar eltu Móse um eyðimörkina í 40 ár! Það hefur enginn toppað.
20.4.2007 | 20:46
Hagvaxtarmania? Hagvöxtur; enn ein "auðvitað" umræðan?
Fyrir nokkrum árum var í gangi mikil umræða um gildi hagvaxtar og voru efasemdir um nauðsyn hans háværar. Því miður fóru þessar umræður svolítið framhjá mér af eðlilegum ástæðum Eru ekki einhverjir minnugir bloggarar tilbúnir að rifja þessa umræðu upp og setja hana aftur í gang. Enn er verið að hefja hagvöxtinn til skýjanna og nauðsyn hans. Eru engar efasemdir í gangi? Þær voru ansi miklar útí Evrópu fyrir nokkrum árum. Hvað segja vinstrimenn?
Er þetta ekki enn ein "auðvitað" umræðan?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 20:32
Lægri skattar!
Fyrst langar mig að impra á einni augljósri staðreynd! Eftir því sem menn hafa hærri tekjur því meira hafa lífsjör þeirra batnað á síðustu árum. Og eftir því sem menn hafa lægri tekjur því minna hafa lífskjör þeirra batnað á síðustu árum! Þetta sannar skoðanakönnun sem birt var í dag. Nú má búast við því að hægri menn komi með mótbárur. Svo sem að umræðan undanfarið hafi talað niður tilfinningu þeirra lægst launuðu fyrir því hvað þeir hafi það nú mikið betra núna en áður, og eitthvað í þessa veru .Við þekkjum tóninn! Nei, Nei, fátækt er ekki svona mikil. Það fer allt eftir viðmiðunum blablabla (HHG. o.fl.) Ég hef nú úr svo litlu að moða fyrir mig og mína, að mér datt í hug, að hefði ég Yfir 800.000 krónur í tekjur á mánuði, þá tæki ég sennilega ekkert eftir því hvort lífskjörin bötnðu eða versnuðu!
Lægri skattar? Vilja ekki allir lægri skatta? En kannski fer afstaðan til skatta eftir lífsviðhorfum manna. Við sem erum hlynt velferðarþjóðfélagi vitum að til þess að halda uppi velferðarþjónustu þurfa þjóðfélagsþegnarnir að borga skatta. Við erum líka flest hlyntari stighækkandi sköttum eftir því sem tekjur manna hækka. þessu er öfugt farið með hægri menn, sem eru almennt ekki fylgismenn velferðarþjóðfélaginu. Þeir eru líka líklegri til að vilja flata skatta sem eru íþyngjandi fyrir þá sem lágar hafa tekjur, því meir sem tekjurnar eru lægri. Þessu til stuðnings má benda á rýrnun persónuafsláttar síðustu árin. Við vitum öll hvað það hefur þýtt fyrir okkur með lágu tekjurnar. Svo má í þessu sambandi ræða um hvernig sköttunum okkar er ráðstafað þegar þeir eru komnir í kassann hjá ríkinu og sveitarfélaginu, sem við búum um. Á meðan þrengt er að heilbrigðiskerfinu hefur utanríkisþjónustan blásið út. Og þar er sko ekki verið að spara. Sendiráðin þurfa helst að vera í dýrustu hverfunum og byggingarnar er ekkert slor. Ekki að sjá að þar fari smáþjóð, sem þarf að spara. 14 sendiherrar eru á launum hjá skattgreiðendum umfram fjölda sendiráða. Þá eru þeir væntanlega í einhverri skrifstofuvinnu, sem stúlkur með gagnfræðapróf hefðu sinnt hér áður. Svo má ekki gleyma vitleysunni í kringum öryggisráðsframboðið. Þar á að eyða litlum 800 milljónum í framboð. Hafa íslenskir stjórnmálamenn svona mikið til málanna að leggja í alþjóðamálum. Það hefur allavega enginn tekið eftir því nema þeir sjálfir. Það er ekki nema Ólafur Ragnar hafi eitthvað vægi í útlöndum, en má ekki beita sér þá verða bjánarnir vitlausir, sbr. Halldór Blöndal þarna um daginn. Eitthvað er nú að á þeim bænum! Það má telja upp í allt kvöld vitleysuna sem stjórnmálamennirnir vilja eyða sköttunum okkar í. Og svo má nota annað kvöld í að telja upp það sem skattarnir okkar ættu frekar að fara í í augum félagshyggjufólks. Ég treysti því að allir þekkki nokkur dæmi um hvorutveggja þannig að hér set ég .
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2007 kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 23:07
Flugvöllurinn. Lausn sem "allir" geta sætt sig við!
Ég er búinn að grufla mikið yfir flugvallarmálinu, og hef komist að eftirfarandi niðurstöðu eftir mikla yfirlegu og viðræður við menn, sem þekkja mjög vel til flugskilyrða kringum Reykjavík. Þrír kostir eru ræddir í stöðunni, en fjórða lausnin er til og hún er best! Vatnsmýrin, Löngusker og Hólmsheiði. Tökum Hólmsheiði fyrst. Þar er alltaf vont veður. Ef það er ekki svartaþoka, þá er þar annað hvort hríðarbilur eða hávaðarok og rigning. Auk þess er þar beitiland frístundabænda á Höfuðborgarsvæðinu, þó svo rolluskjáturnar tolli þar aldrei lengi vegna illviðris. Þetta segja mér menn sem þekkja mjög vel til flugskilyrða kringum Reykjavík. Sama er að segja um Löngusker, ef frá er talin þokan og sauðbeitin. Þar er sífellt særok flesta daga ársins, sem er mjög afleitt fyrir flugrekstur segja mér kunnugir. Þar er auk þess mjög vindasamt og veður einstaklega vond á vetrum. Það er því ljóst að flugvöllurinn er best kominn þar sem hann er í Vatnsmýrinni miðað við þær hugmyndir sem ræddar hafa verið. Hitt er ljóst að landfylling á Lönguskerjum yrði mikill happafengur fyrir verktakabransann og gæti skaffað ótal verkfúsum höndum verkefni, auk þess að skapa ómæld auðævi til handa verktakafyrirtækjum í verktakagreiðslum, rándýru byggingalandi og vegna byggingastarfsemi. Því er hugmynd mín sú, að ráðist verði í myndarlega landfyllingu kringum Löngusker. Síðan yrði reist myndarleg og blómleg háhýsabyggð á landfyllingunni. Þar gætu síðan verið grænir reitir og allskyns útivistarsvæði fyrir íbúana, skólar og önnur þjónusta. Flugvöllurinn yrði sem sagt áfram í Vatnsmýrinni og allir yrðu ánægðir og yndu glaðir við sitt. Það er að vísu eitt sem gæti skyggt á gleðina og það er að aðflugskilyrði gætu orðið dálítið takmörkuð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 00:13
Kaotískt ástand í miðborginni! Nú get ég...
18.4.2007 | 22:26
Miðborg Reykjavíkur? Hinir síðustu dagar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 12:42
Greiningardeild Kaupþings. Takk fyrir!
17.4.2007 | 17:36
"Það er alltaf gaman þegar vel gengur!"
Af einhverjum ástæðum duttu mér í hug þessi orð gamals skipsfélaga, þegar ég sá fyrirsagnirnar á bloggum um þessa frétt. Við vorum á netum og lítið hafði fiskast lengi. Þá loksins kom einhver reytingur í netin og kallinn var í kæti sinni eitthvað að grobba sig í glugganum. Þá snéri þessi ágæti Borgfirðingur (eystri) sér við og mælti þessa fallegu orð. Og glugganum var skellt.
Sumir kætast og aðrir eru með úrtölur og spá einhverjum hrakförum. Munurinn á þessum könnunum, þessari og þeirri sem stöð2 birti 11.4 er ótrúlega mikill. En einsog maðurinn sagði: Það er alltaf gaman þegar vel gengur!
![]() |
VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 23:13
Til nýrra tíma, hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2007 | 22:59
RÚV: Skoðanakönnun um útlendinga eða ekki neitt?
15.4.2007 | 22:36
Partíin búin og veruleikinn tekur við!
Nú er landsfundunum lokið og vonandi lenda fulltrúarnir fljótt og vel á jörðinni. Persónudýrkunin er svolítið svakaleg, þykir mér. Liggur við að ofhólið snúist uppí andhverfu sína. Einkum virðast Sjálfstæðismennirnir blessaðir lenda í því. Geir er að sjálfsögðu mestur og bestur. Og Ingibjörg er líka mest og best, en þó ekki eins mikið mest og best og Geir. Geir hefur sér það til ágætis helst, að hann aftekur aldrei neitt. Sumir segja, að samþykktar hafi verið stefnumótandi samþykktir og að mark sé tekið landsfundarsamþykktum. SUS hefur ítrekað í gegnum árin gagnrýnt að ekkert mark eða lítið sé tekið á ályktununum. Er það sennilega rétt, því þeir einir voga sér að gagnrýna forystu Sjálfstæðisflokksins af flokksmönnum öllum. Frekar á ég von á að Ingibjörg og félagar fari eftir hinum stefnumótandi samþykktum síns flokks, þó sumir flokksmenn hafi talað soldið út og suður uppásíðkastið. Nú gildir flokksaginn og samstaðan, þó aldrei komist Sf með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælana í flokksaga; sá agi er hreinlega Lenínískur! Nú þegar veruleikinn blasir við Sf og öðrum félagshyggjusinnum, þá vaknar sú spurning, hvort hugmynd Péturs Tyrfingssonar nær fylgi meðal félaga Vg og Sf. Að þessir flokkar snúi bökum saman í kosningabaráttunni, og í væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum, og myndi eina heild sem standi saman og hvor flokkur um sig fari ekki í stjórn án hins. Má e.t.v. segja, að árangur Sf og Vg sé undir því kominn, að þetta gerist? Og þá einnig líf og heill þúsunda Íslendinga, sem eiga tilveru sína undir því, hvort velferðarþjóðfélagið verði endurreist eða lagt endanlega í rúst af núverandi stjórnarflokkum? Nú stendur valið um áframhaldandi frjálshyggjustjórn eða velferðarstjórn félagshyggjuflokkanna, Vg og Sf! Hvað vilja menn leggja á sig til þess? Kannski vilja menn taka sénsinn og fara fram hver fyrir sig? En er það líklegra til árangurs en að standa saman, einsog lagt hefur verið til? Áfram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 18:20
VinstriGræn og Samfylkingin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 15:16
28 milljónir? Og nokkrar milljónir úr Borgarsjóði! Villi góði borgar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.4.2007 kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 10:27
Stoppum upp ríkistjórnina!
Ég er farinn að hafa áhyggjur. Svo virðist sem að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé búin að öðlast sama sess í hugum margra og herstöðin heitin á Miðnesheiði. Tilhugsunin um að missa herinn úr landi olli mörgum áhyggjum og þegar herinn loksins hypjaði sig misstu sumir um stund þá öryggistilfinningu sem öllum mönnum er nauðsynleg. Agli Helga fannst óhuggulegt að sjá herstöðina svona mannlausa. Sama virðist eiga við um þessa ríkisstjórn og herinn. Það vekur mörgum ugg í brjósti að hugsanlega sé hún á förum og sjáist ekki meir. Menn verða aumir í buddunni og óöruggir um framtíðina. Þeim verður hugsað til veðlánanna sinna og yfirdráttanna. Og Egill fær áhyggjuhrukku milli augnanna. Hann er að verða einskonar persónugervingur hins værukæra íslenska smáborgara. Allar breytingar eru til ills. Þær valda óróleika í sálinni og ugg fyrir brjósti. Jafnvel þótt vitað sé að þegar til lengdar lætur verði þær öllum til góðs. Líka hinum værukæra smáborgara. Síðan herinn fór hefur enginn ráðist á landið og alkaída hefur ekki barið að dyrum. BB hefur að vísu tvisvar lent á spítala en varla er samband þar á milli. Megi hann ná heilsu sinni fljótt og vel. Hræðslupólitík notfærir sér þennan ótta mannsins við breytingar. Auglýsingar í þeim anda hafa mætt manni undanfarið í blöðunum og hér á blogginu. Auglýsingar framsóknar um ekkert stopp streyma um skjáinn og Jón ráðherra er búinn að útfæra þær enn frekar í málflutningi sínum. Á honum má skilja að allt fari hér í stopp og frjósi fast fari stjórnin frá völdum. Búðir verði varla opnar og öllu framleiðsla og viðskipti stöðvist. Þó segist hann sjálfur ekkert skilja í þessu stoppi sem spurt var um í skoðanakönnun um daginn. Reyndar skil ég ekkert í þessu stoppi sem Jón ráðherra er að tala um. Ég er alvag viss um að sauðkindin heldur áfram að jórtra og framleiðslan heldur áfram og viðskiptin blómstra sem fyrr þó stjórnin falli og önnur taki við. Ríkisstjórnir hafa ekki þau áhrif sem þær höfðu áður. Atvinnulífið hefur losnað undan oki ríkisvaldsins og lýtur sínum eigin lögmálum í dag þökk sé EES samningnum. Og mannlífið hefur sinn vanagang í herlausu landi þó ríkisstjórnir komi og fari. Það sem stjórnarskipti getur breytt er aftur á móti það sem snýr að ríkisvaldinu nefnilega velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Fyrir hverja viljum við að þetta þjóðfélag sé. Eigum við að reka hér velferðarþjóðfélag samhjálpar og samtrygginga eða þjóðfélag þar sem hver sér um sig. Norrænt kerfi velferðar eða amrískt sérhyggjusamfélag. Það er spurningin. Viljum við að allir geti gengið hér í skóla og menntað sig eins og hann vill eða viljum við að það sé aðeins á færi fárra. Það er spurningin. Viljum við að allir hafi aðgang að heilbrigðiskerfinu eða á buddan að ráða því. Það er spurningin. Þessi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og framsóknar hefur hægt en bítandi verið að koma hér á amerísku frjálshyggjukerfi þar sem sérhagsmunahyggja ræður för. Þetta þarf að stöðva áður en áfram verður haldið. Stoppum upp ríkisstjórnina!
4.4.2007 | 23:10
Ódauðleg ritverk?
Er það nú ekki að bera í bakkafullan lækinn að blogga gamlar og áður birtar áróðursgreinar sínar hér á blog.is. Ekki það, að það sé bannað að endurnýta ritverk sín hér og hið besta mál, ef einhver nennir að lesa þessar "endurútgáfur". Ég hefði bara haldið að allir sem áhuga hafa væru búnir að renna yfir þetta á Baugsmiðlum, og svo að Hannes færi nú létt með að gleðja okkur lesendur sína með einhverju frumsömdu!
Ég er reyndar ekki búinn að kaupa og lesa ævisögu Halldórs Killjans Laxness (sakir blankheita og athyglibrests;fengi sekt á safninu), þannig að ef Hannes slysast til að lesa þetta blog mitt, og ef hann hefur tíma, þá væri vel þegið að fá lesa sögu Nóbelskáldsins hér endurútgefna. Með fyrirfram þökk, Auðun Gíslason.
3.4.2007 | 21:49
Lýðræði, kjósendur og atkvæðagreiðslur!
2.4.2007 | 15:51
"Öll börn eiga skýlausan rétt til foreldra."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 16:28
Lögmálssiðfræði eða kærleikssiðfræði? Hvað vilt þú?
Hvað oft frelsarinn sniðgekk þær reglur og þau lögmál sem ríktu í samfélagi Gyðinga á hans tíma vitum við ekki, en um nokkur slík dæmi má lesa í Guðspjöllunum. Þetta gerði hann til að undirstrika boðskap sinn. Mér er alveg óskiljanlegt, að við kristnir eigum að lifa í skugga lögmáls Gyðinga. Ætli færi þá ekki að fara um marga. Á að lífláta fólk í samræmi við lögmálið, þar sem það á við samkvæmt lögmálinu? Eiga konur að þola að undirgangast þær reglur, og framkomu, sem viðhafðar voru skv. Gamla Testamentinu? Eða eigum við að týna til eitthvað sem hentar okkur í það og það skiptið? Má nefna afstöðina til mála eins og stofnfrumurannsókna, afstöðuna til samkynhneigðra, prestsþjónustu kvenna o.s.frv. Kannski má eiga von á sömu afstöðu til þeirra sem uppvísir verða af hórdómi, til réttinda kvenna, til mágaskyldunnar, til sjúkra og fatlaðra (þeir eru taldir syndarar, þessvegna eru þeir sjúkir eða fatlaðir). Sjálfsagt mætti halda áfram til eilífðarnóns, en mig brestur þekkingu til að telja upp allar þær reglur og lög sem gamla lögmálið býður mönnum að búa við. Mér skilst að lögmálsþrælkunin leggi á menn að fylgja nær 600 reglum og lögum í sínu daglega lífi, og þá er ekki verið að tala um mannanna lög, heldur lög og afleiddar reglur gamla lögmálsins. Kristnir lögmálsdýrkendur leggja mikla áherslu á gamla lögmálið, en virðast gleyma nýja lögmálinu sem Jesú færði okkur, að minnsta kosti er þeim ekki jafn tíðrætt um það sumum. "Kjarni kenningarinnar um guðsríkið, að það væri komið í Jesú og með honum, varð til þess að Jesú hafnaði lögmáli gyðinga, eða uppfyllti það eins og hann sjálfur sagði.......Eina boðorðið sem einhverju skipti að dómi Jesú, var að elska guð og náungann eins og sjálfan sig, hið tvöfalda kærleiksboðorð. Í stað lögmálssiðfræði kom kærleikssiðfræði. Áður hafði maðurinn þurft að fylgja lögmáli til að frelsast. Nú skyldi kærleikurinn settur í öndvegi" (Þórhallur Heimisson, Hin mörgu andlit trúarbragðanna).
Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Viska er á vörum hyggins manns, en á baki hins óvitra hvín vöndurinn. (Orðkviðirnir 10, 12-13). Þó ekki vöndur lögmálsins eða hvað?
Bloggar | Breytt 25.10.2007 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)